Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 12
12 VIÐTALIÐ Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander Ergis Magnússon hefur komið víða við þrátt fyrir að vera ekki svo gamall. Ungur flæktist hann í tísku- heiminn sem hárgreiðslumaður og endaði í París þar sem hann vann fyrir tískuhús á borð við Yves Saint Laurent og með fyrirsætunni Lindu Evangel- istu. Hann sagði þó skilið við þann bransann og settist á skólabekk í Parsons í París en flakkaði til New York með náminu. Með BFA gráðu í myndlist snéri hann sér að heimildarmyndagerð. Helsti sam- starfsmaður hans undanfarin ár er Sigurjón Sig- hvatsson, aðalframleiðandi Gargandi snilldar, heimildarmynd Ara Alexander um tónlist á Íslandi. Gargandi snilld var tilnefnd til Eddunnar fyrr í vik- unni og í dag heldur Ari Alexander til Los Angeles til að taka þátt í kvikmyndahátíð American Film Institute þar sem hann var sérstaklega valinn í hóp átta ungra áhugaverðra kvikmyndaleikstjóra í Evr- ópu. Það er greinilegt að Ari Alexander er með marg- vísleg verkefni upp á borðinu en hann vill ekki gefa allt upp. Sum verkefni eru komin í vinnslu en önnur ekki. Vinnan við kvikmyndagerð er langt ferli og fjármögnun er erfið. Vinnan við Gargandi snilld hófst sumarið 2003 þegar Ari hitti Sigurjón Sig- hvatsson í fyrsta skipti í opnun hjá listamanninum Matthew Barney. „Hann hafði séð einhverjar myndir eftir mig og fékk þá flugu í höfuðið að ég væri rétti maðurinn til að gera þessa mynd. Hann átti hugmyndina að því að gera mynd um popp- tónlist og ég hafði áhuga á þessum spurningum; hver erum við, hvert erum við að fara og hvaðan komum við.“ Gargandi snilld hefur verið vel tekið og er vinsæl á erlendum kvikmyndahátíðum. „Ég reyni að fylgja henni eftir á þessum hátíðum. Ég er að fara til Los Angeles núna þar sem ég tek þátt í prógrammi sem heitir „New Faces of Euro- pean Cinema“ þar sem yngstu kynslóðinni af kvik- myndagerðarmönnum í Evrópu eru gerð mjög góð skil. Það er mikill heiður og mjög gaman að taka þátt í því. Eftir það fer ég til Amsterdam, á einu stærstu heimildarmynda-kvikmyndahátíð í heim- inum. Þegar maður kemst inn á svona stórar hátíðir þá er maður kominn hátt upp fjallið og byggir upp tengslanet sem er mjög mikilvægt fyrir framtíðina. Þetta snýst líka um að hitta dreifingaraðila, fram- leiðendur og blaðamenn.“ Þú er semsagt að fara til Los Angeles til að sigra Hollywood? „Vinir mínir hlæja að mér og segja að ég sé á leið- inni til Hollywood,“ segir Ari og hlær sjálfur. „Ég geri mér engar væntingar. Ég er að afmeyjast í þessum heimi og mynda mér skoðanir. Þetta er bæði spennandi og mjög skemmtilegt.“ Gargandi snilld „Við byrjuðum strax að vinna myndina. Það var sjálfgefið að Þór Eldon, mikill vinur minn, væri tón- listarstjóri myndarinnar sem þróaðist út í að vera aðstoðarleikstjóri. Björk var þá að fara að halda tónleika í New York sem voru lokatónleikar hennar á heimstúr. Mér fannst lykilatriði að Björk og Sigur Rós væru með. Það væri ekki hægt að gera mynd um íslenska popptónlist án þeirra. Tökur á Gargandi snilld stóðu í eitt og hálft ár og yfir 250 klukkutímar af efni voru myndaðir. „Ég ARI ALEXANDER Í BORG ENG GARGANDI SNILLD TIL HOLLYWOOD Texti Hanna Björk Myndir Silja Magg Ég er að afmeyjast í þessum heimi og mynda mér skoðanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.