Fréttablaðið - 10.08.2002, Side 4

Fréttablaðið - 10.08.2002, Side 4
Guðmundur Sigurðsson, tekurvið starfi organista í Bú- staðakirkju við guðsþjónustu í fyrramálið. Guðmundur mun hafa yfirumsjón með öllu tónlist- arstarfi í Bústaðakirkju en þar eru starfandi 7 kórar og hljóm- sveitir. Einar K. Guðfinnsson, 1. þing-maður Vestfjarðakjördæmis sækist eftir endurkjöri í þing- kosningunum i vor. Hann segir ekki gefið að hann sækist eftir leiðtogasæti Sjálfstæðisflokks í nýju Norðvesturkjördæmi. Kjör- dæmisráð ræður ráðum sínum vegna framboðsmála flokksins í lok september. 4 10. ágúst 2002 LAUGARDAGURSVONA ERUM VIÐ LÖGREGLUMÁL STUTTAR SAKAMÁL Glæpasérfræðingar á vegum bresku lögreglunnar telja að stúlkurnar Holly Wells og Jessica Chapman séu enn á lífi og séu í haldi mannræningja. Engin bein sönnunargögn þess efnis hafa þó komið fram. Rann- sókn málsins er enn í fullum gangi og vinnur lögreglan að því að útbúa myndir með andlits- dráttum þeirra manna sem gætu hafa rænt stúlkunum. Lögreglan hefur fengið rúmlega 3.500 sím- töl í höfuðstöðvar sínar frá al- menningi sem vill veita aðstoð sína í málinu. Auk þess hefur fólk farið í um 70.000 heimsóknir á heimasíðu lögreglunnar. Komið hefur í ljós að þær Holly og Jessica fóru á Netið í tölvu Hollýar aðeins klukku- stund áður en þær sáust síðast á sunnudagskvöld, að því er kom fram á fréttavef BBC. Ekki er vitað hvort þær hafi verið á spjallsíðu á Netinu. Telur lög- reglan mögulegt að einhver hafi lokkað þær til sín í gegnum slíka síðu. Í gær kom einnig fram að for- eldar í hverfinu þar sem stúlk- urnar búa voru varaðir við ókunnugu fólki nokkrum vikum áður en þær Holly og Jessica hurfu sporlaust. Samfylkingin í Vesturkjördæmi: Rektor íhug- ar framboð STJÓRNMÁL Ekki er óhugsandi að Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans í Bifröst, gefi kost á sér til framboðs fyrir Sam- fylkinguna í nýju Vesturkjör- dæmi. Tæki hann þá þátt í próf- kjöri verði það haldið: „Þetta hefur verið rætt við mig og ég hvattur til framboðs. En heldur tel ég ólík- legt að af því verði þar sem ég stefni að því að vera áfram rektor hér í Bifröst næstu fjögur árin en starf rektors verður auglýst nú í haust,“ segir Runólfur en aftekur þó ekki að af framboði geti orðið. „Lífið er fullt af möguleikum,“ segir hann. Í Vesturkjördæmi hefur Sam- fylkingin nú þrjá þingmenn; Jó- hann Ársælsson, Karl, V. Matthí- asson og Gísla S. Einarsson.  TAXILA, PAKISTAN, AP Þrjár hjúkrun- arkonur létust og um 26 manns særðust þegar þrír karlmenn köstuðu handsprengjum á hóp kvenna sem var að yfirgefa kapel- lu kristinna trúboða. Kapellan er staðsett í sjúkrahúsi í bænum Taxila, skammt frá Islamabad í Pakistan. Einn árásarmannanna lét lífið í árásinni. Öll fórnarlömb- in voru af pakistönsku bergi brot- in. Þetta er önnur árásin í þessari viku sem gerð er á kristna eða vestræna staði í Pakistan. „Það er ljóst að hryðjuverka- menn beina sjónum sínum að sam- félagi kristinna manna í Pakist- an,“ sagði S.K. Tressler, ráðherra innan pakistönsku ríkisstjórnar- innar í gær. „Öll pakistanska þjóð- in þarf nú að berjast gegn hryðju- verkum.“ Hryðjuverk í Pakistan hafa aukist umtalsvert síðan Pervez Musharraf, forseti landsins, lét af stuðningi sínum við talibana- stjórnina í Afganistan og gekk í lið með Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Öfgamenn hafa hótað því að leita hefnda vegna þessa, bæði gegn Mus- harraf og stuðningsmönnum vest- rænna gilda. „Ef ekki verður gripið til nein- na aðgerða af hálfu stjórnvalda til að vernda kristna menn, óttast ég að þetta verði byrjunin að þjóðar- morði í Pakistan,“ sagði Shahbaz Bahaddi, leiðtogi minnihluta- bandalags Pakistans í gær. Fimm manns létust í Pakistan þann 17 mars sl. þegar hand- sprengjum var kastað inn í kirkju mótmælenda í Islamabad. Í október á síðasta ári létust 16 manns í árás á kristna kirkju í borginni Behawalpur í suðurhluta Pakistans. Lögreglan í Pakistan telur að árásin í gær tengist annarri árás sem gerð var fyrir fjórum dögum síðan á skóla kristinna trúboða- barna þar sem sex Pakistanar fór- ust.  Innbrot í Breiðholti: Ungmenni staðin að verki INNBROT Þrjú ungmenni, tveir strákar og ein stelpa á aldrinum 15-16 ára, voru handtekinn eftir að hafa brotist inn í söluturn við Eddufell í Breiðholtinu um tvöleytið í fyrrinótt. Lögreglan handsamaði ungmennin á staðn- um og í fórum sínum höfðu þau sælgæti og ýmsan annan varning. Drengirnir gistu fangageymsl- ur lögreglunnar og voru yfir- heyrðir í gærdag. Þá var haft samband við Barnaverndarnefnd sem mun taka málið til skoðun- ar. STRAND Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík var kölluð út um mið- nætti í fyrrinótt eftir að farþega- báturinn Elding II strandaði við Engey á svonefndum Engeyjar- boða. Um borð voru tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í skemmtisiglingu. Ferðamennirnir voru fluttir frá borði af öryggisá- stæðum og einnig til að létta bát- inn. Þeir voru selfluttir á slöngu- bátum og björgunarbátum um borð í björgunarskipið Ásgrím S. Björnsson. Komu þeir til Reykja- víkurhafnar um eittleytið í fyrr- inótt. Þegar tilkynnt var um strandið var björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson og björgunarbáturinn Ásgeir M. sendir tafarlaust á stað- inn ásamt tveimur slöngubátum. Fljótlega kom í ljós að engin hætta var á ferðum. Gott veður var á strandstað og ekki að sjá að leki væri kominn að bátnum. Fjara var þegar strandið átti sér stað. Það var síðan um þrjúleytið þegar byrjaði að flæða að tókst að losa skipið af strandstað og var hann dreginn til hafnar í Reykja- vík. Átján björgunarmenn komu að björgunaraðgerðunum. Við fyrstu athugun var ekki sjáanlegt að neinn leki hefði kom- ið að bátnum en ekki var talið ólíklegt að göt hefðu getað komið á tanka hans. Elding II er 16 metra trefjaplastbátur gerður út frá Reykjavíkurhöfn til skoðunar- ferða fyrir ferðamenn.  Innbrotþjófur stal þvotti úrþvottahúsi í sameign í fjölbýl- ishúsið í Breiðholti í nótt. Komst hinn fataþurfi inn með því að spenna upp glugga. Að sögn tals- manns lögreglunnar í Reykjavík er orðið ansi hart í ári þegar menn hafa jafn mikið fyrir því að stela sér fötum og var í þessu til- viki. Kjöt af höfrungi fannst umborð í bátnum Búa EA á fimmtudag. Kæra hafði verið lögð fram á hendur eiganda báts- ins fyrir ólöglegar hvalveiðar og beið lögreglan á Dalvík komu hans. Við leit í bátnum fannst umrætt höfrungakjöt. Lögreglan í Keflavík sektaðisex ökumenn aðfaranótt föstu- dagsins fyrir hraðakstur. Leit stendur enn yfir af tveimur breskum stúlkum: Lögreglan telur þær enn vera á lífi Farþegabátur strandaði við Engey: Tuttugu og tveimur far- þegum bjargað í land Sprengjuárás á pakistönsku sjúkrahúsi: Þrjár hjúkrunarkonur létu lífið KOMIÐ Í LAND Tuttugu og tveir ferðamenn voru um borð í Eldingu II þegar strandið varð. Voru þeir aldrei í hættu en öruggara þótti að flytja þá í land. AP/M YN D LEIT Björgunarlið leitar að stúlkunum í vatni í þorpinu Soham í austurhluta Englands þar sem þær búa. Stúlkurnar tvær, sem eru tíu ára gamlar hafa ekki sést síðan á sunnudag. GRÁTUR Skyldmenni Bushra, konu sem lét lífið í sprengjuárásinni, gráta fyrir utan sjúkrahúsið þar sem atvikið átti sér stað. AP/M YN D Þrotabú Nanoq Endanlegt verð 300 milljónir NANOQ Endanlegt kaupverð vöru- birgða og lausafjár þrotabús Nanoq er 299 milljónir króna. Skiptastjóri Nanoq og Rekstrarfé- lag í eigu Kaupþings, sem keypti eignir þrotabúsins, komust að samkomulagi um að óveðsett lausafé skyldi metið á 24 milljónir króna. Áður hafði rekstrarfélagið greitt 275 milljónir króna fyrir vörubirgðir og lausafé. Nýja rekstrarfélagið hefur greitt að fullu allar eignir sem keyptar voru af þrotabúi Íslenskr- ar útivistar, samtals 299 miljónir króna.  RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON Hvatning frá mörgum. Sprenging í Afganistan: 25 manns fórust KABÚL,AFGANISTAN,AP Að minnsta kosti 25 manns fórust og um 80 manns slösuðust í gríðarmikilli sprengingu sem varð í byggingu í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistans í gær. 50 hús í allt að 500 metra fjarlægð frá bygging- unni skemmdust í sprengingunni. Fyrst var talið að bílasprengja hafi sprungið, en síðar var talið að um slys hafi verið að ræða.  FJÖLDI NÝSKRÁÐRA FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI FRÁ 1997-2001. 1.871 2001 2.075 2000 1.865 1999 1.505 1998 1.467 1997

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.