Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2002, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 24.08.2002, Qupperneq 19
19LAUGARDAGUR 24. ágúst 2002 Freestyle og Streetjass Jassballett Modern Söngleikjadans Birnu Björns 561 3535 Innritun í síma 564 4050 og Kennt í Þrekhúsinu Fyrir krakka á öllum aldri Frostaskjóli 6 Dalsmára 9-11 og Sporthúsinu ansstúdíóD Ve rk sm ið ja n / Á gú st a S. G. MÁLVERKASTULDUR 16. aldar málverk eftir feneyska meistarann Titian, sem var stolið úr Longleat-setrinu í Wiltshire í janúar 1995, er nú komið í leitirnar. Málverkið fannst óskemmt í innkaupapoka, en þó án rammans. Málverkið er metið á fimm milljónir punda og var í eigu markgreifans af Bath, eiganda Longleat. „Ég bíð eftir að sjá það með eigin augum áður en ég verð of spenntur eða geri nokkrar ráðstafanir,“ segir mark- greifinn, en málverkið fannst eft- ir langa leit sem stjórnað var af fyrrum rannsóknarlögreglumanni hjá Scotland Yard, Charles Hill. „Þetta er ákaflega ánægjulegt,“ segir umsjónarmaður Longleat- setursins, Tim Moore. „Hill var reyndar alltaf sannfærður um að leit hans bæri árangur. Við erum mjög þakklátir fyrir hans frá- bæra starf.“ Málverkið verður nú fært til skoðunar og lagfært eins og með þarf. Á málverkinu, sem ber nafn- ið „Áð á flótta til Egyptalands“, má sjá Jósef og Maríu mey sem faðmar að sér Jesúbarnið. Mark- greifinn af Bath keypti málverkið árið 1978.  MÁLVERKIÐ Er metið á fimm milljónir punda. Stolið meistaraverk: Fannst í innkaupapoka Bíræfnir þjófar í Dickens House: Stálu frum- útgáfum um hábjartan dag STULDUR Þremur fyrstu útgáfunum af Jólasögu Dickens, The Christmas Carol, var stolið úr Dickens House Museum í London á fimmtudag. Þjófarnir skáru bækurnar lausar úr lokuðum gler- skáp og gengu óáreittir út úr safn- inu með feng sinn. Þjófnaðurinn mun hafa átt sér stað milli klukk- an 15 og 17, þegar gestir eru margir á staðnum. Bækurnar eru metnar á 20.000-30.000 pund hver. „Það er dapurlegt og jafnframt kaldhæðnislegt, að þetta er bók Dickens um góðvild til allra manna,“ sagði forstjóri safnsins, Andrew Xavier. „Það er líka sorg- legt að nú verðum við að taka í burtu verðmætustu hlutina á safninu meðan hugað er að hert- um öryggisráðstöfunum.“ Þjófarnir höfðu einnig gert til- raun til að ná út úr glerskáp ein- tökum af „The Picwick Papers, en ekki haft erindi sem erfiði. Safnið er við Doughty Street í Blooms- bury, þar sem Dickens bjó á árun- um 1837-1839. Þar skrifaði hann meðal annars fyrstu sögu sína í fullri lengd, The Picwick Papers, og söguna um Oliver Tvist.  BÍÓ Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingum gefst kostur á að fara í bílabíó. Í fyrrakvöld gafst íbúum höfuðborgarsvæðis- ins kostur á að sjá hina gömlu og góðu íslensku bíómynd, Sódómu Reykjavík, í bílabíói í Kópavogin- um. Greinilegt var á viðtökunum að mikill áhugi er hér fyrir bíla- bíói. Rúmlega 200 bílar komust fyr- ir en að sögn forráðamanna Toyota - betri notaðra bíla taldist þeim til að hátt í 300 bílar hefðu orðið frá að hverfa. Nokkur um- ferðarteppa myndaðist því. Áhorfendur hlustuðu á hljóðið í gegnum bílútvarpstæki sín en það var sent út á sérstakri FM tíðni. Bílabíóið var haldið í tilefni af bíódögum sem Toyota - betri not- aðir bílar, stendur fyrir um þess- ar mundir.  Bílabíó í Kópavogi: Fjöldi varð frá að hverfa BÍLABÍÓ Í KÓPAVOGI Í fyrrakvöld stóð Toyota - betri notaðir bílar fyrir bílabíói við húsakynni sín. Kvöldskóli BHS Innritun í kvöldskóla Borgarholtskóla verður eftirfarandi daga: föstudaginn 23. ágúst frá 17 – 19 miðvikudaginn 28. ágúst frá 10 – 16 laugardaginn 24. ágúst frá 10 – 13 fimmtudaginn 29. ágúst frá 10 – 16 mánudaginn 26. ágúst frá 10 – 16 föstudaginn 30. ágúst frá 17 – 19 þriðjudaginn 27. ágúst frá 10 – 16 laugardaginn 31. ágúst frá 10 – 13 Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir almennt bóknám og málmiðn- greinar: DAN – 102 EFM –102 GRT - 103 ENS - 102 CAD –113 GRT - 203 ENS - 202 GÆV-102 MÆM-101 ÍSL - 102 ITM - 114 ITM- 213 STÆ – 102 VFR- 102 TTÖ - 102 TÖL – 102 ITB- allir áfangar Einnig eru kenndar allar suðugreinar, ss. MIG/MAG, TIG, log og rafsuða. Námið er ætlað málm- og véltækninemum en einnig eru almenn- ar greinar opnar öllum sem vilja hefja framhaldsskólanám. Þeim sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum gefst hér einnig kostur á að bæta sig. Upphaf kennslu: mánudaginn 2. september ( frá kl. - 1810 – 2230 ) Lok kennslu: laugardaginn 7. desmber Ath: Ofantaldir áfangar geta fallið niður náist ekki nægur fjöldi í hópa. Innritunargjald verður kr. 14.000 og til viðbótar kr. 1250 á bók- lega einingu og kr. 2500 á einingu í verklegum áföngum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.bhs.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.