Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1971 Æ fleiri raddir heyrast nú um, að tími sé kominn að láta Rudolf Hess lausan úr Spandau fangelsinu, þar sem hann hefur setið einn inni í fimm ár. Yfir bréfakassa stór- blaðanna brezk^, rignir nú bréfum frá fólki, sem vill láta náða Hess. Árum saman hafa farið fram viðræður milli Breta, Frakka, Bandaríkja- manna og Rússa um Hess, en það eru Rússarnir, sem , allt strandar á. Þeir segja, að hann skuli vera áfram í Spandau. Rudolf Hess hefur nú verið 30 ár í fangelsi og hefur vistin sett sín mörk .'. hann, bæði and lega og líkamlega. Margir af fangavörðum hans voru ekki fæddir, þegar hann var settur inn. Stöðugar beiðnir frá Vest urveldunum um náðun Hess hafa nú leitt til þess, að nokkr- ir brezkir stjórnmálaskörungar íhuga möguleikana á að hafa neitun Rússa að engu og láta Hess lausan. Afleiðingar þess gætu orðið mikilsverðár. Andstaða Rússa gegn náðun Hess er ekki að- eins af því, að þeir vilji að hann afpláni lífstíðardóm sinn, heldur er Hess maður í hinu pólitíska tafli um Berlín. Ilann er eitt af síðustu hálm- stráum Rússa í Vestur-Berlín, því verði hann látinn laus eða deyi, fellur úr gildi samningur fjórveldanna um sameiginlega gæzlu stríðsfanga, þar sem Hess er eini fanginn, sem enn er haldið. 1966 voru tveir síð- ustu meJðfangar hans látnir lausir eftir að hafa afplánað 20 ára dóm. Hess kom til Spandau 1946, eftir að hafa verið fimm ár í brezkum fanga- búðum eftir hið fræga fallhlíf arstökk sitt yfir Skotlandi. Til hvers sú för var farin, er ekki gjörla vitað, því Hess hefur aldrei viljað segja frá því. Flestir sagnfræðingar og þeir Bretar, sem yfirheyrðu hann, eru þó sammála um, að hann hafi vonazt til að geta komið á sáttum milli Hitlers og Breta, sem hann dáði mjög. Árangur- Rudolf Hess, staðgengill Hitlers, situr einmana, gamall maður í klefa sínum í Spandau fangelsinu. Hann er mikilvægur maður á hinu pólitíska skákborði, og sérhverri viðleitni Vesturveldanna til að fá hann látinn lausan, er svarað með rússnesku neii. En nú eru Bretar að íhuga þann möguleika, að láta hann lausan, þrátt fyrir neitun Rússa. Það getur leitt til atburða í Berlínar- málinu. inn varð þó engar sættir, held- ur áralangar yfirheyrslur. Hitler lét úrskurða Hess geð- veikan og sendi dulbúna SS- hermenn J1 Bretlands til að reyna að drcpa hann, en brezka lögreglan náði þeim og tók þá af lífi. Spandau var byggt sem her- fangelsi á 19. öld, og þar er rúm fyrir 600 fanga. Rekstur- inn kostar sambandslýðveldið um 60 milljónir króna árlega og hin löndin þrjú, Rússland, Frakkland og Bretland leggja fram stórar upphæðir. Þetta gerir Hess að dýrasta fanga í heimi. Lítið er vitað, hvemig Hess eyðir deginum í Spandau, en eftir því sem fyrrum meðfang- ar hans og fangaverðir þeirra hafa sagt, gæti’dagurinn verið eitthvað í þessa áttina.- Kl. 6 er Hess vakinn og síðan, þvær hann sér. Rakari heimsækir hann þrisvar í viku á morgn- ana. Milli kl. 8 og 11.45 er hann að gera hreina ganga og vinna í garðinum, sem nefnd- ur hefur verið Edensgarður, eftir fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra, Anthony Eden. Matur er milli hálf eitt og eitt og síðan vinna til kl. 5. Hess hefur síðan frí, þar til ljósið er slökkt kl. 22. Frá 196 til 1969 hafði Hess ekkert sambanð- við um- heiminn, en þá fékk hann að sjá konu sína og soninn Wolf í fyrsta sinn, síðan hann var handtekinn. Hann vildi meira að segja ekki umgangast með- fanga sína. Þeir Baldur von Schirach og Albert Speer, sem voru látnir lausir 1966, sögðu báðir, að Hess væri bilaður á geðsmunum. Spurningin um hvort Hess er geðbilaður er ein af óuppl. gát- unum um manninn. Ákærend- ur hans í Niimberg héldu þvf fram, að hann gerði sér geð- veikina upp, en nú trúa fáir því, þar sem hegðun hans í fangelsinu hefur ekkert breytzt öll þessi ár. — Er hægt að þykjast vera geðveikur í 25 ár, án þess að vera það? spurði einn frægur sálfræðingur. Hvort sem Hess er geðveikur eða ekki, vilja nú -3 fleiri, að hann verði látinn laus. Er hann smánarblettur á menn- ingu tuttugustu aldarinnar, eða glæpa- .aður, sem afplánar réttlátan '>óm sinn? Skoðanir eru skiptar um það. — SB. Verður látinn laus?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.