Fréttablaðið - 10.08.2002, Síða 2
Hæstiréttur staðfesti í gærgæsluvaðhaldsúrskurð hér-
aðsdóms yfir fimmtugum karl-
manni. Maðurinn situr því í
gæsluvarðhaldi til 14.ágúst.
Hann réðist ásamt tveimur son-
um sínum á ungan mann í Vest-
urbæ Reykjavíkur í fyrri viku
og veittu honum alvarlega
áverka. Synirnir sitja einnig í
gæsluvarðhaldi.
Dómsmálaráðuneytið sagði íbréfitil Flugleiða að mjög
mikilvægt væri að hindra komu
mótmælenda úr Falun Gong
hreyfingunni hingað til lands
meðan á heimsókn Kínaforseta
stæði. RÚV greindi frá. Ráðu-
neytið sagði að þannig væri
hægt að spara umstang við að
synja fólki um landgöngu og að
senda það aftur til síns heima.
Svartur listi fylgdi bréfinu og
átti lögregla að nota hann þegar
fólkið kæmi til landsins. Flug-
leiðir fengu listann líka í hend-
ur, ásamt tilmælum um að þeim
sem á honum væru, yrði synjað
um flugfar hingað. Flugleiðir
fóru að vilja stjórnvalda.
Allsherjarnefnd Alþingisþingaði í gær og ræddi um
heimsókn Kínaforseta og Falun
Gong. Á fundinn komu fulltrúar
lögreglu og fleiri. Skiptar skoð-
anir eru um framgöngu stjórn-
valda, minnihlutinn telur þau
hafa gengið of langt í að vernda
Kínaforseta fyrir mótmælum.
Formaður Allsherjarnefndar
telur að stjórnvöldum beri
skylda til að vernda líf og limi
erlendra þjóðhöfðingja sem
hingað koma en líka virða
mannréttindi.
Bruni í Skeifunni:
Kveikt í á
tveimur
stöðum
LÖGREGLUMÁL Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins var kallað út í
tvígang í fyrrinótt vegna bruna á
tveimur stöðum í Skeifunni.
Stundarfjórðungur leið á milli út-
kalla. Talið er að um íkveikjur
hafi verið að ræða.
Í fyrra skiptið var um að ræða
eld á bak við verslunina Everest
við Skeifuna. Þar logaði í vöru-
brettum og pappa. Ekki var um að
ræða samliggjandi eld heldur
hafði verið kveikt í á tveimur
stöðum. Þegar slökkvistarfi var
lokið barst annað útkall. Um var
að ræða eld í rusli við suðurgafl
hússins að Faxafeni 12. Brást
slökkviliðið fljótt við þar sem
stutt var á milli staða. Minnstu
munaði að illa færi því eldurinn
hafði náð að festa sig í gluggaum-
búðir en mikill eldsmaður var fyr-
ir innan.
Þeir sem voru að verki hafa
ekki enn fundist. Leikur grunur á
að sömu menn hafi verið að verki
í báðum tilfellum.
2 10. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
INNLENT
WASHINGTON,AP Sharif Ali, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Írak, segir
að Saddam Hussein, forseti lands-
ins, hafi engan stuðning á bak við
sig heima fyrir. Ali er staddur í
Washington þar sem hann mun
funda með bandarískum ráða-
mönnum um málefni Bandaríkj-
anna og Íraks. Ali segir að Íraks-
her verði fljótur að gefast upp
ráðist Bandaríkjamenn á landið.
Samkvæmt skoðanakönnun
C B S - s j ó n v a r p s s t ö ð v a r i n n a r
styðja tveir þriðju hlutar Banda-
ríkjamanna hernaðaraðgerðir
gegn Írak. Vilja þeir samt sem
áður að Bush, Bandaríkjaforseti,
fái samþykki þingsins og banda-
manna sinna áður en til árásar
kæmi.
Bandaríkjamenn telja að
Saddam Hussein sé að þróa gjör-
eyðingarvopn. Lengi hefur verið á
stefnuskrá landsins að steypa hon-
um af stóli. Hafa vangaveltur um
árásir Bandaríkjamanna á Írak
verið háværar upp á síðkastið.
Leiðtogi írösku stjórnarandstöðunnar:
Saddam hefur engan
stuðning heima fyrir
EINSTAKLINGSÞJÓNUSTA „Þetta var
allt í gamni gert og tilgangurinn
að sjá hverjar viðtökurnar yrðu,“
segir ungur reykvíkingur sem í
fyrrakvöld opnaði vefsíðu á slóð-
inni horuhus.com.
Til að byrja með áttu starfs-
menn að vera fáir en þeir áttu að
geta sinnt flestum þörfum við-
skiptavina. Sex stúlkur og einn
ungur maður áttu að þjóna. Upp-
lýsingar um greiðslufyrirkomu-
lag og hvernig hlutirnir gengju
fyrir sig áttu að fást með því að
senda póst á tilgreint netfang. Þá
var ennfremur hægt að sækja um
starf hjá fyrirtækinu, hálft eða
hlutastarf. Síðan var sett upp
klukkan níu í fyrrakvöld en lokað
tæpum sólarhring síðar síðar.
Engu að síður sóttu tólf um starf
og níu karlmenn óskuðu eftir
þjónustu.
„Athygli okkar var vakin á
þessu og við erum að skoða málið,“
segir Hörður Jóhannesson, yfir-
lögregluþjónn í Reykjavík.
Óvíst er hvort og þá hver eftir-
mál þessa gráa gamans verða fyr-
ir vefsmiðinn unga.
Hóruhús á Netinu vakti mikil viðbrögð:
Allt í gamni gert
segir vefsmiðurinn
Michael Bloomberg, borgar-stjóri í New York, ætlar að
leggja til að reykingar á börum og
á veitingastöðum í borginni verði
bannaðar. Málið verður lagt fyrir
borgarráð í næstu viku. Verði til-
laga borgarstjórans samþykkt
þurfa þeir 13 þúsund staðir þar
sem enn er leyfilegt að reykja að
breyta umgengnisreglum sínum.
Hingað til hafa reykingar aðeins
verið bannaðar á stöðum sem hafa
færri en 35 sæti.
Að minnsta kosti 19 manns létulífið í Rússlandi í gær í einum
verstu flóðum sem gengið hafa yfir
Evrópu undanfarna áratugi. Tugir
þorpsbúa þurftu að klifra upp á
húsþök sín er þeir biðu eftir aðstoð
björgunarmanna.
UMHVERFISMÁL „Mér líst ekki vel á
hugmyndir um skipakirkjugarð,
tel þetta sístu leiðina sem fara á
við förgun úreltra skipa. Ísland
hefur verið í fararbroddi varðandi
varnir gegn meng-
un sjávar. Það er
mikið hagsmuna-
mál fyrir okkur að
við verndum þá
ímynd. Við verðum
því að skoða allar
aðrar leiðir,“ segir
Siv Friðleifsdóttir,
u m h v e r f i s r á ð -
herra.
Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
fyrsti þingmaður Vestfjarða, vill
að heimilt verði að sökkva ónýtum
skipum í sæ, á sérstökum svæðum,
til ársloka 2004. Hann ætlar í haust
að leggja fram á Alþingi frumvarp
þess efnis. Einar segir þessi skip
vera mikið vandamál í höfnum
landsins.
Samkvæmt athugun sem gerð
var í lok ársins 2000 kom í ljós að
158 verkefnalaus skip lágu í höfn-
um landsins. Talið var að í þessum
skipum væru um
70 þúsund tonn af
járni
„Þetta er mik-
ið áhugamál
sveitarstjórnar-
manna og hafnar-
stjóra. Það eru
fjölmörg verk-
efnalaus skip í
höfnum landsins
og þau taka upp
dýrmætt legu-
pláss. Skipin eru
sem betur fer
ekki öll í reiði-
leysi en mörg eru það því miður,“
segir Einar.
Svokallaður OSPAR-samning-
ur, um verndun Norðaustur-Atl-
antshafsins, heimilar varp skipa í
hafið til ársloka 2004 en Alþingi
felldi þá heimild brott við stað-
festingu samningsins.
„Ef af yrði, þyrfti að fjarlægja
öll mengandi efni úr skipunum og
velja staðsetningu með tilliti til
þess að ekki stafi hætta af flök-
unum,“ segir Einar Guðfinnsson.
„Meginreglan er sú að menn
bera almennt ábyrgð á eigum sín-
um. Það þýðir ekki að binda skip-
in við bryggju og varpa ábyrgð-
inni yfir á aðra. Stærsta vanda-
málið við úreldingu þessara
skipa er kostnaður, sérstaklega
þegar menn finna ekki eigendur
að skipunum. Það eru betri lausn-
ir en að sökkva þeim og ég tel
rétt að Umhverfisstofnun, sem
tekur til starfa um áramót, í sam-
ráði við sveitarfélög og hags-
munaaðila, geri tillögu að lausn
og áætlun um kostnað,“ segir Siv
Friðleifsdóttir.
Hugnast ekki
skipakirkjugarður
Umhverfisráðherra vill ekki sökkva skipum í hafið. Þingmaður
Vestfjarða leggur það til á þingi í haust.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Afkoma er 21 sinnu betri í ár en á sama
tíma í fyrra.
Búnaðarbanki Íslands hf:
1.261 millj-
ón króna
hagnaður
AFKOMA Hagnaður Búnaðarbanka
Íslands hf. fyrri hluta ársins 2002
var 1529 milljónir króna fyrir
skatta en 1261 milljón að teknu til-
liti til reiknaðra skatta. Á sama
tímabili á síðasta ári var hagnað-
urinn 57 milljónir að teknu tilliti
til skatta. Hagnaður er því rúm-
lega 2000% betri í ár en í fyrra.
Hreinar vaxtatekjur námu
3.145 milljónum til samanburðar
við 2.797 milljónir á fyrri árs-
helmingi síðastliðins árs.
Arðsemi eiginfjár var 25,3%
fyrir skatta en 20,6% eftir reikn-
aða skatta.
Starfsemi Búnaðarbankans í
Lúxemborg hefur farið vel af stað
á árinu og eru rekstrartekjur og
afkoma yfir áætlun. Á miðju síð-
asta ári tók bankinn alfarið yfir
rekstur Lýsingar hf. en fyrir átti
bankinn 40% hlut í félaginu.
Rekstur Lýsingar hefur gengið
mjög vel það sem af er ári og var
hagnaður 183 milljónir fyrir skat-
ta, fyrstu sex mánuði ársins.
Eigið fé bankans er nú um 13,7
milljarðar og útgáfa víkjandi lána
um 5,5 milljarðar. Eiginfjárhlut-
fall er 10,2%.
Hornstrandir:
Ólöglegt net
LÖGREGLA Lögreglan á Ísafirði fór í
eftirlitsferð með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar um Hornstrandir í gær.
Lagt var hald á eitt ólöglegt net í
friðlandinu á Hornströndum. Netið
var með ólöglega möskvastærð,
ómerkt og ekki landfast. Lögregl-
an gerir þetta árlega og er þá að
kanna hvort netalagnir séu sam-
kvæmt gildandi lögum og reglu-
gerðum.
Einnig voru gerðar athuga-
semdir við vélknúin ökutæki, en
akstur er óheimill í friðlandinu.
Náttúruvernd ríkisins getur þó
veitt leyfi fyrir því að sumardval-
argestir í friðlandinu noti t.d. fjór-
hjól og dráttarvélar við sérstakar
aðstæður.
Á BLAÐAMANNAFUNDI
Sharif Ali Bin Hussein, leiðtogi írösku
stjórnarandstöðunnar, á blaðamannafundi
í gær. Hann telur að Saddam Hussein hafi
engan stuðning á meðal almennings
heima fyrir.
AP/M
YN
D
ALLT Í PLATI
Búið að loka umdeildri vefsíðu sem fal-
bauð þjónustu sex kvenna og eins manns.
ÁTAK TIL HREINSUNAR Í HÖFNUM.
Að minnsta kosti 150 skip liggja í höfnum landsins, mörg í reiðileysi og valda sjónmengun, auk þess að taka upp dýrmætt legupláss.
Meginreglan
er sú að
menn bera
almennt
ábyrgð á
eigum
sínum
SIV FRIÐLEIFS-
DÓTTIR
Skipakirkjugarður
er sísta leiðin og
rétt að skoða allar
aðrar lausnir.
ERLENT