Fréttablaðið - 10.08.2002, Page 1
Júlli og kínverski
draumurinn
bls. 14
ELDSVOÐI
Bjargaði
listmunum
bls. 6
LAUGARDAGUR
bls. 22
145. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 10. ágúst 2002
Tónlist 12
Leikhús 14
Myndlist 14
Skemmtanir 14
Bíó 12
Íþróttir 10
Sjónvarp 18
Útvarp 19
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
Hinsegin dagar
GAY PRIDE-GANGA Það verður mikið
líf í miðbænum í dag í tilefni
Hinsegin daga. Fjörið hefst með
Gay Pride göng-
unni. Safnast
verður saman
við Hlemm
klukkan 14.00
en gangan legg-
ur af stað
klukkustund
síðar, klukkan
15.00. Gengið verður frá Hlemmi
og sem leið liggur niður Laugaveg
og í Kvosina. Fjölbreytt skemmti-
dagskrá verður síðan langt fram
eftir nóttu víðs vegar um borgina.
Nóg að gera
í boltanum
FÓTBOLTI ÍBV og Grindavík mætast
í Símadeild karla í dag klukkan
14.00. Á sama tíma mætast
Þór/KA/KS og Grindavík á Akureyr-
arvelli í Símadeild kvenna. Fjórir
leikir fara fram í 1. deild karla. Val-
ur og Víkingur eigast við að Hlíðar-
enda, Stjarnan og Þróttur í Garða-
bæ, Sindri mætir Leiftri/Dalvík á
Sindravöllum og Afturelding fær
Breiðablik í heimsókn. Allir leikirn-
ir hefjast klukkan 20.00.
Fjölbreytt dagskrá
í Árbæjarsafni
ÁRBÆJARSAFN Fjölbreytt dagskrá
alla helgina fyrir unga sem aldna.
Tónleikar í dag klukkan 14, mjólku-
dagur á morgun. Þá verður messa í
gömlu safnkirkjunni og síðan sjón-
leikurinn Spekúlerað á stórum
skala, en þar býður Þorlákur Ó.
Johnson gestum upp á skemmtidag-
skrá og varpar ljósi á lífið í Reykja-
vík á 19. öld.
AFMÆLI
Æfir bogfimi
og rær kanó
MYNDLIST
Stefnumót
og Yfirgrip
SÍÐA 12
Sátt við
sætið
ÍÞRÓTTIR
KVIKMYNDIR
SÍÐA 10
SPRON „Við höfum aldrei verið í
slag um SPRON og því ekki rétt að
tala um að einhver hafi sigrað eða
tapað. Það má kannski helst segja
að stofnfjáreigendur hafi sigrað.
Niðurstaðan er sú sem við vildum,
stofnfjáreigendur fá nú sann-
gjarnt verð,“ segir Pétur Blöndal.
Hann ásamt fjórum öðrum eig-
endum stofnfjár í SPRON, hafði
forgöngu um að kaupa allt stofnfé
sjóðsins með fulltingi Búnaðar-
bankans. Fimmmenningarnir
segja að gangi það eftir að Starfs-
mannasjóður SPRON bjóði öllum
stofnfjáreigendum að kaupa
stofnfé á genginu 5,5 sé tilgangi
þeirra náð. Fyrir þeim hafi aldrei
vakað annað en að tryggja öllum
stofnfjáreigendum í SPRON sem
þess óski, sanngjarnt end-
urgjald fyrir stofnfé sitt.
„Við drögum van-
trauststillögu á stjórn
SPRON til baka þar sem
stjórnin hefur breytt um
afstöðu. Þá mælum við
með því að stofnfjáreig-
endur samþykki á fundin-
um á mánudag, fyrirliggj-
andi tillögu um breytingu
á samþykktum, í því skyni
að afnema ákvæðið um
hámarkseign eins aðila á
stofnfé,“ segir Pétur Blön-
dal.
Fimmmenningarnir eru því
hættir við í bili en segjast munu
vekja upp á ný tilboð Búnaðar-
bankans ef tilboð Starfsmanna-
sjóðsins gangi ekki eftir,
einhverra hluta vegna.
Stjórn SPRON áréttar
í yfirlýsingu í gær af-
stöðu sína til viðskipta
með stofnfé. Hún leggist
ekki gegn þeim að
fengnu samþykki Fjár-
málaeftirlitsins. Í yfir-
lýsingunni segir að fram
séu komnar hugmyndir
um viðskipti með stofnfé
sem jafnframt sé ætlað
að tryggja vöxt og við-
gang SPRON og áfram-
haldandi þjónustu hans
sem sjálfstæðs sparisjóðs. Nú sé
kominn grundvöllur til að ná þeim
markmiðum.
the@frettabladid.is
Átökunum um
SPRON lokið í bili
Fimmmenningar draga vantrauststillögu á stjórn til baka. Sigur stofn-
fjáreigenda segir Pétur Blöndal, fá nú sanngjarnt verð fyrir hlut sinn.
LÖGREGLUMÁL „Mér finnst undar-
legt hvernig fjórtán kör af þorski
geta horfið sporlaust. Ég hef trú á
því að þau séu einhver staðar
nærri,“ segir Daði Þorkelsson,
lögreglumaður í Bolungarvík, um
hvarf fyrrgreindra kara. Eigandi
aflans hafði landað honum í Bol-
ungarvík í byrjun síðasta mánað-
ar og hann vigtaður á hafnarvog.
Að því búnu hélt eigandinn á brott
í þeirri trú að væntanlegur kaup-
andi myndi sækja hann innan tíð-
ar. Þegar greiðsla fyrir aflann
barst síðan ekki fór eigandi að
spyrjast fyrir. Kemur í ljós að
væntanlegur kaupandi segist
aldrei hafa fengið aflann. Því hef-
ur eigandinn kært hann fyrir
þjófnað.
Daði segir söluandvirði aflans
vera 650 þúsund krónur. Hann
teljir líklegt að um mistök eða
misskilning í söluferlinu sé að
ræða. Málið sé enn óupplýst en
vonir standi til að það leysist fljót-
lega.
Bolungarvík:
Fjórtán kör af þorski horfin
LÖGREGLURANNSÓKN HAFIN Óljóst er hver upptök eldsins í kjallara Fákafens 9 voru. Tæknideild lögreglunnar hóf rannsókn sína
í gær og er gert ráð fyrir að hún geti tekið nokkra daga.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 39
ára á virkum dögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
mars 2002
21,6%
D
V
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæð-
inu á virkum
dögum?
51,7%
61,9%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
BONNER
Robert Bonner, yfirmaður tollayfirvalda í
Bandaríkjunum, sagðist aldrei áður hafa
séð jafn stórt samsæri foreldra í einu máli.
Barnaklámhringur
upprættur:
Foreldrar
misnotuðu
börnin sín
WASHINGTON,AP Tuttugu meðlimir í
alþjóðlegum barnaklámhring, þar
af tveir Danir, hafa verið handtekn-
ir í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í
klámhringnum voru meðal annars
foreldrar sem misnotuðu börn sín
kynferðislega og sendu nektar-
myndir af þeim á Netið.
Auk Dananna tveggja hafa tíu
Bandaríkjamenn og átta aðrir Evr-
ópubúar hafa einnig verið hand-
teknir. Einn Bandaríkjamannanna
hefur þegar játað sekt sína. Hefur
hann verið dæmdur í 20 ára fang-
elsi. Annar landi hans framdi
sjálfsvíg skömmu eftir handtök-
una.
45 börn, þar á meðal 37 í Banda-
ríkjunum, á aldrinum tveggja til
fjórtán ára, voru misnotuð af með-
limum klámhringsins. Hafa þau
verið færð í hendur ábyrgra skyld-
menna. 80% barnanna voru misnot-
uð af sínum eigin foreldrum.
Rannsóknin hófst í nóvember á
síðasta ári þegar danska lögreglan
óskaði eftir aðstoð tollgæslunnar
vegna barnaklámhrings. Teygði sú
rannsókn anga sína víðsvegar um
heiminn.
PÉTUR BLÖNDAL
Hættir við í bili. Vor-
um ekki í slag um
Spron.
REYKJAVÍK Breytileg átt, 3-5
m/s. Skýjað með köflum og
smáskúrir. Hiti 9 til 14 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-5 Skýjað 9
Akureyri 1-3 Hálfskýjað 10
Egilsstaðir 1-3 Hálfskýjað 10
Vestmannaeyjar 1-3 Hálfskýjað 12
+
+
+
+
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜
➜
➜
SELJANDI KÆRIR KAUPANDA
Undarlegt að kör hverfi segir lögreglan.