Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 8

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 8
fljótlegt kornabrauð 1 brauð 3½ dl hveiti 3½ dl haframjöl, gróft 1 dl hveitiklíð 1 msk. hrásykur 4 tsk. lyftiduft ½ dl hörfræ ½ l súrmjólk 1 msk. sólblómafræ Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið saman með súrmjólkinni. Setjið í form og stráið sólblómafræjum yfir. Bakið við 200°C í 50 mínútur. Ein- falt, gott og fljótlegt. heitrauð paprikusúpa fyrir 4 6 rauðar paprikur 1 laukur 4 hvítlauksgeirar 2 msk. ólífuolía 2 msk. smjör 6 dl vatn 2 msk. grænmetiskraftur ½ tsk. chiliduft ¾ tsk. kummin 2 tsk. kóríander ½ tsk. salt svartur pipar 1 dl sýrður rjómi ferskt kóríander Berið olíu utan á paprikurnar og setjið þær í ofnskúffu og inn í 250°C heitan ofn í 10 mínútur. Látið paprikurnar kólna aðeins og afhýðið svo undir rennandi köldu vatni. Skerið lauk og hvítlauk smátt. Hitið olíu og smjör í potti og steikið laukinn í smá stund. Setjið paprikurnar útí ásamt vatni, kryddi og grænmet- iskrafti og sjóðið í 20 mínútur með lokinu á pottinum. Blandið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar og berið fram með sýrðum rjóma og fersku kórí- ander. eplakaka 10 sneiðar 100 g marsipan 3 egg 1½ dl hrásykur 3 dl hveiti 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. lyftiduft 1 dl mjólk 50 g smjör, brætt 3 epli, afhýdd og skorin í bita Þeytið egg og sykur. Rífið marsipan gróft og blandið saman við eggjahræruna. Blandið hveiti, vanillusykri og lyftidufti saman við ásamt mjólk og bræddu smjöri. Hrærið varlega saman og setjið 1/3 af deiginu í smurt form, til dæmis stórt hringform. Raðið helming af epla- bitunum ofan á og setjið helming deigsins sem eftir er þar ofan á. Raðið þvínæst afganginum af eplunum ofan á og loks síðasta hluta deigsins. Bakið í miðjum ofni við 200°C í um það bil 35 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma. Mjúk og góð eplakaka sem þolir að geymast í nokkra daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.