Fréttablaðið - 10.08.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 10.08.2002, Síða 8
Um 30% fjölgun nem- enda á Hvanneyri Um 130 manns verða í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri í vetur. Um helmingurinn mun stunda nám á háskólastigi og er kvenfólk þar í meirihluta. 8 10. ágúst 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Kaupþing banki: 870 milljónir í hagnað UPPGJÖR Hagnaður Kaupþings banka hf. á fyrri helmingi ársins var 870 milljónir króna fyrir skatta en 703 milljónir króna eftir skatta segir á fréttavef Kaup- þings. Arðsemi eigin fjár var 16,0% á tímabilinu. Hreinar rekstrartekjur námu 3.991 milljón króna og nemur aukningin 43,5% milli ára. Rekstrargjöld námu 2.813 milljónum sem er aukning um 30,2% milli ára. Aukninguna má að mestu leyti rekja til auk- inna umsvifa og vaxtar erlendis. Heildareignir bankans námu 134,5 milljörðum króna í lok tíma- bilsins og jukust þær um 14% frá síðustu áramótum  Kauphöllin: Tólf milljón króna hagn- aður UPPGJÖR Hagnaður tímabilsins eft- ir skatta nemur tólf milljón krón- um samanborið við níu milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið hef- ur hætt að verðleiðrétta reikn- ingsskil í samræmi við lög sam- þykkt á Alþingi í lok síðastliðins árs. Ef beitt hefði verið sömu aðferð og í fyrra hefði hagnaður orðið 1,4 milljónum lægri. R e k s t r a r - tekjur að frá- dregnum sölu- hagnaði jukust um rúm 20% frá sama tímabili í fyrra eða úr 119,2 m.kr. í 143,8 m.kr. Aukningu tekna milli ára má öðru fremur rekja til aukinna veltugjalda og árgjalda Kauphallaraðila og upp- lýsingaveitna. Í tilkynningu segir að velta á verðbréfamarkaði sé sú stærð sem hefur hvað mest áhrif á afkomu Kauphallarinnar. Mikil velta hafi einkennt árið hingað til sem hafi skilað sér í góðri afkomu fyrstu 6 mánuði ársins.  SKÓLAMÁL Aðsókn að Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri hefur aldrei verið meiri en í ár. Nemend- um hefur fjölgað um 30% miðað við í fyrra. Björn Garðarsson kennslustjóri sagði alls myndu um 130 nemendur verða við nám í skólanum í haust. Um 45 yrðu í „gamla góða“ bændaskólanum, sem væri á framhaldsskólastigi og um 30 í fjarnámi. Um 75 manns yrðu við nám á háskólastigi. Björn sagði að skýringin á fjölguninni væri meðal annars sú að nú væri í fyrsta skiptið verið að taka inn nemendur í námið á há- skólastigi tvö ár í röð. Fram að þessu hefði það ekki verið hægt vegna húsnæðisskorts, en þar sem bætt hefði verið úr honum yrðu nýir nemendur teknir inn á hverju ári hér eftir. Hann sagði að meiri- hluti þeirra sem stunduðu nám á háskólastigi væru stelpur. Nem- endur á háskólastigi kæmu jafnt úr þéttbýli sem dreifbýli. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem sæktu bændadeildina, sem er á framhaldsskólastigi, væru strákar úr sveit. Skólinn býður upp á þrenns konar nám á háskólastigi, þ. e. landnýtingarbraut, búvísinda- braut og umhverfisskipulags- braut. Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á nám á umhverfis- skipulagsbraut, sem er meðal ann- ars fornám fyrir landslagsarki- tektúr. Björn sagði að alveg fullt væri í það nám. Stjórn skólans hefði tekið þá stefnu að vera ekki að stækka brautina mjög hratt og því yrðu ekki nema tólf nýir nem- endur teknir inn í haust. Hann sagði að mjög góð ásókn væri í landnýtingarbrautina og búvís- indabrautina. „Á búvísindabrautinni eru menn að fást við þessi hefðbundnu landbúnaðarmál,“ sagði Björn. „Á landnýtingarbrautinni eru nem- endur meira að fást við náttúruna, vistkerfið, skógrækt og umhverf- ismál í breiðum í skilningi þar sem menn eru að horfa á það að land- búnaðurinn er að breytast. Einu sinni voru menn eingöngu með bú- fénað en núna eru þeir kannski með golfvöll, skógrækt og fisk- eldi. Þannig að notkun á landi og hvað er skilgreint sem landbúnað- ur er að breytast svolítið.“ trausti@frettabladid.is HVANNEYRI Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri býður upp á þrenns konar nám á háskólastigi, þ. e. landnýtingarbraut, búvísindabraut og umhverfis- skipulagsbraut. Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á nám á umhverfisskipulagsbraut. Klerkur orðaður við Samfylkingu: Víðförull prestur á leið í framboð FRAMBOÐ Nýtt nafn hefur bæst í umræðuna um frambjóðendur fyrir Samfylkinguna í nýja suður- kjördæminu fyrir næstu þing- kosningar. Það er nafn séra Ön- undar Björnssonar, prests á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en þessa dagana mun þrýst á hann að gefa kost á sér á listann. „Það er allt opið í stöðunni,“ segir Önundur. „Ég er að skoða landslagið og hlusta á þær raddir sem hafa hreyft þessu við mig. Það er afskaplega óljóst enn hvernig Samfylkingin hefur hugs- að sér að standa að vali á lista, hvort það á að stilla upp eða fara í lokað eða opið prófkjör.“ Ýmislegt geti ráðið því hver niðurstaða hans verður. Önundur er vel kynntur í hinu víðfeðma suðurkjördæmi og hef- ur þjónað íbúum kjördæmisins sem prestur enda kjördæmisins á milli. Hann hefur verið prestur í Garði og Sandgerði á Suðurnesj- unum og Höfn á Hornafirði. Að auki hefur hann verið héraðs- prestur í Kjalarnesprófastsdæmi og leyst af í Vestmannaeyjum.  SÉRA ÖNUNDUR BJÖRNSSON Veltir nú fyrir sér hvort hann fari í framboð fyrir Samfylkinguna í suður- kjördæmi. KAUPHÖLLIN NEW YORK, AP Umfang bókhalds- svikanna sem leiddu til gjaldþrots bandaríska fjarskiptafyrirtækis- ins WorldCom er næstum tvöfalt meira en áður hafði verið upplýst. 280 milljarðar króna hafa nú bæst við þann pening sem fyrirtækið greindi ekki frá í bókhaldi sínu. Alls er því um tæpar 600 milljarða króna að ræða. Vöruðu talsmenn fyrirtækisins við því í gær að fleiri bókhaldsafglöp gætu komið í ljós á meðan á innanhússrann- sókn fyrirtækisins á málinu stendur. Í síðustu viku var fyrrverandi fjármálastjóri WorldCom, Scott Sullivan, handtekinn ásamt David Myers, fyrrverandi stjórnanda hjá fyrirtækinu. Eiga þeir yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsis- dóm verði þeir fundnir sekir, að því er John Ashcroft, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna segir. Þann 11. júlí óskaði fyrirtækið eftir greiðslustöðvun til að það fengi tíma til að vinna sig út úr slæmri stöðu sinni. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar til þessa í Bandaríkjunum.  SÚR Á SVIPINN Scott Sullivan, fyrrverandi fjármálastjóri WorldCom, á leið úr dómssalnum þar sem hann var kærður fyrir sjö afbrot í starfi. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsi. Fjármálahneyksli World Com: Helmingi stærra en áður var talið Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF Til ham- ingju með daginn Alfreð skrifar: Mig langaði bara að óska sam-kynhneigðum til hamingju með hátíðina sína í dag. Ég er nú reyndar orðinn gamall og man tímana tvenna, en mér finnst alltaf að virðingin fyrir einstak- lingnum sé aðalatriði. Ég átti góð- an vin þegar ég var yngri sem var samkynhneigður. Hann leið mikl- ar kvalir og rataði í mikla ógæfu því vinirnir hurfu honum og fjöl- skyldan afneitaði honum. Hann endaði líf sitt aleinn og óham- ingjusamur. Við ættum að fagna því að umræðan er opinskárri og muna að allir eiga sinn tilverurétt. Ég verð óstjórnlega reiður þegar ég hlusta á guðsmenn fordæma samkynhneigða, og hugsa þá oft um orð frelsarans: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steinin- um. Það er skýlaus réttur allra að fá vera þeir sjálfir án þess að vera fordæmdir. Gleðjumst með sam- kynhneigðum í dag, það er okkar allra hagur að hlúa að einstakling- unum í þessu þjóðfélagi, líka minnihlutahópunum.  Gott framtak Nikulás skrifar Ég er alveg fullur af þakklætitil ykkar sem standa að útgáfu þessa ágæta alhliða blaðs. Þetta sýnir mikinn baráttuvilja og kjark ykkar. Til að byrja með vil ég meina að þið eigið aðeins einn keppinaut–Moggann, hann er góð- ur, en kemst ekki lengra, en ykkar er tækifærið og ekki er annað að sjá en þið séuð komin á fulla ferð. Ég verð að segja það að ég hef ekki séð neitt í blaðinu ennþá sem mér líkar ekki. Af því að ég er gamlingi, langar mig að nefna það að mikið væri það gott, ef þið gæt- uð séð ykkur fært að hafa blaðið líka í Bónus-versluninni, en ég bý á Selfossi, en það myndi auka aug- lýsingagildi blaðsins til muna. Í Bónusversluninni er alltaf allt fullt út úr dyrum og ekki hvað síst af ferðafólki og svo sumarbú- staðafólki. Mér datt svona í hug, smá tillaga: Dálkur, sem myndi kannske heita: Ég bara spyr? Og ég bara spyr: Mætti ekki flokka lagið „Rokkarnir eru þagnaðir“ undir rokkmúsik og er ekki jar- mið í honum Bubba Morthens bara sveitatónlist (country)? Með einlægu þakklæti fyrir framtak ykkar og megi ykkur ganga allt í haginn. 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.