Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. september 2002 11 PEKING, AP Þegar flokksþing kín- verska Kommúnistaflokksins verður haldið í nóvember næst- komandi verða flokksfélagarnir fleiri en nokkru sinni. Frá því síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum hefur flokks- mönnum fjölgað um sex milljón- ir. Nú eru 66 milljónir skráðir félagar í kínverska Kommún- istaflokknum. Búist er við því að flokks- þingið í nóvember verði sögu- legt. Til stendur að skipta um flokksforystuna að hluta til, þótt ólíklegt sé að umtalsverð stefnubreyting fylgi með.  Styttist í flokksþingið í Kína: Kom- múnistum fjölgar Í KÍNVERSKRI BÓKABÚÐ Vinstra megin á myndinni gluggar maður í bók í kínverskri bókabúð rétt við vegg- mynd af Jiang Zemin forseta. DÓMSMÁL Kæra Baugs Group hf. vegna framgöngu lögreglumanna frá ríkislögreglustjóra við hús- leit í síðustu viku hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, hefur boðað að fyrirtækið muni höfða skaðabótamál vegna þess tjóns sem hann segir fyrirtækið hafa orðið fyrir vegna kæru Jóns Ger- alds Sullenbergers og eftirfylgj- andi lögregluaðgerða. Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs, segir m.a. í greinargerð með kærunni, sem þingfest var í gær, að samkvæmt málatilbúnaði ríkislögreglustjóra sé Baugur þolandi meintra brota Jóns Ás- geirs og Tryggva Jónssonar for- stjóra. Starfsmenn efnahags- brotadeildar virðist ekki hafa gert sér næga grein fyrir þeim réttindum sem fyrirtækið ætti að hafa sem brotaþoli. Hreinn minnir á að lögreglu- rannsóknin skaði viðræður sem Baugur hefur átt í varðandi kaup á breska fyrirtækinu Arcadia. „Þrátt fyrir að lögmenn og endurskoðendur Baugs hafi kom- ið fram með skýringar á flestum, ef ekki öllum, ágreiningsefnum sem voru tilefni þess að rann- sókn lögreglunnar hófst, hefur lögreglan enn ekki hætt rann- sókninni eða látið uppi um hvert framhald hennar verði,“ segir Hreinn. Kæran er sú sama og Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs, kyn- nti fjölmiðlum fyrir helgi. Í kærunni er þess farið á leit að héraðsdómur úrskurði um lög- mæti aðgerða lögreglu svo og lögmæti haldlagningar gagna og muna. Eins og fram hefur komið vefengja Baugsmenn nauðsyn húsleitarinnar. Hún hafi auk þess verið alltof umfangsmikil. Hjá embætti ríkislögreglu- stjóra er alfarið vísað á Jón H. Snorrason, yfirmann efnahags- brotadeildar embættisins, vegna þessa máls. Jón svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Búist er við að niðurstaða hér- aðsdóms varðandi kæru Baugs liggi fyrir á fimmtudag. gar@frettabladid.is Héraðsdómur skoðar aðfarir við húsleitina Kæra Baugs vegna húsleitar hefur verið þingfest. Lögmaður Baugs segir fyrirtækið fórnarlamb meintra brota. Engin viðbrögð fást frá ríkislög- reglustjóra. Búist er við að niðurstaða héraðsdóms liggi fyrir á fimmtudag. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Baugur telur ríkislögreglustjóra hafa skaðað fyrirtækið með aðferðum í rannsókn sem tengist ekki fyrirtæk- inu sjálfu. Baugur sé fórnarlamb. RANNSÓKN Rannsókn efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meints fjárdrátts frá Baugi hf. beinist að þremur mönnum; Tryggva Jónssyni og feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jó- hannesi Jónssyni stjórnarmanni. Húsleitin hjá Baugi sl. miðviku- dag var hluti þessarar rannsóknar. Afla átti gagna vegna fullyrðinga Jóns Geralds Sullenbergers um meint auðgunarbrot þremenning- anna. Lögregla telur sig, með gögnum Jóns Sullenbergers, hafa vísbend- ingar um að lykilmennirnir hafi dregið sér jafnvirði 90 milljóna króna með tvennum hætti. Annars vegar með því að fá Jón Gerald til að láta fyrirtæki sitt Nordica Inc. gera tilhæfulausan afsláttarreikn- ing upp á 590 þúsund dollara. Hins vegar með því að Jón Gerald gerði Baugi 33 tilhæfulausa reikninga upp á samtals 490 þúsund dollara fyrir ráðgjöf og fleira. Lögregla rannsakar hvort upp- hæðirnar sem sagðar eru hafa verið greiddar samkvæmt reikn- ingunum 33 hafi í raun verið notað- ar til kaupa og reksturs á lysti- snekkjunni Thee Viking í Flórída. Eins er því haldið fram að peningar hafi verið notaðir til að greiða út- tektir Tryggva og Jóns af greiðslu- kortum á reikningi Jóns Geralds.  Vísbendingar ríkislögreglustjóra um brot Baugsmanna: Ásakanir um falsaða reikn- inga vegna kreditkorta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.