Fréttablaðið - 24.08.2002, Page 4

Fréttablaðið - 24.08.2002, Page 4
4 24. ágúst 2002 LAUGARDAGURSVONA ERUM VIÐ ÁNÆGJA MEÐ STÖRF RÁÐHERRA Ánægja með störf ráðherra Framsóknar- flokksins hefur aukist síðan í janúar sam- kvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Ríflega 58% eru ánægð með störf Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Þá er um helmingur þjóðarinnar ánægður með störf Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, og Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Ánægjan með störf Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, eykst minna en hjá öðrum en um 40% lands- manna eru ánægðir með hana. 35% þjóð- arinnar kunna að meta störf Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og minnst er ánægjan með Pál Pét- ursson, félagsmálaráðherra, eða 28%. INNLENT ERLENT SAKAMÁL Bresku skólastúlkurnar Hollý Wells og Jessica Chapman létust ekki á þeim stað þar sem lík þeirra fundust, þ. e. í skurði í af- skekktu skóglendi um 11 kílómetr- um frá heimabæ stúlknanna, So- ham. Svo virðist því sem stúlkurnar hafi verið myrtar annars staðar og líkum þeirra síðan kastað ofan í skurðinn. Líkin, sem fundust fyrir viku síðan, voru afar illa farin og að hluta til voru beinagrindurnar það eina sem eftir var af þeim. Þetta kom fram í yfirheyrslum sem hófust í Cambridge í gær vegna dauða stúlknanna. Hvorugir foreldrar stúlknanna voru við- staddir yfirheyrslurnar. Að sögn lögreglumannsins Andy Hebb, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á hvarfi stúlknanna, voru kennsl borin á lík þeirra með notkun DNA rannsóknar. David Morris, dánar- dómstjóri, sagði í vitnisburði sínum að enn sé ekki vitað hvernig stúlk- urnar létu lífið þrátt fyrir að þrjár líkskoðanir hafi þegar verið fram- kvæmdar á líkunum.  Hollý Wells og Jessica Chapman: Líkunum kastað í skurð AÐ LOKNUM VITNISBURÐI David Morris, til hægri, og Andy Hebb standa fyrir utan dómshúsið eftir að hafa flutt vitnisburði sína í málinu. Enn er ekki vitað um dán- arorsök þeirra Hollý og Jessicu. AP /M YN D Vinstri grænir: Engan nektardans í Kópavogi EINKADANS Stjórn Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs í Kópa- vogi hefur samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við til- lögu sem lögð hefur verið fyrir bæjarstjórn Kópavogs um bann við einkadansi á nektarstöðum í Kópa- vogi. Vinstri grænir vilja ekki láta þar við sitja og hvetja bæjaryfir- völd til að leita leiða til að koma í veg fyrir rekstur nektarstaða í bænum, en með því að viðurkenna þessa atvinnustarfsemi geti falist viðurkenning á réttmæti þess að verslað sé með líkama kvenna.  Einkadans í Kópavogi: Samfylkingin mótmælir að- gerðaleysi NEKT Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs eru ósáttir við meint afstöðu- og aðgerðarleysi meirihluta sjálfstæðis- og fram- s ó k n a r m a n n a gagnvart nektar- dansi. Flokkarnir frestuðu af- greiðslu á tillögu Samfylkingarinnar um bann við einka- dansi í bænum á fimmtudag. Sam- fylkingin lét bóka mótmæli þar sem meirihlutinn er sagður skjóta sér undan því að taka afstöðu til siðferð- islegra vandamála með frestun málsins í a. m. k 2 mánuði. Hann hafi einungis peningalega hags- muni að leiðarljósi en sinni í engu hagsmunum stúlknanna sem dansa á nektarstöðunum. Meirihlutinn taldi að gefnu áliti bæjarlögmanns ekki rétt að aðhaf- ast í málinu að svo stöddu þar sem lögfræðiálit séu misvísandi. Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylkingar- innar, neitaði að greiða frestunartil- lögu meirihlutans atkvæði þar sem hann og Samfylkingin hefðu með viðleitni til að stemma stigu við kynlífsiðnaði á Íslandi sýnt ábyrgð í störfum sínum í bæjarstjórn og reynt að stuðla að betra mannlífi í Kópavogi.  Nýbygging Lækjarskóla í Hafn-arfirði hefur verið tekin í notkun. Af því tilefni heimsótti Lúðvík Geirsson bæjarstjóri skól- ann og skoðaði bygginguna. Hann færði síðan Reyni Guðnasyni, skólastjóra Lækjarskóla og Höllu Þórðardóttur aðstoðarskólastjóra blómvönd. Gatan Bakkavör hefur veriðvalin fallegasta gata Seltjarn- arness. Umhverfisnefnd bæjarins veitti fyrir skömmu fimm um- hverfisviðurkenningar og var garðurinn á Látraströnd 13, sem er í eigu Ernu Guðlaugar Jóns- dóttur, valinn sá fallegast í bæn- um. Páll Einar Kristinsson og Kristín Hannesdóttir í Grænu- mýri 4 fengu sérstaka viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegan garð. Helgafell, hús Ragnars Hauksson- ar og Lóu Wilberg, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir eldri hús. Bakkavör var valin gata ársins. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesihafa farið þess á leit við fé- lagsmálaráðherra að hann heimili að aflétt verði kaupskyldu og for- kaupsrétti sveitarfélagins vegna félagslegara eignaíbúða og kaup- leiguíbúða í sveitarfélaginu sam- kvæmt heimild í breytingu á lög- um um húsnæðismál frá 1998 og samþykkt var á Alþingi í maí. Ráðuneytið hefur þegar aflétt kaupskyldu og forkaupsrétti hjá Akranesbæ, Garðabæ, Hafnar- fjarðarbæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. FLOSI EIRÍKSSON Vill stuðla að betra mannlífi í Kópavogi með því að stemma stigu við kynlífsiðnaði. Önnur síamstvíburastúlknannafrá Guatemala sem aðskild var frá systur sinni fyrir sköm- mu hefur gengist undir þriðju skurðaðgerð sína eftir aðskilnað- inn. Þurfti að fjarlægja blóð sem hafði komist inn á heila hennar. Ekki er talið líklegt að hún þurfi að fara í aðra aðgerð af þessu tagi. Stúlkan, sem heitir Maria Teresa Quiej Alvarez, er nú að jafna sig eftir aðgerðina. Stjórnvöld í Brasilíu ætla ánæstunni að opna stærsta verndaða hitabeltisþjóðgarð heimsins. Verður hann staðsettur í ríkinu Amapa á afskekktu svæði Amazon-frumskógarins. Garður- inn mun ná yfir tæpar fjórar milljónir hektara. Mikið verður um framandi plöntur í garðinum og sjaldgæfar dýrategundir. PRAG, TÉKKLANDI, AP Mikið hreins- unarstarf stóð yfir í miðborg Prag í Tékklandi í gær eftir hin gífur- legu flóð sem gengið hafa yfir borgina. Hafði mikið af drasli safnast saman við bakka árinnar Vltava. Að sögn yfirvalda í Prag gætu margir mánuðir liðið þar til hlutirnir komast í fastar skorður að nýju. Svo virðist sem aðeins tvær byggingar í hinni sögufrægu miðborg Prag hafi eyðilagst að einhverju ráði í flóðunum. Á mörgum stöðum hafa vegir og gangstéttir hins vegar farið illa út úr flóðunum og gætu viðgerðir á þeim tekið marga mánuði. Enn er meira en helmingur heimila og fyrirtækja í borginni án rafmagns af öryggisástæðum. Hreinsunar- starf hefur einnig verið í fulllum gangi í Þýskalandi vegna flóð- anna. Alls fórust 113 manns í flóðun- um víðsvegar um Evrópu, þar af 16 manns í Þýskalandi.  Flóðin í Prag: Hreinsunarstarf í fullum gangi HREINSUN Hreinsunarstarf stendur yfir víðsvegar um Evrópu vegna flóðanna. Þessi mynd var tekin í bænum Weesensteir í austurhluta Þýskalands. AP /M YN D SAKAMÁL Svo gæti farið að húsið þar sem grunaðir morðingjar stúlkanna Hollý Wells og Jessicu Chapman bjuggu verði rifið niður þegar réttarhöldunum yfir þeim lýkur. Húsið er í eigu Soham skól- ans þar sem Ian Huntley og unnusta hans, Maxine Carr, störf- uðu bæði. Huntely var þar hús- vörður og Carr starfaði sem að- stoðarkennari í bekk stúlknanna. Að sögn skólayfirvalda er vilji fyrir því að rífa húsið, sem stað- sett er á skólalóðinni. Líkur eru þó taldar á því að húsið verði einung- is girt af og byggð verði varnar- girðing í kringum það, að því er sagði á fréttavef Sky. Rannsókn lögreglunnar á húsinu og lóðinni þar í kring stendur enn yfir. Huntley, sem dvelur nú á geð- deild þar sem læknar meta sálar- ástand hans, hefur verið rekinn úr starfi sem húsvörður í skólanum. Segja yfirvöld skólans að ómögu- legt hefði verið fyrir hann að snúa aftur til starfa eftir það sem á undan er gengið. Þann 30. ágúst verður haldin minningarathöfn um Hollý og Jessicu. Gestum með aðgöngu- miða verður aðeins hleypt inn og er búist við um 2000 manns í kirkjuna þar sem athöfnin verður haldin. Einnig hefur verið ákveðið að jarðarfarir stúlknanna verði haldnar í kyrrþey. Talið er að þær geti ekki farið fram fyrr en eftir nokkrar vikur þar rannsókn stendur enn yfir á líkum stúlkn- anna. Einnar mínútu þögn verður haldin á knattspyrnuvöllum Eng- lands í dag til minningar um stúlk- urnar. Í gærkvöldi var stúlknanna einnig minnst fyrir leik Chelsea og Manchester United, sem var uppáhaldslið Hollý og Jessicu. Þegar þær sáust síðast á lífi voru þær einmitt í Manchester-treyj- um merktum átrúnaðargoði sínu, David Beckham.  Skólayfirvöld vilja rífa hús grunaðra stúlknamorðingja Húsið líklega girt af eftir að réttarhöldum yfir Huntley og Carr lýkur. Huntley rekinn sem húsvörður í Soham skólanum. Minningarathöfn vegna dauða Hollý Wells og Jessicu Chapman haldin þann 30. ágúst. HUNTLEY Huntley hefur verið rekinn úr starfi sínu sem húsvörður í Soham skólanum. STÚLKNANNA MINNST Fjölmargir hafa lagt blóm til jarðar skammt frá þeim stað þar sem lík stúlknanna Hollý og Jessicu fundust í skóglendi við Lakenheath í austurhluta Englands. AP /M YN D IR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.