Tíminn - 23.03.1971, Side 8

Tíminn - 23.03.1971, Side 8
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. marz 1971 TIMINN THOMAS DUKE: NINETTE 43 unsólin kastaði seislum sínum inn ytfir rúmið, og var sem Maríus sæti ’parna í rúminu í ein- hverjum óraunveruiegum bjarma. Yfirvaraskeggið var ekki lengur með hinn skæra, rauða lit, nú var það dautt og dofið. Það var eins og að hann væri allur að leysast upp. — Svona, nú skaltu leggja þig út af, sagði Hardy um leið og hann lagaði koddana og lét hann falla hægt aftur á bak. Mardíus horfði á hann með þakfclæti í augum, um leið og hann greip hin fimm spil, sem enn lágu ofan á teppinu. Hann hélt þeim ofur lítið frá sér og skoðaði þau nákvæmléga ennþá einu sinni. —• Hver f jandinn gengur að ykk ur ætlið þið ekki að spila meira? Larsen skipstjóri horfði hneyksl- aður á þá. — Ég verð þó að minnsta kosti að fá eitthvert smá- tækifæri til þess að ná hefndum, sagði hann æstur. — Haltu kjafti sagði Hardy og hcngdi spjaldið á sinn stáð. Larsen skipstjóri reis upp til hálfs. Hann var ekki alveg viss um að hann hefði heyrt rétt. Svo leit hann til Maríusar dálítið vandræðalega. Ilann á með opin augun og hreyfði varirnar eins o.g hann væri að tala við sjálfan sig. Það leið skuggi yfir andlitið. hann sneri sér að Hardy. — Hvað var það, vinur minn, spurði Hardy og laut niður að honum til að heyra betur. — Þrátt fyrir allt fékk ég aldrei að sigla fyrir konunginn, stundi hann upp, - en, andlitið upp- ijómaðist, — ég fékk „stright flush“ í spaða. Hann lyftist í rúminu, líkaminn spenntist eins og stálfjöður sem snöggvast. En svo féll hann nið- ur í rúmið aftur, án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér. Það fór svo lítið fyrir þessu, að hvorki Hardy né Larsen gátu átt- að sig í fljótu bragði á því, sem gerzt hafði. Sólargeislinn féll á andlitið, svo sigurhrósið í dráttun um við munninn kom greinilega í ljós. í hægri hendinni héll hann enn á hinum fimm spaðaspilum. Hardy gekk hægt út að glugg- anum og dró gluggatjöldin fyrir. Síðan tók hann spilin gætilega úr hendi hins liðna manns. Larsen skipstjóri vissi ekki, hverju hann átti að trúa. Hann starði á and- litið á Maríusi, svo kipptist hann til og fór að sjúga þumalfingur- inn ákaflega. Svo féll hann alveg saman. — Bara að ég hefði vitað það, kjökraði hann. Hann kastaði sér á hné við hliðina á rúminu, og hinn sveri líkami skalf. — Þetta var ekki mér að kenna, kveinaði hann og ryikkti í rúmið. Hardy laut niður að hinum látna og dró lakið yfir andlit hans. Síð- an leit hann til Larsens þar sem hann kraup við rúmið, ræskti sig og sagði: — Reyndu að brölta á fætur, þitt eigingjarna svín, um leið og hann teygði sig í bjölluna. Larsen reis á fætur og vissi auðsjáanlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Svo þurrkaði hann sér í framan með jakkaerminni. og læðupokaðist út um dyrnar. Hin aldna hújrkunarkona kom að vörum 9pori. — Herrarnir eru komnir fram- yfir tímann, sagði hún þurrlega. Hún gekk að rúminu og dró lak- ið af andliti Maríusar, um leið og hún tók á slagæðinni. — Við áttum ekki von á þessu fyrr en í kvöld. Með snöggu handtaki dró hún. lakið aftur yfir andlit Maríusar. og hvarf út um dyrnar. Hardy gekk að afturgaíli rúms- ins og sagði upphátt: — Vertu sæll. gamli drengur. Þetta var sagt í anda Maríusar. Hann hataði allan tilfinninga- þvætting. Uti á ganginum beið Larsen skipstjóri. Án þess að segja nokkurt aukatekið orð, gengu þeir hlið við hlið niður stigann. Við útidyrnar stóð dyra- vörðurinn, og horfði með opinn munninn á Larsen sem auðmjúk- ur gekk á eftir Hardy. Gat þetta virkilega verið sami maðurinn og brjálæðingurinn, sem gengið hafði inn á sjúkrahúsið fyrir klukku- stund síðan? Þegar þeir voru komnir niður í Allées de la Liberté, stönzuðu þeir báðir eins og af innri inn- blæstri. — Ég geng upp á Weleome Bar til að segja Sally fréttirnar, sagði Hardy. Larsen rétti úr sér, það var eins og hann væri að komast í sinn gamla ham aftur, en forð- aðist þó a ð horfa frampn í Hardy. Hann hálf skammaðist sín víst fyrir að hafa farið að skæla uppi á sjúkrahúsinu. — Samþykkt. Þú getur slegið þér út í dag, Skilaðu kveðju 'til Sallyar, og segðu henni að tvö- þúsund fránkana fái hún á morg- un. Hardy stóð kyrr og horfði á mann valhoppa hægt eftir upp- fyllingunni. Nú, þegar Maríus var allur, mundi einmannakenndin sækja enn meira á hann. Þeir höfðu haft sinn eigin, skemmti- lega hátt á því að umgangast hvor annan. Jæja, það var bezt að ljúka þessu af, þótt ekki væri það skemmtilegt. En mundi nú ekki Sally hafa haft einhverja óljósa hugmynd um það hvert stefndi með Marius? Á Allées de la Liberté var urm- ull af fólki. sjómenn. skemmtiferða menn og einstaka innfæddur Frakki. Það var masað, hlegið og daðrað. Það var glampandi sól- :' in svo veðurs vegna gátu menn notið lífsins fullum fetum. að var vissulega talsvert öndvert að flytja alla þessa lífsgléði. Skyldi Nin- ette vera hér einhvers staðar á ferðinni? Hann gekk hægt og hikandi aþð, sem eftir var leiðar- innar, og gægist inn um gluggan áður en hann gekk inn. Jú, þarna var Ninette á tali við nokkra sjó- menn. Hann gekk inn án þess að yrða á nokkurn mann, og settist við sama borð og Maríus sat við þegar liann veiktist. Sally sá hann strax og gekk til hans. Andlitið var alveg svipbrigðalaust er hún mætti augnaráði hans, um leið og hún settist á móti honum við borðið. — Þú þarft ekkert að segja, mon ami. Það var hringt til mín úr sjúkrahúsinu fyrir lítilli stundu. Ég var h.já honum í nótt. Honum var sjálfum ljóst hvern enda þetta mundi hafa. Núna langar mig ekki til að sjá hann, ég vil minnast hans eins og ég sá hann í nótt. Sally horfði annars hugar yfir höfnina. Augu hennar stönz- uðu við ,,Thermopylai“ meðal hinna mörgu snekkja. Nú var eins og rödd hennar kæmi langt að: — Það gladdi mig sérhvert sinn, sem hann kom hér inn á kvöldin. Hann þarfnaðist ást- úðar, átti enga aðstandendur, og var svo þakklátur fyrir hvað lítið sem var. Hann bauðst til þess að | giftast mér, en það hefði aldrei j orðið t.il hamingju. Sjómenn eiga [ ekki að binda sig. Hann gladlist eins og barn, þó ekki væri nema sandkaka sem ég rétti honum. Hún þagnaði, en tók svo aftur til j máls, daufri röddu: — í nótt, þegar hann hafði 1 fengið sprautu fékk ég að sitja hjá honum. Hann lá í leiðslu, og I ég hélt í hönd hans. Undir morg- ! uninn brá hann blundi. Hann 1 fann að endalokin voru skammt I undan. Hann sárbændi mig um að er þriSjudagur 23. marz Tungl í hásuðri kl. 10.37 Árdegisháflæði í Rvík kl. 03,34 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspítalan- lun er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasgðra. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog sími Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndar stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18, Gengið inn frá Bar- ónsstíg. yfir brúna. Kvöld- og helgarvörzlu apóteka i Reykjavík vikuna 20.—26. marz annast Reykjavíkurapótek og Borgar-apótek. Næturvarzla er að Stórholti 1 Næturvörzlu í Keflavík 23. marz annast Kjartan Ólafsson. SIGLINGAR Skipaútgerð rikisins: Hekla er á Vestfjarðahöfnum á suðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21.00 í kvöld, til Reykjavíkur. Herðubreið er í Reykjavík. Skipadeild S.f.S.: Arnarfell fer væntanlega í dag frá Huil til Reykjavíkur. Jökulfell er væntanlegt til New Bedíord á tnorgun. Dísarfell er væntanlegt til Ventspiis í dag. Fer þaðan til Gdynia og Svendborgar. Litlafell fór í gær frá Faxaflóa til Akur- eyrar. Helgafell fór"20. þ. m. frá Setubal til Fáskrúðsfjarðar. Stapa- fell er í olíuflutningum á Faxa- flóa. Mælifell kemur til Gufuness í dag. Freyfaxi er á Akureyri. Sixt- us er í Þorlákshöfn. Birthe Dania fór væntanlega í gær frá Liibeck til Svendborgar. FÉLAGSLlF Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. A morgun, miðvikudag, verður op- ið hús frá kl. 1,30 til 5,30 e. h. Dagskrá: Spilað, teflt, lesið, bóka- útlán, upplýsingaþjónusta, kaffi- veitingar og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ Þriðjudaginn 23. marz hefst handa- vinna og föndur kl. 2 e.h Miðviku daginn 24. marz verður opið hús og meðal annars mup hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leika fyrir dansi. Óháði söfnuðurinn. Félagsvist vérður sþiluð næstkom- andi fimmtudagskvöld kl. 8,30 (25. marz), í Kirkjubæ. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. — Kirkjukórinn. Ferðafélagsferðir. Páskaferðir: 2 Þórsmerkurferðir, 5 daga og 3 daga Hagavatnsferð (ef fært verður). Ferðafélag íslands SÖFN OG SÝNINGAR Is.enzka dýrasafnið er opið alla daga frá kl 1 tL' 6 1 Brpiðfirðin°abúð ORÐSENDING Minn ingarspjöld Flugbjörgunar- sveitarinnar eru sela á eftir.töldum stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar, Minningabúðinni, Laugavegi 56; Sigurði Þorsteinssyni, sími 32060; Sigurði Waage, sími 34527; Magnúsi Þórarinssyni, sími 37407; Stefáni Bjarnasyni, sími 37392. Minningarspjtjld tii styrktar heyrn ardaufum börnum fást ð eftirtöld um stöðum; Domuj M?dica Verzl Egili Jaeobseu, Hárareið lustoÞ irbE.jar H ;vrnleysingiaskólanum. Hevrnarhiálp Ineólfsstrætl 16 Minningarspjöld Geðverndar- félags íslands eru afgreidd á eftirtöldum stöðum: Verzlun Magnúsar Benjaminsson- ar Veltusundi 3, Mai-kaðinum Hafn arstræti 11 og Laugaveg 3. Minn- ingabúðinni Laugavegi 56. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást í Bókabúð Æskunnar, Bóka- verzlun Snæbjarnar, verzi. Hlin, Skólavörðustíg 18, Minningabúð. inni, Laugavegi 56, ve- > biómið, Rofabæ 7 og skriístofu fé- lagsins, Laugavegi 11, sími 15941. Frá Gcðvernd. M U N I Ð frímerkjasöfnun Geð- verndar — Pósthólf 1308 11100. Sjúkrabifreið í IlafnarfircTi sími 51336. Almennar npplýsingar um lækna- þjónuslu í borginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavík ur, sími 18888. Fæðingarheimilið í Kópavogi, HUðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er i Heilsuverndar- stöðinni, þar sem Slysavarðstoí- an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími 22411. Kópavogs Apótek er opið virka daga kl. 9—19, Laugardaga k’. 9 —14, helgidaga kl. 13—15. Keflavíkur Apótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—14, helgidaga kl. 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka dagc frá kl. 9—7, á laugar- dögum kl. 9—2 og á sunnudög- utn og öðrum helgidögum er op- ’ð frá kl. 2—4. — Komdu, Childs! Hlauptu! þeim við efnið. — Fljótir í Haldið — Er allt í lagi með þig, Childs? — Já, en við vcrðum að ganga frá þeini öllum, ef þetta á ekki að komast upp.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.