Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2002, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.08.2002, Qupperneq 11
11LAUGARDAGUR 10. ágúst 2002 FÓTBOLTI Mick McCarthy, landsliðs- þjálfari Íra, valdi ekki Roy Keane, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og fyrirliða Manchester United, í landsliðshópinn fyrir vináttulands- leik gegn Finnum þann 21. ágúst næst komandi. Keane hafði lýst því yfir að hann vildi koma aftur inn í hópinn en hann var sendur heim úr heimsmeistarakeppninni í Suður- Kóreu og Japan eftir að hafa lent upp á kant við þjálfarann. Írska landsliðið stóð sig með ágætum á heimsmeistaramótinu. McCarthy valdi sex leikmenn í hópinn sem voru ekki með á HM. Þeir eru Nicky Colgan frá Hibernian, Steph- en Carr úr Tottenham, Colin Healy úr Celtic, Rory Delap úr Sout- hampton, Stephen McPhail úr Leeds og Gary Doherty úr Totten- ham. Nial Quinn, Alan Kelly og Steve Staunton eru allir hættir að gefa kost á sér í landsliðið.  Mick McCarthy harður á sínu: Roy Keane er ekki í náðinni Norski bikarinn: Íslendingaslagur FÓTBOLTI Íslendingaliðin Lyn og Stabæk mætast í átta liða úrslit- um norsku bikarkeppninnar en dregið var í fyrradag. Um sann- kallaðan stórleik er að ræða í norskri knattspyrnu því Lyn er á toppi deildarinnar með 35 stig en Stabæk er í fjórða sæti með 31 stig. Með liði Lyn leika Helgi Sig- urðsson og Jóhann B. Guðmunds- son. Sá fyrrnefndi hefur skorað tvö mörk fyrir liðið en sá síðar- nefndi eitt. Í liði Stabæk eru Mar- el Baldvinsson og Tryggvi Guð- mundsson og hafa þeir farið mik- inn með liðinu. Í hinum leikjum átta liða úrslitanna mætast Odd- Grenland og Strömsgodet, Valer- anga og Viking Stavangri, og Ala- sund og Tromsö.  Gjaldkeri Skautasam- bandsins um mútumálið: Skandall SKAUTAR „Þetta mál er algjör skan- dall,“ segir Elísabet Eyjólfsdóttir, gjaldkeri Skautasambands Íslands, um mútumálið sem nú skekur skautaheiminn. Elísabet sat þing Alþjóðaskautasambandsins í Kyoto í Japan í júnímánuði þar sem málið var tekið fyrir. „Forseti sambands- ins talaði um í ræðu sinni að þetta væri algjör hneisa og gæti haft al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir skautaíþróttina. Þetta getur t.d. haft áhrif á styrktaraðila.“ Á þinginu var ákveðið að breyta núverandi dómarakerfi. „Það er verið að hanna alveg nýtt dómara- kerfi. Það á eftir að samþykkja það á alþjóðaþingi sem er eftir tvö ár en verður væntanlega tekið í notk- un þá. „ Í núverandi kerfi bera dómarar saman keppendur í list- hlaupi og gefa einkunnir út frá því. Nýja kerfið byggir hins vegar á því að dómarar vega og meta hvern einstakling eða par út af fyrir sig. Fram að þeim tíma sem kerfið verður tekið í notkun verður dóm- urum fjölgað. Hver og einn þeirra gefur einkunn fyrir sig. Lokaein- kunnin verður síðan valin af handa- hófi úr niðurstöðum dómara. „Þannig veit t.d. franski dómarinn ekki hvort sín einkunn gildir eða ekki,“ segir Elísabet.  SKAUTAR Yfirmaður franska skautasambandsins, Didier Gail- haguet, telur að bandaríska alrík- islögreglan, FBI, hafi lagt á ráðin um að hagræða úrslitum í list- hlaupi á skautum á Vetrarólymp- íuleikunum í Salt Lake City til að geta fengið meintan rússneskan mafíósa framseldan. Gailhaguet var yfirheyrður af FBI á meðan Vetrarólympíuleik- unum stóð. Í samtali við franska blaðið Le Figaro segir hann að al- ríkislögreglan hafi ekki spurt sig um mafíósann, Alimzhan Tokhtak- hounov. Tokhtakhounov var hand- tekinn á Ítalíu í síðustu viku og er sakaður um að hafa reynt að múta dómurum í listhlaupinu til að fá franskt vegabréf. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hag- ræða úrslitum þannig að franskt par færi með sigur af hólmi í ís- dansi en rússneskt par í para- keppni. FBI hefur lengi verið á höttunum eftir Tokhtakhounov en hann er m.a. grunaður um vopna- sölu. Hann segist þó saklaus af öll- um ásökunum. Formaður franska skautasam- bandsins segir að fulltrúar alrík- islögreglunnar hafi spurst sig hvort hann vissi um tengsl mafí- unnar í skautaheiminum. „Við töl- uðum um peningaþvott, vopna- sölu og hugsanlegar hryðjuverka- árásir,“ sagði Gailhaguet í viðtal- inu við franska blaðið. Hann segir að FBI hafi ekki minnst á rúss- neska glæpamanninn við sig. „Til að fá hann framseldan þurfti FBI að leggja fram kæru á hendur honum á bandarísku yfirráða- svæði. Nú velti ég því fyrir mér hvort alríkislögreglan hafi ekki sjálf lagt á ráðin um skautaúrslit- in í þeim tilgangi að fá hann fram- seldan.“ Gailhaguet viðurkennir þó að hafa hitt Tokhtakhounov fyrir tveimur árum til að ræða hugsanlegt samstarf við íshokký- félag í París. Hann segir þá þó ekki hafa hist aftur til að fylgja málinu eftir. Alþjóða skautasambandið dæmdi Gailhaguet og franska dómarann Marie-Reine Le Gougne í þriggja ára bann. Le Gougne var dómari á Vetrar- ólympíuleikunum og lýsti því þá yfir að hún hefði verið beitt þrýst- ingi af hálfu franska skautasam- bandsins til að gefa rússneska parinu hæstu einkunn. Hún dró yfirlýsingu sína til baka stuttu síðar.  ROY KEANE Fyrirliði Manchester United hefur verið einn burðarása í írska landsliðinu. Hann er ekki í náðinni hjá landsliðsþjálfaranum. GLÆPA- MAÐURINN? Alimzhan Tokhtakhounov, rússneski glæpamaðurinn, hitti Gailhaguet til að ræða hugsanlegt samstarf við hokkýklúbb. FRANSKA Didier Gailhaguet, forseti franska skautasambandsins, lengst til hægri, sést hér á blaðamannafundi ásamt skautaparinu Marina Anissina og Gwendal Peizerat eftir að þau urðu sigurvegarar á Vetrarólympíuleikunum í Frakklandi. Sakar FBI um að hafa lagt á ráðin Formaður franska skautasambandsins telur að FBI hafi lagt á ráðin um að hagræða úrslitum í listhlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City. Viðurkennir þó að hafa hitt meintan rússneskan glæpamann. RÚSSNESKA PARIÐ Elena Berznia og Anton Sikharulidze unnu parakeppnina en talið var að dómarar hefðu haft rangt við.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.