Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 8
8 3. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR BÍLASALA Illa árar enn í bílasölu ef marka má uppgjör Heklu á fyrri helmingi ársins. Fyrirtækið tap- aði 74 milljónum. Tap fyrir sama tímabil í fyrra var 143 milljónir. Bati varð á afkomunni milli fyrs- ta og annars ársfjórðungs. Meira en 50% samdráttur hefur orðið í bílasölu frá árinu 2000. Sam- dráttur fyrir fyrstu mánuði þessa árs er 15%. Í tilkynningu félags- ins kemur fram að markaðshlut- deild fyrirtækisins hafi aukist á tímabilinu um 3%. Markaðshlut- deildin á fólksbílamarkaði er 23%. Mikill samdráttur er í sölu þungavinnuvéla og er ekki búist við breytingum á þeim markaði fyrr en virkjana og stóriðjufram- kvæmdir hefjast. Fyrirtækið gerir ekki ráð fyr- ir miklum breytingum á bíla- markaði það sem af er ársins. Hins vegar telja forsvarsmenn fyrirtækisins að aukning verði í sölu bíla á næsta ári. Framtíðar- horfur séu góðar og bílamarkað- urinn muni komast í eðlilegt horf á næsta ári.  Enn samdráttur í bílasölu: Þungavinnuvélar bíða virkjana SAMDRÁTTUR Samdráttur er ennþá í bíla- sölu. Væntingar standa til þess að sala nýrra bíla aukist á næsta ári. Öxnadalsheiði: Tvær skriður féllu SAMGÖNGUR Öxnadalsheiðin lokað- ist um fjórar klukkustundir í fyrr- inótt vegna skriðufalla. Féll skrið- an á vestanverðri heiðinni um eitt- leytið og þurfti að kalla til vega- gerðarmenn frá Akureyri til að hreinsa veginn. Brugðust þeir skjótt við og var umferð komin á aftur um fimmleytið í gærmorgun. Að sögn lögrelgunnar á Akur- eyri myndaðist nokkur bílaröð beggja vegna skriðanna meðan beðið væri eftir því að vegurinn yrði ruddur.  WASHINGTON, LONDON, AP Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er ósammála Dick Cheney, varaforseta Bandaríkj- anna, um nauðsyn þess að ráðast inn í Írak hið fyrsta. Powell sagði í viðtali í Bret- landi um helgina að „fyrsta skrefið“ hljóti að vera að senda vopnaeftir- litsmenn Samein- uðu þjóðanna aftur inn í Írak og sjá hverju þeir komast að þar. „Forsetinn hef- ur tekið skýrt fram að hann telji að vopnaeftir- litsmennirnir eigi að snúa aftur,“ sagði Powell í viðtalinu, sem breska sjónvarpsstöðin BBC birti að hluta til á sunnudaginn. Powell segir nauðsynlegt að reyna þessa leið, jafnvel þótt engin trygging sé fyrir því að hún beri árangur. Powell er þarna gjörsamlega á öndverðum meiði við Cheney, sem sagði í langri ræðu í síðustu viku að hættulegt væri að bíða öllu lengur með aðgerðir vegna þess að Írak hafi þegar yfir gjör- eyðingarvopnum að ráða. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, Scott McCl- ellan, sagði í gær forsetann vera sammála því að vopnaeftirlit sé nauðsynlegt fyrsta skref í mál- inu. Hins vegar sé engan veginn víst að það dugi til. Ágreiningurinn meðal banda- rískra ráðamanna varðandi Írak hefur tekið á sig ýmsar myndir undanfarið. Málsmetandi flokks- bræður þeirra Bush, Cheneys og Powells hafa meðal annars varað við því að láta til skarar skríða í Írak án þess að hugleiða vel þær hættur sem fylgja slíkri árás. Chuck Hagel, repúblikani í ut- anríkismálanefnd Bandaríkja- þings, segir til dæmis ekkert vafamál að Saddam Hussein sé hættulegur jafnt Bandaríkjunum sem og nágrannaríkjum Íraks. Hins vegar geti reynst enn hættulegra að gera innrás án til- lits til aðstæðna. „Myndum við valda frekara uppnámi í Mið- Austurlöndum, Mið-Asíu, Suður- Asíu?“ spurði Hagel. „Og auðvit- að er ein stærsta spurningin hve lengi bandaríski herinn þyrfti að vera í Mið-Austurlöndum. Erum við að tala um 250.000 hermenn? Viljum við vera áfram í Bagdad til að stjórna landinu þar, önnum kafnir við að finna einhverja aðra lausn?“ Bush á að flytja ræðu á als- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 12. september, daginn eftir að Bandaríkjamenn minnast þess að ár er liðið frá árásum hryðju- verkamanna á New York og Was- hington. Talið er víst að hann noti það tækifæri til að færa rök fyr- ir nauðsyn þess að grípa til að- gerða gegn Írak.  Powell og Cheney ósammála um Írak Ágreiningur er meðal bandarískra ráðamanna um það, hversu brýnt sé að ráðast á Írak. Powell vill að venju fara sér hægt, öfugt við Cheney varaforseta. RUMSFELD, POWELL, BUSH OG CHENEY Á þessari tæplega ársgömlu mynd sjást æðstu yfirboðarar bandaríska hersins saman. Þetta eru þeir Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra, Geor- ge W. Bush forseti og Dick Cheney varaforseti. Ágreiningur hefur verið á milli þeirra um fyrirhugaðar árásir á Írak. Forsetinn hef- ur tekið skýrt fram að hann telji að vopna- eftirlitsmenn- irnir eigi að snúa aftur. AP /M YN D JÓHANNESARBORG, AP „Látum ekki blekkjast þegar við horfum á heið- skíran himininn að allt sé í lagi. Það er ekki rétt að allt sé í lagi,“ sagði Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær. Hann var að ávarpa meira en hundrað þjóðarleiðtoga á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesar- borg. Hann hvatti allar þjóðir heims til þess að vinna saman að því verkefni að bæta hag fátækra og koma um leið umhverfinu til bjargar. Kostnaðurinn af því að grípa ekki til afdráttarlausra að- gerða verði alltof mikill. „Hættum að vera í efnahags- legri vörn og byrjum að sýna póli- tískt hugrekki,“ sagði hann við marga helstu leiðtoga heims. Ráðstefnunni í Jóhannesarborg á að ljúka á morgun. Henni á að ljúka með því að samþykkt verður metnaðarfull lokayfirlýsing um framtíðarstefnu í baráttunni við fátækt og hnignun umhverfis. Samningaviðræður um inni- hald þessarar lokayfirlýsingar hafa gengið betur en horfur voru á fyrir nokkrum dögum.  Kofi Annan á ráðstefnunni í Jóhannesarborg: Hvetur þjóðarleiðtoga til að sýna hugrekki FRÁ RÁÐSTEFNUNNI Í JÓHANNESARBORG Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var á meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem hlýddu á ræðu Kofi Annans í gær. ORÐRÉTT DAVÍÐ BRESNEV? „Aðalritari ráðstjórn- arinnar.“ Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálynda flokksins, um forsætisráðherra Ís- lands. RÚV. MAÐUR ORÐA SINNA „Við höfum alltaf sagt að við stöndum með þjálfaranum okkar. Málin eru nú oft flóknari en það að hægt sé að kenna einum manni um.“ Jóhann Ingi Árnason, framkvæmdastjóri ÍBV, nokkrum dögum áður en Njáli Eiðs- syni þjálfara sama liðs var sparkað. LÍKA AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM „Það er fullt af góðum skákmönn- um sem geta ekkert í stærð- fræði.“ Hannes Hlífar Stefánsson skákmeistari í Fréttablaðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.