Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 36
36 m Til að gera langa sögu stutta má bæta því við að fæstir sem læra að búa til sitt eigið majónes snúa aftur í tilbúnu majónesin. Þessi majónes má nota með sama hætti og það tilbúna, beint ofan á brauð sem og í hvaða rétti sem er þið eruð vön að nota majónes. kasjú majónes Oscar Umahro Cadogan matkönnuður á heiðurinn af þessu exótíska majónesi, en hann vill vita hvað er í majónesinu sínu. Hann býr það til úr kasjú-hnetum og ananassafa, en segir að það megi líka nota sólblómafræ og mangósafa ef vill. Hljómar spennandi og bragðast frábærlega. 100 g kasjú-hnetur 1½ dl ananassafi 3 hvítlauksrif 2 msk. dökkt hrísgrjónaedik eða ferskur sítrónusafi sjávar- eða steinasalt nýmalaður svartur pipar Látið kasjú-hneturnar liggja í bleyti í ananassafanum minnst 1 klst., en helst einn til tvo daga. Blandið þá hnetunum og safanum saman ásamt hvítlauk, ediki eða sítrónusafa, salti og pipar, þar til það er orðið mjúkt og flott. Umahro skorar á ykkur að prófa þennan rækjurétt. tófú majónes Er bæði eggja- og olíulaust, og ætti því að henta flestum. Sumir vilja þó skipta út smá tófú fyrir olíu, og þá gjarna hnetuolíu, en einnig má gjarnan nota ólífuolíu. 450 g tófú 1 msk. eplaedik 1 msk. ferskur sítrónusafi 1 tsk. tamari eða soja-sósa 1 msk. hlynsíróp – ef vill Brjótið tófúið niður í matvinnsluvélina. Bætið hinum efnunum út í og blandið saman þar til rétt áferð er komin á majónesið. Athugið! Ef þið viljið reyna gómsætt hvítlauks-majónes er gott að sletta smá ólífuolíu á 2–3 hvítlaukshausa, vefja þeim inn í álpappír, og grilla við 180°C í 30–40 mín. Setjið hvítlaukinn út í blandarann um leið og hin efnin. Blandið saman við majónesið og berið fram. franskt majónes Er að grunni til það sama og við kaupum úti í búð, en þó bragðsterkara og ferskara. Mælt er með smá chilli eða tabasco-slettu til að fá smá hita í það. 2 stórar eggjarauður 2 msk. Dijon sinnep 2 tsk. ferskur sítrónusafi 1 tsk. edik að eigin vali ½ tsk. salt 2½ dl ólífuolía Setjið allt nema olíuna í blandara og blandið í 30 sekúndur. Látið blaðið snúast áfram á meðan þið hellið olíunni í blandarann í örmjórri bunu. Það ætti að taka um 2 mínútur. Þegar majónesið tekur á sig mynd, eykst hávað- inn frá blandaranum og slettuhljóð heyrast líkt og þegar er verið að hræra deig. Blandið áfram þar til majónesið er orðið þykkt og mjúkt. Geymið í lokuðu boxi í ísskáp, allt upp að viku. Athugið! Sumir kjósa að blanda ólífuolíuna til helminga með vínsteinaolíu, svo að ólífu-bragðið komi ekki of sterkt í gegn. hinn kosturinn margs konar majónes Með nýju, fersku og heimatilbúnu majónesi geturðu gert frönsku kartöflurnar að gourmet-mat, hresst upp á gömlu góðu uppskriftirnar og jafnvel gert hollari út- gáfu af rækjusalatinu. Það er óþarfi að kaupa þetta þarfaþing, því hér gefum við upp þrjár mismunandi uppskriftir að gómsætu og „öðruvísi“ majónesi. Umsjón Hildur Loftsdóttir. Ljósmyndir Arnaldur Halldórsson. rækjuforréttur fyrir 4 400 g rækjur ferskt dill hvítur spergill kasjú-majónes að vild Úr þessu má gera rækjusalat, en það er líka upplagt að bjóða upp á réttinn sem ferskan forrétt. Þá má blanda efnunum saman eða raða girnilega á disk, allt eftir smekk og vilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.