Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 28
28 m geitaosts-gratíneruð basílíkumús fyrir 6 800 g kartöflur 2 msk. smjör 3 eggjarauður 1 tsk. salt 1⁄8 tsk. nýmalaður svartur pipar 20 basilíkublöð 1 lítill hvítlauksgeiri 6 sneiðar geitaostur Afhýðið kartöflur og sjóðið þær í örlítið söltu vatni þar til þær eru mjúkar. Hellið vatninu af og pressið kartöflurnar með kartöflupressu eða með handþeytara í stutta stund. Blandið eggjarauðum og smjöri útí og smakkið til með salti, pipar og hvítlauk. Setjið kartöflumúsina í eldfast form eða skiptið í 6 lítil eldföst form og stingið basilíkulaufunum í músina og leggið geitaostinn yfir. Stillið ofninn á grill og gratínerið í 12 til 15 mín- útur eða þar til osturinn hefur tekið smá lit. fylltir sveppir fyrir 6 12 stórir sveppir (aðeins hattarnir) 6 msk. gráðaostur 2 msk. smjör 2 ½ msk. balsamedik Hreinsið sveppina og takið stilkana af. Blandið saman í skál, gráðaosti, smjöri og balsamedik. Fyllið sveppahattana með gráðaostablöndunni. Bakið sveppina við 180°C í 15 mínútur. exotískt ávaxtasalat með vanillugljáa fyrir 6 Vanillugljái: ¾ dl vatn ¾ dl sykur ½ límóna, hýði og safi 1 vanillustöng Salat: 1 mangó 1 papaya 2 kíví 1 ananas 1 box hindber Setjið allt sem á að fara í vanillugljáann í pott nema vanillustöngina. Opnið hana og skafið van- illukornin úr og setjið útí pottinn. Leggið að því loknu alla stöngina útí og látið sjóða í 10 mín- útur, kælið. Afhýðið og skerið ávextina niður og blandið saman og hellið vanillugljáanum yfir og berið fram kalt til dæmis með dökkum súkkulaðistöngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.