Fréttablaðið - 24.08.2002, Side 14
14 24. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Caroline Corr, trommuleikariírsku systkinasveitarinnar
The Corrs, gifti sig á Majorca á
fimmtudag. Eiginmaðurinn heitir
Frank Woods og
starfar hann í
fasteignarbraski.
Brúðurin mætti í
kirkjuna í Rolls
Royce sem bróðir
hennar keyrði. Á
meðal brúðkaups-
gesta voru þeir
Bono og The Edge, enda er ekk-
ert fjör í því að halda brúðkaup
fyrir fræga fólkið ef þá vantar.
Leikarinn Ralph Fiennes segirað myndin „Red Dragon“, sem
verður sú þriðja þar sem leikar-
inn Anthony Hopkins leikur
mannætuna
Hannibal Lecter,
verði mun líkari
„Silence of the
Lambs“ en
nokkurn tímann
„Hannibal“. Hann
segir hana vera
mun meiri sál-
fræðitrylli en sjónræna, sem
mörgum finnst líklegast ánægju-
legt eftir opinskáan hrylling síð-
ustu myndar. Ásamt Hopkins og
Fiennes leika í myndinni Edward
Norton og Phillip Seymour
Hoffman. Myndin verður frum-
sýnd í Bandaríkjunum í október.
Vandræði hljómsveitarinnarThe Hives halda stöðugt
áfram. Nú fullyrða liðsmenn
sveitarinnar að fyrrum plötufyrir-
tæki þeirra Burning Heart hafi
engan rétt á næstu breiðskífu
sveitarinnar. Fyrirtækið heldur
því fram að sveitin hafi skuldað
sér eina plötu til viðbótar þegar
þeir skrifuðu undir nýjan samn-
ing við plöturisann Universal.
Þeir segjast alltaf hafa verið stolt-
ir af því að vera útgefendur sveit-
arinnar en nú neyðist þeir til að
lögsækja þá til að vernda réttindi
sín. Lagadeilan gæti hugsanlega
stöðvað alla plötuútgáfu sveitar-
innar um ófyrirsjáanlega framtíð.
Við skulum þó vona að sænsku
piltarnir láti þetta ekki of mikið á
sig fá og verði í hörku stuði þegar
þeir koma hingað til lands í októ-
ber að leika á Airwaveshátíðinni.
TÓNLIST Nú þegar ættu lands-
menn að vera byrjaðir að raula
með „In my Place“ nýjasta smá-
skífulagi Íslandsvinanna í Cold-
play. Vingjarnlegi og ofvirki
söngvarinn með hvolpaaugun
segir að nýjasta breiðskífa þeir-
ra, „A Rush of Blood to the
Head“ sem kemur út formlega á
mánudag, sé það besta sem þeir
félagar hafi mögulega getað sett
saman á þeim tíma sem þeir
höfðu til verksins.
Oft er sagt að hljómsveitir
hafi um 6 ár að gera sína fyrstu
plötu og svo 6 mánuði að gera
plötu númer tvö. Útgefendur
sveitarinnar höfðu verið að von-
ast eftir því að „Parachutes“
myndi seljast í um 50 þúsund
eintökum en öllum að óvörum
sigruðu blíðir tónar sveitarinnar
nokkur milljón pör af eyrum um
allan heim. Álagið að fylgja
slíkri velgengni eftir hlýtur því
að vera gífurlegt og flestir spyr-
ja sig líklegast hvort sveitin geti
mögulega staðist væntingar. Í
viðtölum virðast liðsmenn þó
óvenjulega rólegir og fullir af
sjálfstrausti.
Titill plötunnar vísar til þess
sem gerist sjálfkrafa og án
greinilegra orsaka. Eins konar
óður til hugtaksins „Carpe
Diem“ sem hvetur menn til að
grípa andartakið og nýta sér það
til fullnustu. Liðsmenn sveitar-
innar segja þetta lýsandi yfir
það hvernig lög þeirra fæðast.
Eitt andartak kemur laglína upp
í kollinn á Chris Martin, söngv-
ara og höfuðpaur. Hinir liðs-
menn grípa hana á lofti og láta
hana örva sitt hugarflug og
reyna að tjá í gegnum hljóðfæri
sín þær tilfinningar sem hún
vekur. Þannig sé nýja platan
unninn og segjast liðsmenn allir
standa og falla með útkomunni.
Lögin eru 11 og ættu glöggir
hlustendur að kannast við nokk-
ur þeirra þar sem sveitin lék þau
á eftirminnilegum tónleikum
sínum í Laugardalshöll fyrir ári.
Í tilefni útgáfu plötunnar ætl-
ar verslun Skífunnar á Laugar-
veginum að opna eftir miðnætti
á sunnudagskvöld í klukkustund
til þess að hörðustu aðdáendur
Coldplay geti tryggt sér eintak
fyrstir.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8 og 10
MEN IN BLACK 2 kl. 2, 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ens. tali 2, 4, 6 og 8
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8, 10 og 11 Powersýning
kl. 2 og 4FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali
kl. 4, 6 og 8CLOCKSTOPPERS
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6
ABOUT A BOY kl. 6, 8 og 10.05
HJÁLP ÉG ER FISKUR kl. 2
MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.30
kl. 10NOVOCAINE
SCOOBY DOO kl. 2, 4 og 6 VIT398
EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417
SUM OF ALL FEARS 5.30, 8 og 10.30 VIT420
MR. BONES kl. 8 og 10.10 VIT415
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali 2, 4 og 6 VIT418
VILLTI FOLINN m/ísl. tali 2 og 3.45 VIT410
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 426
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT 423
COLDPLAY
Eyddu sjö mánuðum í upptökur á plötunni og segjast ekki geta hugsað sér að renna henni á fóninn í bráð.
Að fanga andartakið
Fyrsta breiðskífa bresku sveitarinnar Coldplay vann hylli margra hér
á landi með vingjarnlegum laglínum og lögum sem særa ekki
blygðunarkennd neins. Nú er komið að annarri plötunni, „A Rush
of Blood to the Head“, sem kemur í búðir á mánudag.
KVIKMYNDIR Kvikmyndafyrirtækið
20th Century Fox hefur ákveðið að
endurgera bresku myndina „Fever
Pitch“ sem gerð var eftir metsölu-
bók rithöfundarins Nick Hornby.
Þetta er gert í kjölfar gífurlegra
vinsælda myndarinnar „About a
Boy“ sem einnig er eftir sögu
Hornby. Þriðja myndin sem gerð
hefur verið eftir sögu hans var hin
bráðskemmtilega „High Fidelity“.
Sagan „Fever Pitch“, og breska
kvikmyndaútgáfan, fjallar um
æstan aðdáanda fótboltaliðsins
Arsenal og árekstra áhugamáls
hans og ástarinnar. Það kemur lík-
legast fáum á óvart að bandarísku
framleiðendum fannst knatt-
spyrna ekki nægilega söluvæn
íþrótt í heimalandi sínu og hefur
henni því verið skipt út fyrir hafn-
arbolta. Aðalpersónan verður því
æstur aðdáandi Red Sox. Knatt-
spyrna hefur greinilega ekki náð
fótfestu í Bandaríkjunum þrátt
fyrir ágætis gengi þeirra í heims-
meistarakeppninni síðast.
Það var leikarinn Colin Firth,
sem margir muna eftir úr kvik-
myndinni um Brigdet Jones, sem
fór með aðalhlutverkið í hinni upp-
haflegu „Fever Pitch“ árið 1997.
Bandarísk endurútgáfa „Fever Pitch“:
Fótbolti út
fyrir hafnarbolta
COLIN FIRTH
Sést hér (til vinstri) í nýjustu mynd sinni „The Importance of Being Ernest. Hann kemur
líklegast ekkert nærri bandarískri endurgerð „Fever Pitch“.
BRITNEY SPEARS
Segir að foreldrar sínir hefðu átt að
skilja fyrir 10 árum. Vonandi eru þau
sammála því.
Britney Spears:
Ánægð með
skilnað for-
eldra sinna
FÓLK Poppdúkkan Britney Spears
segist vera himinlifandi yfir því að
foreldrar hennar hafi ákveðið að
skilja. Að hennar mati hefðu þau
átt að gera það fyrir mörgum
árum.
Vangaveltur hafa verið um það
hvort stúlkan hafi verið nærri
taugaáfalli á síðustu mánuðum en
hún hefur nýlega tilkynnt að hún
ætli sér að taka langt frí frá
skemmtanaiðnaðinum. Hún neitar
því og segir loksins vera komin
yfir sambandslit sitt og söngvar-
ans Justin Timberlake úr stráka-
sveitinni NSync. Hún segist þó ótt-
ast að fjölmiðlar skerði frelsi
hennar sem manneskju. Hún sé
eins og allar aðrar stúlkur á sínum
aldri. Hún reyki, drekki og
skemmti sér. „Góðu stúlku“-
ímyndin er því formlega farin í
hundanna.
Jennifer Aniston:
Bjargar
mannslífi
FÓLK Leikkonan Jennifer Aniston,
sem leikur Rachel í „Friends“,
kom kafnandi manni til bjargar á
veitingastað í Los Angeles á
fimmtudag. Stúlkan sá hvar stóð í
manninum og reis úr sæti sínu og
náði bitanum úr hálsi hans með
„Heimlich“ aðferðinni.
Vitni segja að Aniston hafi án
efa bjargað lífi mannsins þar sem
hann var að verða blár í framan af
súrefnisleysi.
Vinur leikkonunnar greindi frá
því að stúlkan hefði lært skyndi-
hjálp fyrir mörgum árum en hefði
ekki þurft að styðjast við hana þar
til nú. Við getum verið viss um
það að veitingahúsgesturinn hef-
ur ekki kvartað yfir því.
Jennifer er því svo sannarlega
vinur í raun.