Tíminn - 12.01.1971, Síða 16

Tíminn - 12.01.1971, Síða 16
<HHKi Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Tímamynd Gunnar. Þriðjudagur 12. janúar 1971. Skákkeppnin hafin. Dagur berst við Tímann til úrslita: FYRSTI LEIKUR ER D2 TIL D4 ............ ............... Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. Deilur á fundi Norðurlandaráðs æskunnar um Loftleiðamálið: Tillaga íslands felkl með naumum meirihluta EJ—Reykjavík, mánudag. Norðurlandaráð æskunnar hélt sinn fyrsta og síðasta fund í Stokkhólmi dagana 7.—9. janúar. Meðal mála, sem rædd voru á þinginu og ályktað var um, voru flugumferðarmálin og þá sérstakl. Loftleiðamálið, sem íslenzku full- trúarnir á þinginu fluttu sérstaka tillögu um í upphafi þingsins. Sú tillaga var að lokum felld með litlum atkvæðamun, en hins veg ar samþykkt önnur tillaga, sem ekki gekk eins langt, en lagði samt áherzlu á, að SAS, Finn- air og Loftleiðir fengju að starfa við sömu skilyrði á Norðurlönd- um. Tillaga sú, sem íslenzka sendi Frá happdrætti Framsóknarflokksins Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að birta vinn- ingsnúmer happdrættisins fyrr en á föstudag. nefndin flutti í upphafi þingsins, var svohljóðandi: „iNorðurlandaráð æskunnar harmar það misrétti gegn íslenzka flugfélaginu Loftleiðum, sem enda- lok hinnar stuttu þátttöku íslands í Skandinavian National Travel Offices er síðasta dæmið um. Norðurlandaráð æskunnar skor ar á skandinavisk yfirvöld að taka upp nýja og jákvæo'a afstöðu til óska Islendinga varðandi lending arréttindi Loftleiða í Skandinavíu, sem grundvallist á anda norræns samstarfs og sérstöðu íslands.” Flutningsmaóur tillögunnar fyrir hönd íslenzku sendinefndarinnar var Elías S. Jónsson, Sambandi ungra framsóknanmanna. Málið var lagt fyrir 1. nefnd þingsins, og urðu þar nokkrar um ræður um hana. Fengu íslending ar stuðning ýmissa nefndarmanna, m. a. fulltrúa Finnlands, sem kölluðu stefnu SAS „flugmála- imperíá.,isma“! og fulltrúa norskra hægri manna. Niðurstaðan í nefndinni varð sú, að hún samþykkti tillögu ís- lenzku fulltrúanna ásamt viðbót artillögu, svohljóðandi: Norðurlandaráð æskunnar er andvígt hvers konar misrétti á sviði flugmála og leggur til, að sömu meginreglur verði látnar gilda um alla, sem stunda flug- umferð.“ Það var síðan ekki fyrr en rétt áður en tillaga nefndarinnar var tekin fyrir á almennum fundi ráðsins á Jaugardaginn, að önnur tillaga kom fram, og var hún frá Jon Nálsund, frá ungum jafnaðar mönnum í Noregi. Verulegar umræður urðu um tillögurnar tvær, og vakti þar mesta athygli sú yfirlýsing Nál- sunds, að hin góo*u kjör Loftleiða í Bandaríkjunum væru einskonar borgun fyrir herstöðina í Kefla- vík. Elías Jónsson hafði orð fyrir fslendingunum í nefnd og á al- mennum fundi, og mótmælti þess ari yfirlýsingu Nálsunds sem al- rangri og órökstuddri, og væri hon’um skylt að reyna að færa ein hverjar sönnur á þessa yfirlýsingu sína, hváð hann ekki gerði. Atkvæði voru síðan gi;eidd, og þá fyrst um íslenzku tillöguna eins og hún kom frá nefndinni, og var hún felld með tveggja atkvæða mun. Tillaga Nálsunds var síðan samþykkt. í þeirri tillögu er hvatt til nánari samræmingar á stefnu Noró'urlanda í flugumferðarmálum Framhald á bls. 14 IGÞ-Reykjavík, mánudag. Þá er blaðaskákkeppnin hafin. Fyrsti leikurinn í skákkeppni Tím- ans var ieikinn á ritstjómarskrif stofu blaðsins í dag. Keppendurn ir frá Taflfélagi Reykjavíkur, þeir Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson, léku ósköp venjulegan opnunarleik, eða d2 til d4, léku sem sagt fram drottningarpeðinu. Þeir Jóliann Snorrason og Margeir Steingrímsson í Skákfélagi Akur- eyrar leika á morgun. Þá hefur orðið að samkomulagi milli ritstjóra Timans og ritstjóra Dags, aó' skák þcirra fjórmenning anna verði jafnfram.t keppnisskák milli Tímans og Dags. Mun Tim inn að sjálfsögðu leggja kapp á að sitt lið vinni skákina, en um það verður þó a'ð fara sem vill. Norðanmennirnir eru harðir skákmenn og ekki gott að segja til um úrslitin. Við munum segja nán ar frá þeim Jóhanni og Margeiri á morgun, en Dagur hefur, þrátt fyrir keppnisskap, lofað að senda okkur mynd af þeim er þeir leika sinn fyrsta leik. Þcir Gunnar Gunnarsson og Trausti Bjömsson eru báðir kunn ir taflmenn, en svo er um alla í þessari skákkeppni. Þetta eiu allt gamalreyndir menn og harðir keppinautar. Hugsa eflaust marg ir gott til þessarar keppni nú mitt í skammdeginu, enda geta menn leikið sér að því að tefla hana til enda á einni kvöldstund, eftir að línurnar fara að skýrast hjá keppendum. Þeir Gunnnar og Trausti hafa báðir keppt í olympíuliði íslands. Trausti keppti í ísrael haustið 1964, þá á 2. borði. Hann tók fyrst þátt í skákkeppni árið 1959 og hefur einu sinni orÓ*ið skák meistari Taflfélags Reykjavíkur. Framhald í ‘-Ir i Hæðarstýrið skemmdist á á Gljáfaxa Grænlandi KJ- -Reykjavík, mánudag. Það óhapp vDdi til við Dane- borg á Grænlandi í kvöld, að1 hundasleða var ekið á hæðarstýri Gljáfaxa, sem var nýlentur á Eftir hádegi barst skeyti til F.'ugfélagsins um, að ná þyrfti í slasaðan mann til Danaborgar 1 Grænlandi. Er sá maður kalinn á höndum og fótum og liggur mikið ísnum, til að taka þar mann er; við að koma honum á sjúkrahús sem fyrst. Verður hann fluttur til Reykjavíkur. Gljáfaxi, sem er DC-3 flugvél, lagó'i af stað kl. 3. Er fimm klukkustunda flug til Danaborgar. Átti flugvélin að lenda fyrst í Meistaravík og halda þaðan áfram norður. hafði kalið. Viðgerðarmenn fóru með hinni Douglas flugvél Flug- félagsins tjl Grænlands í kvöld, og var sú vél væntanleg aftur hingað til lands með sjúklinginn í fyrramálið. í Daneborg er nú 33 stiga frost. Hornfirðingar, aðkomufólk Sameiginlegur kynningarfundur og árshátíð Framsóknarf élags. Sjálfstæðisfélaga og Alþýðubandalagsfélagsíns í Aust- ur-Skaftafellssýslu verður haldinn í Sindrabæ, laugardaginn 16. janúar, og hefst stundvíslega kl. 20:30. Dagskrá; 1. Ómar Ragnarsson skemmtir. 2. Flokkana kynna: Einar Ágústsson, Ellert Schram og Lúðvík Jósepsson. 3. Fjörva tríóið úr Reykjavík leikur fyrir dansi. — Mætið stundvíslega. — Nefndin. Einar Lúðvík Ellert

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.