Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 6
kjúklingur með krydduðu couscous og kanelsósu
Chilikjúklingur
fyrir 4
1 kjúklingur í bitum
4 msk. chilisósa – Hot spot mesquite reykt chili
Berið sósuna utan á kjúklingabitana, raðið kjúklingabitunum í ofnfast form og
steikið við 180°C þar til kjarnhiti er 75°C eða í um það bil 40 mín. Nota má aðra
chilisósu ef vill.
Appelsínu couscous
fyrir 4
2 dl vatn
2 dl appelsínusafi
½ tsk. salt
2 dl couscous
1 msk. olía
1 tsk. karrí
1 msk. grænmetiskraftur
½ dl rúsínur
50 g ruccola
50 g grænkál eða spínat
1 galíamelóna í bitum
Hitið vatn og appelsínusafa í potti og látið suðuna koma upp. Takið af hitanum
og setjið couscous og salt út í. Látið standa í 15 mínútur. Blandið út í olíu, karríi,
grænmetiskrafti, rúsínum og káli. Afhýðið og kjarnhreinsið melónuna , skerið í
bita og blandið saman við.
Ilmandi kanelsósa
fyrir 4
2 dl sýrður rjómi
2 dl skyr
1 tsk. kanill
½ tsk. salt
3 tsk. fjótandi hunang
Hrærið öllu saman og smakkið til með kanil og hunangi.
fyrir 4
800 g lúða, roð- og
beinlaus
4 rauð chilialdin
2 msk. ólífuolía
2 rauðlaukar
4 hvítlauksgeirar
6 límónur, safi
salt og pipar
1 poki blandað salat
Skerið lúðuna í litla
bita, 2x2 cm. á stærð.
Leggið bitana á fat og
setjið inn í ísskáp í um
það bil 1 tíma svo lúðu-
bitarnir þorni aðeins.
Skerið chilialdin, rauð-
lauk og hvítlauk smátt.
Kreistið safa úr límónunum. Setjið fisk í skál og
blandið grænmeti og safa út í og hrærið vel saman
og látið marinerast í 3 tíma í kæli áður en rétturinn
er borinn fram. Saltið og piprið eftir smekk og ber-
ið fram á salatbeði. Gott sem forréttur eða sem að-
alréttur ef borið fram með góðu brauði og súpu.
Á haustin fara af stað ýmsar kvefpestir sem allir vilja varast en engin
ein lækning hefur fundist við, enn sem komið er a.m.k.. Vitað er að til að
forðast kvef er mikilvægt að stunda heilbrigt líferni, en þar eru grund-
vallarþættirnir hollur matur, hvíld og hreyfing. Ýmis efni eða matvæli
hafa verið þekkt sem varnarefni og talin hjálpa líkamanum að verjast
þessum óboðnu kvefgestum, sum jafnvel öldum saman. Þar má nefna
sólhatt, ólífulaufsþykkni, hvítlauk, piparmyntu, kanil, fjallagrös, chilipip-
ar, ætihvönn, vallhumal og c-vítamínrík matvæli eins og appelsínur og
flesta ávexti. Það er því snjallt að lauma þessum hjálparkokkum inn í
mataræðið þegar kólnar í lofti. Ósannað er hvort öll þessi efni virka, en
trúin flytur fjöll eins og sagt er. Jurtate úr vallhumli, piparmyntu eða sól-
hatti er notalegt á kvöldin og gaman er að prófa sig áfram með krydd-
aða rétti með hvítlauk, chili og öllum hinum spennandi brögðum krydd-
jurtanna. Ávexti af ýmsu tagi er líka auðvelt að nálgast núna.
Góð heilsa í allan vetur er markmiðið ásamt því að gera matargerðina
fjölbreyttari og skemmtilegri.
hressandi matur
haustréttir
Umsjón Heiða Björg Hilmisdóttir. Ljósmyndir Arnaldur Halldórsson.
Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að huga að því að okkar
daglega fæða veiti okkur þá næringu og gleði sem við þurfum á
að halda og ekki er verra að nota smá krydd til að ná upp hita.
limechili marineruð lúða