Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 8
8
TÓNLIST
Það var stemning og stuð þegar hljómsveitin Jak-
obínarína spilaði fyrir gesti á sveittum Grand-
rokk-tónleikum á miðvikudagskvöld Airwaves-
hátíðarinnar. Líflegt rokk og frískleg spilagleði
heillaði viðstadda upp úr skónum og margir
halda því fram að þetta hafi verið bestu tónleikar
hátíðinnar. Jakobínarína kom, sá og sigraði og
hefur í kjölfarið fengið afar jákvæða athygli, hér-
lendis sem erlendis. Eftir að hafa unnið Músíktil-
raunir og svo Airwaves sama ár, er erfitt annað
en spyrja sig hvað sé næst á dagskrá hjá drengj-
unum. Framtíðin er að minnsta kosti þeirra.
Þessa dagana er nóg að gerast hjá Jakobínarínu
en fyrir utan að vera á fullu að æfa nýtt efni eru
þeir hlaupandi út um allan bæ að spila á tón-
leikum. Það er erfitt að neita því að þeir séu að
upplifa draum flestra unglinga, því hvað getur
verið svalara en vera í heitustu rokkhljómsveit
landsins og í efsta bekk í gaggó á sama tíma.
Geta drengirnir verið annað en aðalnúmerin í
skólanum? „Það er reyndar kosinn best klæddi
nemandi skólans. Sá aðili er alltaf aðalnúmerið,“
segja þeir en bæta svo við að Sigurður trommari
hafi verið valinn bjartasta vonin í fyrra. „Það eru
miklar vonir bundnar við trommarann okkar í Ás-
landsskóla.“
Jakobínarína fæddist í desember á síðasta ári og
hefur verið mjög hávær frá fæðingu. „Við vorum
eitthvað að stússast og prófa okkur áfram í ein-
hverjum bílskúrsböndum,“ segja þeir um fortíð
bandsins en þeir höfðu prófað ýmsa músík og ým-
is nöfn eins og Lufthansa, Banderaz, Jólasveinn-
inn, Leppalúði og fleiri. Í desember komu þeir á
endanum fram undir nafninu Jakobínarína. Nýj-
asti meðlimurinn er gítarleikarinn Heimir Gestur
Eggertsson en hann kom í bandið, úr hljómsveit-
inni Lödusport, mánuði eftir Músíktilraunirnar.
Hið sérkennilega nafn hljómsveitarinnar er feng-
ið úr sögu sem Hallberg Daði Hallbergsson, hinn
gítarleikarinn, skrifaði í íslenskutíma en í þeirri
sögu kemur fyrir persóna sem heitir Jakobínarína
Freyr. „Okkur fannst þessi saga svo ógeðslega
fyndin. Þannig að fullt nafn hljómsveitarinnar er í
rauninni Jakobínarína Freyr, þ.e.a.s. ef hún væri
einstaklingur.“
Plata næsta sumar
Eftir tónleikana örlagaríku á Airwaves fóru hjólin
að snúast fyrir alvöru hjá bandinu. „Við erum
farnir að fá smákeim af bransanum en bara ljúfan
keim.
Við höfum alla vega ekki lent í verri hliðum
bransans fram til þessa.“ Þeir voru varla búnir að
stíga af sviðinu þegar kallarnir í 12 tónum komu
að máli við þá og buðu þeim samning. „Þetta eru
ótrúlega fínir gaurar þarna hjá 12 tónum, engir
miklir bransagaurar, bara gaurar sem hafa áhuga
á tónlist.“ Samningurinn felur í sér tvær plötur og
mun sú fyrri að öllum líkindum koma út næsta
sumar. „Við ætlum ekkert að flýta okkur með
plötuna, heldur semja lögin þangað til við erum
pottþéttir með þau. Þetta á að vera rosagóð
plata, heilsteypt og flott.“
Fram til þessa hefur ekkert lag frá þeim fengið að
hljóma á öldum ljósvakans en þeir lofa aftur á
móti einu fullkláruðu lagi eftir helgina sem kemst
þá vonandi fljótlega í spilun. Þangað til er hægt
að hlusta og njóta fjögurra laga sem er að finna á
síðu þeirra stráka á myspace.com/jakobinarina og
eru þau hreint út sagt stórkostlegt. Undirritaður
er sérstaklega hrifinn af laginu „His Lyrics are
Disastrous“ sem kemur manni í stuð á mánudags-
morgnum jafnt sem föstudagskvöldum. Einnig er
væntanlegt myndband frá þeim sem þeir unnu
sér inn við sigurinn á Músíktilraunum en það mun
vera við lagið „I gotta date with my television“
sem einnig má nálgast á fyrrnefndri síðu.
Djeikóbænaræna
Á svo ekki að trylla lýðinn líka í útlöndum? „Jújú.
Við förum líklega til Noregs í febrúar og spilum
þar á festivali.“ Þeir eru að tala um festivalið
By:Larm en þangað hafa íslensku böndin Gho-
stigital, Tenderfoot og Jan Mayen áður heimsótt.
„Svo förum við að öllum líkindum til Texas á
Southbysouthwest-festivalið í mars á næsta ári.
Það verður örugglega rosa gaman.“ Þeir eru nú
þegar búnir að krækja sér í metnaðarfullan vel-
unnara í Bandaríkjunum. „Við erum komin með
hálfgerðan umboðsmann þar. Hann ætlar að
koma einhverju smá „buzz“ í kringum tónleikana
okkar í Texas.“ Jakobínarína hefur líka eignast
annan áhrifaríkan aðdáanda frá Ameríku en
hann heitir David Fricke og er einn af ritstjórum
tónlistartímaritsins Rolling Stone og er auk þess
einn mikilvægasti tónlistargagnrýnandi heimsins í
dag. Hann var einn þeirra sem heilluðust upp úr
skónum yfir spilamennsku strákanna á Grandrokk
og ætlar hann að birta grein um þá sem á eftir að
prýða einhverja síðuna í tímaritinu Rolling Stone.
Hvernig gengur útlendingum að bera fram nafn
bandsins? „Bara vel. David Fricke sagði við okkur
(með bandarískum hreim), „great name guys.
Djeikóbænaræna, I like it.“ Þeir leggja áherslu á
að nafnið leiki við tunguna. „Giorgio, ítalskur
umboðsmaður sem var þarna líka, hann sagði að
nafnið væri mjög ítalskt út af í-unum í því. Það
hefði þess vegna svona latino-blæ yfir sér. Þannig
að nafnið virðist höfðar til margra.“
Jakobínarína mun svo spila fyrir háskólanema og
fleiri áhugasama í Stúdentakjallaranum í kvöld,
3. nóvember.
JAKOBÍNARÍNA
Á SÍÐUM ROLLING STONE
Texti
Þormóður Dagsson
Mynd
Árni Torfason
Fullt nafn hljómsveitarinnar er í rauninni
Jakobínarína Freyr