Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 5
HIIBVIKUDAGUR 23. júní 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU — Mitt álit er það, að sá, sem setur grænt gólfteppi á grasflöt, eigi að bera ábyrgð á því sjálfur! Einar bóndi í Mýrnesi eystra fór sem próventumaður að Eið- um, til séra Björns Vigfússon- ar. Samtímis honum að Eiðum var gamall maður, sem Eiríkur hér og var kallaður salti. Hann var einfaldur og trúgjarn og hafði Einar gaman af að skop- ast að honum. Einu sinni lagði Einar fyrir karl að ráða gátuna um tóbaks- baukinn, sem er þannig: Hver er sá hóll, holur innan? Dynur úr honum djangans mikið. Kektu nefið í rass honum og ráddu síðan hans rétta heiti. Eiríkur hugsar sig lengi um, þar til hann segir: — Það mundi þó aldrei vera heilagur andi? — Nærri fórstu því, varð Ein- ari þá að orði. Rakari var að maala með flösulyfi, sem hann hafði til sölu og sagði: — Flasa er ekki til fagnað- ar. | Sigurður konsúll var að 'skilja við konu sína, og voru þau af því tilefni mætt hjá fóg- eta. Við þetta tækifæri var Sig- urður mjög kurteis og prúður í orðum og nú brá svo við, að frúin þéraði bónda sinn. Hann kunni þessu illa og sagði: — Hvað er þetta? Þérarðu mig, Anna? Ég hélt, að við þekktumst of vel til þess. — Eg þekkr&kki þemran Sig- urð, svaraði hún. Togaraháseti var að skola steinbít, sem átti að setja í ís. Hann var óvanur verkinu og fórst það óhönduglega. Skipstjóranum þótti hann hroðvirkur og sagði: — Geturðu ekki draugazt til að skola steinbítinn betur? — Hvadda mar, djöfuls læter- etta! Á mar að burstíonum kjaft inn, eða hvað? DENNI DÆMALAUSI Þetta sinnep er skrítið á bragð- ið. Ég held, ég setji dálitla lómatsósu út á það. Frægasti bítill f heimi, John hvað sé farið að halla undan Lennon, er nú sæll og áiiægður fjárhagslega fyrir þeim, sem i í hjónabandi sínu með Yoko Bítlunum voru, en John neitar öiio. Margú' töldu, 'að hadh væiT 'Jvf 'algjoflegáT Tlann segir, að orðinn hálfruglaður, eftir að enn seljist hans plötur a. m. k. hann sýndi sig á hinn furðuleg- asta hátt, síðhærðan og nakinn, á plötuumslagi, svo ekki sé meira sagt. En svo mun þó ekki vera. John og kona hans, Yoko, gengu til sálfræðings í lengri tíma í Los Angeles, bæði tvö, og segjast nú hafa náð sér full- komlega, og algjört jafnvægi ríki í hugum þeirra. Það eru Bítlarnir og frægð sú og pening- ar, sem þeir ollu, sem urðu þess valdandi, að John Lennon vai'ð eins og hann er orðinn, eða það segir hann að minnsta kosti sjálfur. Hann segist alls ekki myndi taka þátt í öðru Bítla- ævintýri, hvað sem í boði væri. Sú saga hefur gengið, að eitt- — ★ — * — I tvö ár misþyrmdi 34 ára verkamaður, Jens Friis frá Skælskör í Danmörku, stjúp- syni sínum, án þess að nágrann- ar eða skólayfirvöld í skólanum, sem drengurinn gekk í, kæmust að þvi. í hvert sinn, sem drengn um hafði verið misþyrmt svo mikið, að á honum sá, var hann ekki látinn fara í skólann, og ekki fékk hann heldur að fara út að leika sér við félaga sína, ef á honum sáust marblettir eða annað, sem bent gat til þess, hvernig farið var með hann. Oft þurfti að fara með drenginn á slysavarðstofu vegna meiðsl- anna, en honum var hótað öllu illu, ef hann segði frá því, hvern ig hann hlaut meiðslin. Sumir fux-ða sig á því, hvers vegna móðir hans greip ekki til sinna ráða og venidaði drenginn sinn, en konan mun hafa óttazt eigin- mann sinn svo mjög, að hún þorði ekki að gera það. Þegar hún að lokum flutti frá mann- inunx, hafði hún kjark til þess að kæra hann fyrir ýfirvöldun- um. Jcns Friis hefur nú vcrið sendur í geði'annsókn. ágætlega og Georges Harrison, sem var einn af Bítlunum, og því sé engin ástæða til þess að öi'vænta, enmsem kornið er. Hér er John Lennon með hinni jap- önsku konu sinni, Yoko Ono. Sophia Loren er heídúr ó- ánægð með föður sinn um þess- ar mundir. Hann hefur ákveðið að ganga að eiga unga, þýzka stúlku, Carolu Hack, og finnst nú Sophiu, að karl faðir hennar sem reyndár heitir Riccardo Seicolono, fari ekki að, eins og honum ber, því sú útvalda er yngi'i en hans eigin börn, Ekki fylgir sögunni, að Riccai'do láti sig nokkru skipta umvandanir dóttur sinnar. Sjöunda alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Moskvu á að hefjast 19. júli í sumar og standa fi-am ti! 2. ágúst. Þegar síðast var vitað, höfðu þessi lönd ákveðið að senda kvik- myndir á hátíðina: Ástralía, Alsíi', Argentína, Belgía, Búlg- aría, Brasilía, Kanada, Kólumb- ía, Kúba, Tékkóslóvakía, Kýpur, Danmörk, England, Frakkland, A-Þýzkaland, Ungverjaland, Ind land, íran, írland, ítalía, Japan, Kuwait, Mai'okkó, Panama, Pól- iand, Rúmenía, Svíþjóð, Sene- gal, Túnis, Arabíska sambands- lýðveldið, Venezúela og Júgó- slavía. Búizt er við að fjölmarg- ir kvikmyndaleikarar og kvik- myndagerðai-menn komi á þessa kvikmyndahátíð, og þar vei'ði sýndar margar merkilegar myndir. Veitt vei'ða þrenn gull- vei'ðlaun og þi'enn silfurverð- laun, tvenn verðlaun f.vrir bezta karlhlutverk og tvenn verðlaun fyrii' bezta kvenhiutvei'k. Öll verða þessi vei'ðlaun veitt í sam bandi við kvikmyndir af fullri lengd. Þá verða veitt verðlaun fyrir stuttar myndir, t. d. heim- ildai’myndii', og svo má geta þess, að veitt verða verðlaun fyrir barnamyndii', sem skara fram úr á sínu sviði. Milljónafrúin Barbara Hutton vai'ð fyrir því óhappi að fót- brjóta sig, þegar hún dvaldisl á Italíu unx daginn. Ilún liggur nú á sjúkrahúsi í Los Angeles. Hér er verið að flytja frúna milli flugvéla á. Lundúnaflug- velli. Það er verið að bei’a hana á börunx úr Rórnarflugvélinni yfir í vélina. sern flutti hana áleiöis hcirn til Bandaríkjanna. -J,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.