Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24
24 m súkkulaðikaka sælkerans 10–12 bitar 200 g dökkt súkkulaði 200 g smjör 4 egg 2 dl sykur 2 ½ dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 100 g valhnetur fersk mynta og rjómi Setjið smjörið í pott og látið bráðna. Setjið súkkulaði útí bráðið smjör og lát- ið það bráðna þar í við lágan hita. Þeyt- ið egg og sykur og setjið hveiti, val- hnetur og lyftiduft þar útí ásamt súkkulaðibráðinni og blandið varlega saman. Hellið í smurt form með laus- um botni og bakið við 200°C í 15 mín- útur. Berið fram með rjóma og ferskri myntu. Þessi kaka er með yndislegu súkkulaðibragði og geymist mjög vel. perusalat fyrir 4 2 perur, afhýddar og skornar í bita 1 stk. sellerístöngull 200 g ferskt spínat ½ dós sýrður rjómi ½ tsk. salt örlítill pipar 30 g gráðaostur Afhýðið og úrkjarnið perur og skerið í bita. Skerið sellerístöngul í bita og blandið saman við peru og spínat. Hrærið saman sýrðan rjóma, salt og pipar og blandið saman við grænmetið og ávextina. Stráið muldum gráðaosti yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.