Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 6
6 24. ágúst 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS Hefur þú grillað hrefnukjöt í sumar? Nei. Þorleifur Jónsson ÚTFLUTNINGUR Hlutfall sjávarút- vegs í úrflutningstekjum þjóðar- innar var kominn niður undir 40% á síðasta ári. Hlutur stóriðju var kominn í 14,6% af útflutningi vöru og þjónustu. Útflutningur þjónustu aflar yfir 35% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Hlutur sjávarútvegsins í útflutningstekj- um þjóðarinnar hefur farið minnk- andi á síðustu 10 árum. 1992 var hlutur sjávarútvegsins 57,5%. Hlutur hans hefur lækkað jafnt og þétt var kominn niður í 49% árið 1997. Á þriðja áratug síðustu aldar var hlutur sjávarútvegsins tæp 90%, en hlutfallið fram til 1992 var milli 60 og 70%. Ástæður lækkandi hlutfalls sjávarútvegsins eru ekki minnkandi tekjur af honum. Aðrar greinar hafa verið að vaxa mun hraðar og hlutur þeirra í gjaldeyr- isöflun með. Hlutur stóriðjunnar stóð nokk- uð í stað fram til ársins 200 þá uxu útflutningstekjur sem hlutfall allra útflutningstekna úr 8,7% í 12%. Hlutfallið nú er talið nálægt 15%, en mun fara verulega vax- andi gangi áform um stóriðju eftir. Tekjur af þjónustu hafa undan- farin ár vaxið úr 27,8 % í 35,3% . Ferðaþjónustan á stærstan þátt í þeirri aukningu. Tekjur af sam- göngum er sá þáttur ferðaþjónust- unnar sem hafa vaxið mest. Aðrar framleiðslu- og iðnaðar- greinar hafa vaxið á undanförnum árum. Innan þess geira hefur lyfja- útflutningur vaxið mikið á allra síðustu árum. Árið 1998 var verð- mæti lyfja í útflutningi 383 millj- ónir. Ári síðar var verðmætið kom- ið í 502 milljónir. Árið 2000 var yfir 100% aukning og þá var verðmæt- ið komið í 1180 milljónir. í fyrra voru útflutningstekjur af lyfjum þrír og hálfur milljarður. Í ár stefnir enn í verulega aukningu. Útflutningsverðmætið er komið í fjóra milljarða, en var einn millj- arður á sama tíma í fyrra. Ef heldur fram sem horfir stytt- ist í að sjávarafurðir verði ekki lengur stærsta uppspretta gjald- eyris fyrir þjóðarbúið. haflidi@frettabladid.is Hlutfall sjávar- útvegs minnkandi Hlutfall sjávarútvegs í útflutningi vöru og þjónustu stefnir niður fyrir 40%. Var að jafnaði milli 60 og 70% síðustu áratugi 20. aldar. Lyfjaútflutningur er sá útflutningur sem hefur vaxið hraðast. Tíföld aukning á fjórum árum. VÆGIÐ MINNKAR Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið aðal uppspretta gjaldeyristekna Íslendinga. Það kann að vera að breytast því aðrar gjaldeyrisskapandi greinar vaxa hraðar. HLUTUR SJÁVARÚTVEGS Í GJALDEYRISÖFLUM 1990 - 2000 1990 55,9% 1991 58,3% 1992 57,5% 1993 55% 1994 53,9% 1995 52% 1996 52,4% 1997 49% 1998 48,7% 1999 46,1% 2000 41,3% STJÓRNMÁL „Það liggur fyrir að það verður að fara fram kosning sem nær að minnsta kosti til allra fé- lagsmanna. Það er það lágmark sem lög fulltrúaráðs flokksins kveða á um. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort sá hópur verði útvíkkaður,“ segir Páll Hall- dórsson, formaður kjördæmaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin virðist komin einna lengst í undirbúningi, enda við það miðað að framboðslistar í öllum kjördæmum liggi fyrir eigi síðar en 1. desember. Þótt Reykja- vík hafi verið skipt í 2 kjördæmi starfar aðeins eitt kjördæmaráð af hálfu Samfylkingarinnar í borginni. Ráðið mun á næstunni þinga um fyrirkomulagið, meðal annars um tilmæli framkvæmda- stjórnar flokksins. Mælst er til þess að raðað verði á framboðslista í þremur umferð- um. Með tilnefningu, þá prófkjöri meðal flokksfélaga og er kjör- dæmisráðum í sjálfsvald sett um hve mörg sæti þau láta kjósa. Nið- urstaðan úr prófkjörinu verður bindandi. Valnefnd mun síðan ljúka endanlegri gerð framboðs- lista.  Skipan á framboðslista: Samfylkingin komin lengst í undirbúningi ÞINGMENN SAMFYLKINGARINNAR Skýrist brátt hverjir af sitjandi þingmön- num komast gegnum prófkjör flokksins Kópavogur: Brotist inn í tíu bíla LÖGREGLA Brostist var inn í tíu bíla miðsvæðis í Kópavogi í fyrrinótt. Hliðarrúður höfðu verið brotn- ar úr bílunum. Úr hverjum og ein- um þeirra var stolið hljómflutn- ingstækjum auk geisladiska og annars smálegs. Tjón á bílunum var töluvert og verðmæti þýfisins er nokkuð. Þá var einnig brotist inn í atvinnuhúsnæði og stolið rafsuðutækjum. Lögreglan í Kópavogi er að rannsaka þessi mál. Allar upplýs- ingar frá almenningi er sagðar vel þegnar og þeir sem búa yfir upplýsingum eru beðnir að hafa samband við lögregluna.  STOFNFJÁREIGENDUR Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð um að Oddi Ingimarssyni hafi sem stofnfjáreiganda í SPRON verið heimilt að lesa inn á segulband nöfn og heimilisföng stofnfjár- eiganda í stofnfjáreigendaskrá SPRON. Markmið hans var að hafa samband við aðra stofnfjár- eigendur og freista þess að boða þá til fundar og gera þeim grein fyrir viðhorfum hans og hóps stofnfjárfesta um kaup og kjör á stofnhlutum. Persónuvernd telur að Oddi og félögum hans, sem ábyrgðaraðilum gagnavinnslunn- ar, hafi verið heimilt að fá Búnað- arbanka Íslands sem vinnsluaðila til að aðstoða þá við framkvæmd- ina.  Bandarísk herskip: Landhelgis- gæslan sér um öryggis- gæslu HERSKIP Landhelgisgæslan mun sjá um öryggisgæslu á sjó vegna komu þriggja bandarískra her- skipa, USS Carr, USS Arleigh Burke og USS Porter sem eru væntanleg til Reykjavíkur sein- na í dag. Þau munu liggja við akkeri á ytri höfninni fram á mánudag. Í tilkynningu til sjó- farenda á hafnarsvæði Reykja- víkur sem gefin er út af Land- helgisgæslu Íslands og Reykja- víkurhöfn segir að sjófarendum sé óheimilt að sigla nær skipun- um en sem nemur 100 metra fjarlægð.  Stofnfjáreigandi SPRON: Mátti lesa inn á segulband SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Heimilt var að lesa nöfnin inn á segulband. Handskorin massíf hús- gögn, sófasett, barir, inn- skotsborð, kistur, rococco stólar. ÓTRÚLEGT TÆKIFÆRI AÐ EIGN- AST EKTA PELSA, LEÐURVÖR- UR, RÚMTEPPI, PÚÐAVER, DAG- DÚKA, LJÓS O G GJAFAVÖRUR Á HÁLFVIRÐI. Opið virka daga 11-18 laugard 11-15 SPRENGITILBOÐ V/BREYTINGA 50% afsláttur AF ÖLLU Í BÚÐINNI SIGURSTJARNA Bláu húsi Fákafeni s. 588-4545

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.