Tíminn - 23.06.1971, Síða 2

Tíminn - 23.06.1971, Síða 2
tTminn MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1971 • V'y ‘"‘'j >:1: 1 isslssSiilÍvIf Jk Úr afgreiðslu ferðaskrifstofunnar ÚRVAL í Eimskipafélagshúsinu. NIU lUðrasveitir á LANDSMÓTI í KEFLAVÍK BÓ—Reykjavík, þriðjudag. Landsmót Sambands ísl. lúðra- sieita verður haldið í Keflavík dag ■J.ia 26. og 27. júní eða um næstu helgi. Dagskráin á laugardag 26. júní er þannig, að kl. 1,30 ganga lúðrasveitirnar í skrúðgöngu frá fiskiðjunni til skrúðgarðs Keflavík ur. Þar verður landsmótið sett kl. 2. Gerir það formaður SÍL, Reynir Guðnason. Kl. 2.10 leika lúðrasveitirnar tvö til þrjú lög, hver fyrir sig, en lúðra sveitirnar, sem taka þátt í mótinu eru þessar. Lúðrasveit Akureyrar, Húsavíkur, Sauðárkróks, Sel- foss, Stykkishókns, Lúðrasveit- in Svanur í Reykjavík, Lúðra sveit verkalýðsins, Lúðra- sveit Vestmanneyja, og Lúðra- sveit Reykjavíkur. Þegar þessu er lokið leikur Lúðrasveit íslands, það er allar lúðrasveitirnar leika saman tvö lög. Fyrra lagið er Húsavíkur- mars eftir Lauda, og er Lauda stjórnandi. Seinna lagið er ísland er land þitt, eftir Bjarna J. Gísla son, Keflavík og stjórnandi er Jón as Dagbjartsison. Lúðrasveit Keflavíkur hefur all- an veg og vanda af undirbúningi þessa landsmóts, og er þess að vænta að þarna verði^ mikið f jöl- menni samankomið. í veðurblíð- Kúnstin að fá hlaupasting í bíl. Það er satt, að vegirnir hafa verið óvenju slæmir undanfarið. Þeir hafa verið svo slæmir, að þess munu dæmi að ökumenn hafi fengið hlaupasting í bílum sínum vegna stöðugs hristings, og mun slífct fyrir- bæri nálgast að vera eitt af mörgum heimsmetum (miðað við fóilksfjölda), sem hér eru sett. Þetta sannar einn- ig, að sé veðurfar ekki nákvgcmlega eins og vegirnir þarfnast, sem sagt mátulegur þurrkur og mátulegt regn, fer allt úr skorðum með þeim afleið- ingum, að þeir sem bregða sér út af malbikinu um helgar eiga von á því að koma aftur með stórlaskaðan bíl, og fyrrgreindan hlaupasting. Verst af öllu er þó, að þeir, sem eiga að sjá um varúðarmerki, þar sem vegur er hættulegur, virðast hafa gefizt upp við að setja slík ein- kenni nema á einhverjum fyrirfram ákveðnum stöðum, eins og við ræsi og blindhæðir og þvíumlíkt, sem er sjálfsagt og góðra gjalda vert. Um aðrar merkingar en þessar fasta- merkingar er ekiki að ræða. Samt veit vegalögreglan, ef hún á annað borð hreyfir sig, að vegir á íslandi eru alltaf að taka breytingum, vor og haust, og í þurrkum éins og und- anfarið, þannig að i hann myndast djúp hvörf, sem eru stórhættuleg, og oft og tíðum mikið hættulegri en blindhæðirnar og þröngu brýrnar og ræsin. Þessi hvörf eru ailtaf að koma á nýjum og nýjum stöðum, og auk þess er varla hægt að ætlast til þess að þeir, sem aka kannski einu sinni á sumri eftir aðalleiðum lands- ins, læri þessi hvörf utanað eins og áætiunarbílstjórar. Stöðugt er verið að brýna fyrir akandi fólki að gæta varúðar i um- ferðinni. Hins vegar er aldrei brýnt fyrir þeim, sem eiga að sjá um að vegir séu færir bílum, að gæta var- úðar í starfi. A meðan vegir á ís- landi eru lítið annað en moldar og malargötur, sem að mestu leyti fjúka út í veður og vind yfir sum- armánuðina, ætti það að geta orðið lágmarkskrafa þeirra, sem vegina nota og greiða bifreiðaskatt fyrir holurnar og hvörfin eins og annað, að þeir hættulegu kaflar, sem kunna að koma í vegina verði merktir jafn- óðum, og merkin síðan fjarlægð, þegar búið er að laga staðinn. Þetta er hægt að gera með litlum gulum veifum á stöng, sem eftirlitsmenn geta stungið í vegbrúnina um leið og þeir fara um veginn og kanna hann. Þetta er hið mesta mannréttindamál, þvi það er varla hægt að ætlast til þess, að vegfarendur eigi og þurfi að þola það í þurrkum eins og undan- farið, að koma varla við bílsætið landshornanna á milli á þeirri Bif- röst loftkastanna, sem nefnist þjóð- vegir á íslandi. Svarthöfðl. unni, sem vonandi helzt, og hefur verið hér í Keflavík undanfarið. Tónlistarskóla Isafjarðar slitið Laugardaginn 29. maí var Tón- listarskóla ísafjarðar slitið af skólastjóranum Ragnari H. Rágn- ar og endaði þar með 23. ár sitt, eij allan þann tíma hefur Ragnar verið skólastjóri og stjórnað skóí- anum af mikilli atorku, dugnaði og ósérhlífni, enda hefur hann átt í konu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum, styrka stoð, enda hefur hún alla tíð kennt við skól- ann. Hinn 25. og 26. maí s.l. hélt skólinn hina árlegu hljómleika sína, þar sem allir nemendur skól- ans komu fram. Við skólaslit léku þrír nemendur á píanó, en lúðra- sveit skólans lék að endingu und: ir stjórn kennara síns, Ólafs Krist- jánssonar, sem jafnframt er skóla- stjóri Tónlistarskóla Bolungarvík- ur. Mörg verðlaun voru veitt, sem ýms fyrirtæki bæjarins gáfu, en það hefur verið árleg venja þeirra sumra allt frá stofnun skólans. Framhala á bls. 14. Drval í nýju húsnæði Efnir til 5 Mallorca-ferða í haust KJ—Reykjavík, þriðjudag. Fyrir rúmu ári stofnuðu Flug- félag íslands og Eimskipafélag ís- lands, ferðaskrifstofuna ÚRVAL, í Eimskipafélagshúsinu, og h*fur starfsemin vaxið jafnt og þétt sið an. Á morgun, miðvikudag, tekur skrifstofan í notkun viðbótarhús- næði í Eimskipafélagshúsinu, og hefur ÚRVAL nú gott húsnæði til umráða á götuhæð. Starfsfólk skrifstofunnar er nú 7 manns auk fararstjóra í ferðum erlendis, og framkvæmdastjóri er Steinn Lárusson, en fyrst í stað voru starfsimennirnir 3 yfir sum- arið. Á síðastliðnu ári veitti skrif- stofan aðallega alla almenna þjón ustu til einstaklinga svo sem sölu; Starfsári Sinfóníu- hljómsveitarinnar að Ijúka Starfsári Sinfóniuhljómsveitar íslands er nú að ljúka og hefur hún, auk reglulegra tónleika í Há- skólabíói, haldið tvenna fjölskyldu tónleika og skólatónleika og leikið utan Reykjavíkur. Hún hefur hald- ið tónleika að Minni-Borg, Akran., og Borgarfirði, Keflavík, og Sel- fossi. Fimmtudaginn 24. júní heldur hljómsveitin tónleika í Félagsheim ilinu Árnes í Gnúpverjahreppi og hefjast þeir kl. 21.00. Stjórnandi verður Bohdan Wodiscko og ein- leikari Gísli Magnússon píanóleik- ari. Flutt verða verk eftir Schu- bert, Mozart, Smetana, Weber og Bériínoz. flugfarseðla, skipafarseðla, járn- brautarfarseðla og hótelbókanir. Farnar voru 2 Mallorca ferðir í leiguflugi með tæplega 200 far- þega. Skrifstofan fékk á sl. ári um boð til sölu flugfarseðla fyrir öll flugfélög IATA samsteypunni, og varð umboðsmaður DSB (Dönsku járnbrautirnar) á Islandi. Á söluskrá skrifstofunnar í ár voru og eru Kanaríeyjaferðirnar, sem voru fram í maí mánuð og hefjast aftur' í desember. 5 eigin Mallorca-ferðir í Íeiguflugi ágúst, september og október, móttaka er- lendra ferðamannahópa, hring og áætlunarferði m.s. Gullfoss, fjöl- breytt úrval einstaklingsferða til allra helztu ferðamannastaða álf- unnnar. Fyrir árið 1972 hefur skrif- stofan á prjónunum ýmsar nýj- ungar í hópferðum erlendis auk þess sem hún mun kappkosta að auka möguleika fyrir hingaðkomu erlendra ferðamanna. 2 ný frímerki koma út FB—Reykjavík, þriðjudag. í dag koma út hjá Póst- og síma- málastjórninni tvö ný frímerki. •'erðgildi merkjanna er 5 og 7 krón ur og eru þau blá og græn að lit. rímerkin eru helguð Póstgiró-þjón u^tu þeirri, sem er nú að hefjast •' nndi. Merkin eru prentuð hjá Courvoisier SA, í La Chaux-de— Fonds í Sviss. Kosningaskemmtun B-listans í Reykjavík Framsóknarmenn í Reykjavík halda kosninga- hátíð að Hótel Sögu næstkomandi fimmtudags- kvöld. Þórarinn Þórarinsson alþingismaður flyt- ur ávarp. Úrvals skemmtikraftar koma fram, þar á meðal Karl Einarsson. Dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Þeir, sem störfuðu fyrir B-list- ann, þurfa að tryggja sér miða sem fyrst. rpn 3 bu nn ffl D uil 11 Byrjar vel í Svartá Veiðihornið hafði samband við, Jakob Hafstein í dag, og spurðist fyrir um, hvernig veiði hefði byrj- að í Svartá. Sagði hann, að veiðin hefði byrjað mjög vel, bæði á svæði Veiðiféiags Húseyjar og Veiðivatna h.f. Fyrsta 1% sólarhringin veiddust 12 laxar, var sá stærsti 15 pund en sá minnsti 9 pund og var allur kraplúsugur. Laxinn sem veiðzt hefur, hefur verið tekinn allt frá Brú og upp að berginu við Reykja- foss, en það er um 36 km leið, samt virðist laxinp vera á hraðri leið upp á við, og færi eflaust lengra ef fiskvegurinn gegnum Fossnes, væri kominn í gagnið. Gerð laxastigans hefur tafizt vegna óviðráðanlegra orsaka, en hann verður sennilega tekinn í notkun nú um mánaðamótin, og getur þá laxinn gengið alveg upp á dal. Veiðivötn h.f. settu sín fyrstu seiði í Svartá fyrir 2% ári og gæti því laxinn sem veiddist núna verið af þeim stofni, enda voru sett fljót vaxin laxaseiði af Laxár- í S-Þing. og Blöndukyni í Svartá. Að vonum erum við í Veiðivötn- um h.f. mjög bjartsýnir á veiðina í sumar, sagði Jakob að lokui 72 á land í Laxá í S-Þing. I gærmorgun, höfðu borizt 72 laxar á land úr Laxá í Suður-Þing- eyjarsýslu, er það heldur minna magn en á sama tíma í fyrra. Lax- arnir sem v"iðzt hafa. eru fl«stir veiddir á neðsta svæðinu, og allir á maðk nema tveir, sem veiddir eru á flugu. Þar sem veður er að breytast fyrir norðan, þá vonast menn til að laxinn fari að ganga ofar, og ætti þá meiri kippur að komast í veiðina. Ágæt veiði í Þverá Pétur Kjartansson, á Guðna- bakka, tjáði Veiðihorninu í dag, að veiði í Þverá í Borgarfirði. hefði verið mjög svo sæmileg undan- farið. Alls eru komnir á 3. hundrað laxar á land úr Þverá, og eru þéir veiddir um alla ána. Stærsti lax- inn sem veiðzt hefur, er rösk 20 pund og veiddist hann strax fyrsta daginn, og veiddist hann á maðk ein= og flestir laxarnir hafa veiðzt til þessa. — Þ.Ó. (

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.