Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 2
2 3. september 2002 ÞRIÐJUDAGURINNLENT Bresk herflutningavél með áttamanns innanborðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í gær. Flug- stjórinn lýsti yfir neyðarástandi þegar vélin var 100 sjómílur suður af Ingólfshöfða. Truflanir voru í rafmagnsbúnaði og torkennileg lykt fannst. Engan sakaði. Guðni Ágústsson, landbúnaðar-ráðherra, hefur ákveðið að út- flutningshlutfall kindakjöts á tíma- bilinu 1. sept. til 31. okt. skuli vera 25%. Stjórn Bændasamtaka Ís- lands hafði lagt til að útflutnings- hlutfallið yrði ákveðið 28%. Fiskverkun GPG á Húsavík er aðhefja framleiðslu á roðlausum, þurrkuðum og söltuðum ufsaflök- um. Þau á að selja til Karabíska hafsins. Flökin verða flutt til Karí- bahafsins í sérstökum þar til gerð- um trékössum. FLUGLEIÐIR Flugleiðir keyptu meira í sjálfum sér í gær. Flugleiðir kaupa meira: Keyptu fyrir 230 milljónir VIÐSKIPTI Flugleiðir halda áfram að kaupa eigin hlutabréf. Í gær keyp- ti félagið bréf í sjálfu sér fyrir 230 milljónir króna á genginu 3,9. Eignarhlutur Flugleiða í sjálfum sér er eftir kaupin 6,41%. For- ráðamenn fyrirtækisins hafa sagt að ástæðan sé að fyrirtækið vilji eiga bréf til að nota í kaupréttar- samningum við lykilstarfsmenn. Í markaðsyfirliti Landsbankans- Landbréfa var velt vöngum yfir kaupum félagsins, þegar það keypti í sjálfu sér á dögunum. Gengið í þeim viðskiptum var 3,75. Þar sagði að félög keyptu bréf þegar verð lækkaði til að sýna markaðnum fram á að reksturinn standi undir hærra gengi. „Félög fara einnig út í svona aðgerðir til að tryggja að nýir menn komist ekki til valda innan félagsins eftir að mikil viðskipti hafa átt sér stað og er hugsanlegt að það sé ástæð- an fyrir þessum kaupum Flug- leiða á eigin bréfum,“ segir í Markaðsyfirlitinu.  ÚR FJÁRLAGANEFND Ólafur Örn Haraldsson og Ísólfur Gylfi Pálmason á fundi nefndarinnar. Vandi Landspítala: Skilgreina þarf hlutverk spítalans STJÓRNMÁL „Það kom fram á þess- um fundi að það vantar í pólitísk- an vilja til að ákveða með skýrum hætti hver eigi að vera verkefni Landspítalans,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, eftir fund fjár- laganefndar um fjárhagsvanda spítalans. Komið hafi fram að í 132 rúmum spítalans væru sjúk- lingar sem ættu í raun að vistast annars staðar. Eins séu um 10 til 12 þúsund komur sjúklinga á bráðamóttöku sem ættu að leita til heilsugæslunnar. Landspítali sé vel rekinn miðað við það fjár- magn sem sé til ráðstöfunar. Ólafur Örn Haraldsson, for- maður fjárlaganefndar, sagði fundinn fróðlegan. Fulltrúar spít- alans hafi gert grein fyrir sértæk- um ráðstöfunum sem hafi verið ráðið í. „Það er verið að efla spít- alann á alla lund.“  KEIKÓ Háhyrningurinn Keikó er líklega vinsælasti Íslendingurinn í Noregi um þessar mundir, en myndir af honum prýddu síður norskra dagblaða í gær. Keikó, sem er réttdræpur í Noregi, var í Skálavíkurfirði, sunnan við Þrándheim í gær. Norsk dagblöð greindu frá því að börn hefðu leik- ið við hann og gefið honum að borða. Hallur Hallsson, fram- kvæmdastjóri Ocean Futures samtakanna hérlendis, segir þetta vera nokkuð áhyggjuefni, þar sem vonast hefði verið eftir því að Keikó myndi velja náttúruna framyfir mennina. „Það virðist vera sem Keikó hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að elta bát inn í höfnina í firðin- um,“ sagði Hallur. „Hann hefur yfirgefið háhyrningavöðu og það veldur okkur vonbrigðum, því er ekki að neita.“ Hallur sagði að menn frá Oce- an Futures hefðu farið til Noregs fyrir helgi og væru búnir að vera að fylgjast með honum. „Við erum að meta stöðuna og ákveða hvernig við munum bregð- ast við þessu. Það hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um það ennþá. Það eru rúmar sex vikur síðan Keikó hóf að umgangast aðra há- hyrninga við Vestmannaeyjar og vorum við að vonast eftir því að hann myndi áfram halda til með þeim.“ Hallur sagði augljóst að Keikó hefði þrifist vel í hafinu. Starfs- menn Ocean Futures teldu að hann hefði veitt sér til matar, þar sem hann væri mjög vel á sig kominn. Hallur sagði að Keikó- verkefnið sem slíkt héldi áfram. Áfram væri stefnt að því að Keikó gæti lifað einn í hafinu án þess að þurfa að reiða sig á aðstoð mann- fólksins. Gísli A. Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafrannsóknar- stofnun, sagði að erfitt væri að svara því hversu lengi Keikó gæti lifað í hafinu án matar. Almennt séð væru hvalir vel byggðir til að safna forða og gætu þeir því lifað lengi án þess að þurfa að veiða sér til matar. Aðspurður sagði Gísli að það væri ekkert sem bannaði Norð- mönnum að veiða Keikó. Háhyrn- ingar, teldust til smærri hvala og féllu því ekki undir lög Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Hann sagði samt að það myndi líklega ekki falla í góðan jarðveg ef Norðmenn myndu taka upp á því að veiða dýrið. Gísli sagði að í gegnum tíðina hefðu háhyrningar ekki verið mikið veiddir til matar, en þó væru dæmi um það. „Hér á landi veit ég til þess að háhyrningar sem hafa fest sig í netum hafi verið borðaðir. Ég prófaði það sjálfur einu sinni á Hótel Búðum fyrir nokkrum árum og það var ekkert að því kjöti.“ trausti@frettabladid.is KEIKÓ ER VINSÆLL Í NOREGI Norsk dagblöð greindu frá því í gær að börn í Skálavíkurfirði hefðu gefið Keikó að borða og leikið við hann. Keikó réttdræpur við Noregsstrendur Vonbrigði að Keikó hafi elt bát inn í norskan fjörð segir Hallur Hallsson, framkvæmdastjóri Ocean Futures. Ekkert sem bannar Norðmönnum að veiða dýrið segir Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar. Bragðaði sjálfur háhyrningakjöt á Hótel Búðum. DUBLIN, AP Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, segir að Írar verði að samþykkja í næstu þjóð- aratkvæðagreiðslu samning Evr- ópusambandsins, sem gerður var í Nissa í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári. Í samningnum er kveðið á um breytingar á skipulagi Evr- ópusambandins sem nauðsynlegar þykja vegna fyrirhugaðrar stækk- unar þess. Samningurinn var alls óvænt felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi í júní 2001. Bertie Ahern segir að markmiðum Nissa-samn- ingsins sé stefnt í voða ef Írar sam- þykki hann ekki í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem flestir búast við að verði haldin í næsta mánuði. Enn hefur ekki verið boðað til atkvæða- greiðslunnar, en í gær hófu írsk stjórnvöld svonefnda upplýsinga- herferð, með það að markmiði að sannfæra þjóðina um ágæti samn- ingsins. „Við skulum segja þetta tæpitungulaust,“ sagði Ahern í gær. „Ef þetta verður ekki sam- þykkt þá myndum við bregðast fólki gífurlega mikið. Þá yrði litið svo á að Írland væri að koma í veg fyrir og væri andsnúið stækkun Evrópusambandsins.“ Ahern segist sannfærður um að margir hafi greitt atkvæði gegn samningnum vegna þess eins að þeir hafi ekki þekkt eða skilið inni- hald hans nógu vel. Með því einu að upplýsa þjóðina betur megi tryggja að samningurinn verði samþykktur í næstu umferð. Írland er eina ríkið Evrópusam- bandsins sem leggur Nissa-samn- inginn fyrir þjóðaratkvæði. Hin aðildarríkin 14 hafa þegar staðfest hann. Forsætisráðherra Írlands: Nissa-samninginn verður að samþykkja BERTIE AHERN Forsætisráðherra Írlands ætlar að sannfæra landa sína á næstu vikum um að Nissa-samn- ingur Evrópusambandsins sé ekki jafn slæmur og af er látið. Líklegt er talið að ný þjóðar- atkvæðagreiðsla um samninginn fari fram í næsta mánuði. AP /J O H N C O G IL L Beinbrot á Landakoti: Brotnuðu ekki vegna flutninga HEILBRIGÐISMÁL „Það er rétt að sjúklingur á öldrunardeild brotn- aði eftir flutningana í síðustu viku. Hann hefur margsinnis áður dottið og brotið sig og því vil ég alls ekki tengja það flutningum. Hinn sjúklingurinn hafði hins vegar brotnað fyrir flutninga en það kom ekki í ljós fyrr en farið var að rannsaka viðkomandi nán- ar að um beinbrot var að ræða,“segir Ingibjörg Hjaltadótt- ir, hjúkrunarforstjóri á Landakoti, en fyrir helgi voru að minnsta kosti tveir heilabilaðir sjúklingar að jafna sig eftir beinbrot eftir breytingar á sjúkrahúsinu. Ingibjörg sagði að allar breyt- ingar hefðu slæm áhrif á fólk með heilabilun. Reynt væri að halda lífi þessa fólks í sem mestum skorðum en hjá því væri ekki komist að breyta til því stundum þyrfti að flytja fólk til.  LANDAKOT Heilabilaðir sjúklingar hafa brotið bein eftir að vera fluttir til eftir að einni deild sjúkra- hússins var lokað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.