Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 6
6 TÍSKA Þrátt fyrir að London sé þekkt fyrir að vera ein af tískuborgum heimsins er ekki þar með sagt að allir fari nákvæmlega eftir því sem tískufrömuðir segja. Í borg sem í búa um 8 milljónir íbúa er að sjálf- sögðu mikil fjölbreytni í fatastíl og oft og tíðum leggur fólk ýmislegt á sig til að skera sig úr fjöldan- um en þó má alltaf sjá einhverjar línur sem ná yfir flesta. Ef mannfjöldinn er skoðaður vekja gallabuxur í öll- um stærðum og gerðum sérstaklega athygli og eru greinilega inni. Hvort sem það eru hiphop- gallabuxur sem ná niður fyrir rass, klassískar, eilítið útvíðar gallabuxur eða þá níðþröngar gulrótar- gallabuxur ofan í stígvél eða við háhælaða skó. Það er varla að það sjáist fólk í öðru heldur en gallabux- um. Ef eitthvað annað er þá eru það helst hnésíð víð pils eða klukkupils, til dæmis úr sléttu flaueli í alls konar mynstrum og litum. Sígaunapilsin, sem voru rosa „heit“ í sumar, eru á hraðri leið út en í staðinn eru hnébuxur geysilega vinsælar og má sjá sig alveg í sessi enn þá. Svartur er þó alltaf klass- ískur og má sjá fólk blanda sinnepsgulum, fjólu- bláum, appelsínugulum, bláum, blágrænum, mosagrænum, vínrauðum og gylltu við hann en það eru einmitt litir haustsins og vetrarins 2005–6. Vegna hitans er fólk enn röltandi um á peysunum eða að strákarnir henda yfir sig klassískum jakka- fatajakka og stelpurnar litlum aðskornum jökkum eða vestum en í vetur eiga leðurjakkar og pelsar að taka völdin. Til að toppa útlitið sjást margir karlmenn labba um með „Godfather“ hatta úr grófum efnum eða six- pensara. Konur eru oft líka með þannig höfuðföt eða setja á sig hálsmen með stórum sem smáum kúlum og eru með stórar töskur sem geta tekið alla búslóðina. Bæði kynin eru svo með slæður og trefla í öllum stærðum og gerðum, jafnt mjóa sem breiða, langa eða stutta en helst eitthvað skraut- lega, svona til að setja punktinn yfir i-ið. margar konur í hnébuxum við háhælaða skó, strigaskó eða stígvél. Þægilegur hversdagsfatnaður er mest í tísku og eru þverröndóttir bolir og peysur áberandi hjá báðum kynjunum. Strákarnir eru helst í bolum með alls kyns myndum og slagorðum og konur sjást mikið í hnepptum peysum, stuttum eða mjaðmasíðum sem eru oft teknar saman með breiðum borðum eða þá opnar með rúnuðum köntum. Og þegar þær fara á barina eða klúbbana sést að undir peys- unum eru hlýrabolir með pallíettum eða skraut- legir glimmerbolir. Pinnahælarnir eru að víkja fyrir skóm með aðeins lægri og breiðari hælum eins og frá 1960 og jafnvel skóm með fylltum botnum. Og fyrir karlkynið eru þægilegir sportlegir skór, striga- skór eða jafnvel kúreka- og mótorhjólastígvél helst áberandi. Svart er vetrarliturinn 2005/6 en þar sem hitamæl- arnir sýna enn 15 gráður í London og sumarið því ekki búið þá virðist hann ekki vera farinn að festa GÖTUTÍSKAN Í LONDON 1 2 3 4 5 6 1. Gallabuxur ofan í stígvél er málið og stórir, litríkir treflar. 2. Bolir með myndum og slagorðum ásamt gallabuxum er hið týpíska strákaútlit. Takið eftir skónum, appelsínugulu húf- unni og stóru tösk- unni. 3. Þröngur svartur jakki og svört opin peysa en kryddað með sinnepsgulri tösku. 4. Það er gott að skera sig aðeins úr fjöldan- um og vekja athygli með skemmtilegum stíl. 5. Það eru ekki bara strákarnir sem fara í boli með slagorðum. Og gott er að setja upp hatt til að nýta fylgihluti tískunnar. 6. Afslappaða útlitið er áberandi. Takið eftir hvítu opnu peysunni með borða til að skreyta og mjóa lit- ríka treflinum - smá atriðin setja punktinn yfir i-ið. Umsjón Laila Pétursdóttir MÓDEL GÖTUNNAR Að skera sig úr fjöldanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.