Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 3. september 2002 STUTT HEILBRIGÐISMÁL „Það gleymist í umræðunni um hjúkrunarheimili að inni á sjúkrahúsunum er hópur ungs fólks sem þarf á hjúkrunar- heimili að halda,“ segir Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunarforstjóri öldun- arsviðs á Landakoti. Hún segir að meðal annars sé um að ræða ungt fólk sem slasast hefur það illa að það mun aldrei geta bjargað sér á annan hátt. „Margir liggja inni á endurhæfing- ardeildum og eru fastir þar. Ein- hverjum hefur verið komið fyrir á öldrunardeildum en þar á það alls ekki heima og enn aðrir eru heima í umsjá ættingja. Þessir sjúkling- ar eru ungir og lífslíkur þeirra mun lengri en aldraðra. Þetta er gleymdi hópurinn í kerfinu sem aldrei er talað um,“ Ingibjörg segir að fyrir nokkrum árum hafi verið byggð deild á Reykjarlundi fyrir þennan hóp og ein deild á Skógarbæ. „Fyrir þetta fólk eru fá úrræði og liggur í dýrum rúmum á sjúkrahúsunum sem myndu losna ef það fengi inn á sérhæfðu hjúkrunarheimili.“ Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði það alveg rétt að ekki hefði mikið verið rætt um þennan hóp. „Þarna er um að ræða ungt fólk sem hefur hlotið alvarlega höfuðáverka í slysum, er með langvinna taugasjúkdóma s. s. MS. sjúklingar og þeir sem hlotið hafa svokallaðan fram- heilaskaða sem veldur ákveðnum hegðunartruflunum. Mest mæðir á ættingjum þeirra vegna þess hve erfiðir þeir geta verið í um- önnun.“ Sigurður sagði landlæknisemb- ættið vera vel meðvitað um þarfir þessa hóps en ekki hafi enn verið gerð nein áætlun til að mæta þörf- um þess með byggingu á sér- hæfðu hjúkrunarrými. „Oftast er þetta leyst með mikilli heima- hjúkrun þar sem það á við. En fyrst og fremst eru það ættingjar þessa fólks sem leggja á sig ómælda vinnu. Það breytir því ekki að þörfin á varanlegu úrræði er fyrir hendi.“  VIMUEFNI Yngra fólkið hefur í vax- andi mæli verið að leita sér að- stoðar vegna vímuefnavanda. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, segir ástæðuna aukna vímuefnaneyslu hjá þessum hópi og fjölbreyttari vímuefni. Áhugi unglinga á vímuefnum hafi aldrei verið meiri en um þessar mundir og birtist það m. a. í jákvæðum viðhorfum þeirra gagnvart neysl- unni. Í verðlagskönnun á ólöglegum vímuefnum á „götunni“ sem SÁÁ gerði í síðasta mánuði kemur í ljós að verð á e-pillu er áberandi lágt. Hefur verðið farið lækkandi frá árinu 2000. Þá kostaði e-pillan 2.850 krónur en kostar í ágúst á þessu ári 2.240 krónur. „Mikill fjöldi unglinga tekur e-pillu reglu- lega og ástæðuna má rekja til mikils framboðs sem tengist skemmtunum þessa unga fólks.“ Þórarinn segir yngstu neytend- urna, 18 ára og yngra, neyta kana- bisefna á hverjum degi og örvan- di um helgar. Unglingar um tví- tugt byrji í helgarneyslu á áfengi og fari þaðan í örvandi lyfin sem eru e-pilla, amfetamín og kókaín. Segir hann tölur sýna að kókaínn- eysla hafi aukist síðustu tvö árin. Þá hafi sú minnkun sem var á notkun amfetamíns í fyrra og von- ast var til að mark væri takandi á, ekki haldið áfram þetta árið.  FLEIRA YNGRA FÓLK LEITAR AÐSTOÐAR Í ársskýrslu SÁÁ árið 2000 komu 288 ung- lingar 19 ára og yngri á Sjúkrahúsið Vog í 456 skipti. Fleiri sóttu sér aðstoð árið 2001 eða 294 en komurnar fækkuðu í 420 skipti. Aðspurður hvernig þróunin hafi verið það sem af sé þessu ári segist Þórar- inn ekki búast að dragi úr fjöldanum. NEYSLA VÍMUEFNA Ágúst Hass Amf.mín Kókaín E-töflur LSD 2000 1.680 3.600 10.180 2.850 2.250 2001 1.980 3.800 9.340 2.430 2.800 2002 2.060 4.200 9.300 2.240 2.000 Verð á e-töflu áberandi lágt: Mikill fjöldi unglinga tekur e-töflu reglulega LANDLÆKNIR Sigurður Guðmundsson, landlæknir, segir embættið vel meðvitað um þarfir unga fólksins sem býr við varanle- gan heilaskaða eða hreyfi- hömlun. Gleymdi hópurinn Ungt fólk sem hlotið hefur varanlega heilaskaða eða er það hreyfihamlað að það þarf ævilanga ummönnun, þarfnast hjúkrunarrýmis. Í sumum tilfellum liggur það áfram á endurhæfingadeild og kemst ekki áfram. Nokkrir eru jafnvel vistaðir á öldrunardeildum. En fyrst og fremst eru það ættingjar þessa fólks sem leggja á sig ómælda vinnu. Átök urðu milli konu og manns ásunnudag. Lögreglan í Reykja- vík fékk tilkynningu um að hugs- anleg átök væru í gangi í bíl á gatnamótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar. Fylgdi sá sem hring- di bílnum eftir að Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg og lokaði hann þar af. Við það hljóp ökumað- urinn úr bílnum. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að átök höfðu orðið milli konu og manns sem endaði með því að maðurinn henti konunni úr bílnum og ók á brott. Konan reyndist ómeidd. Ariel Sharon, forsætisráðherraÍsraels, hefur sagt ríkisstjórn sinni að ef Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, yfirgefi Vesturbakkann, fái hann ekki að snúa til baka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.