Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 25
Voru skilaboðin til presta í Þing-vallasveit á dögunum. Þar er nú búið að úthýsa umboðsmönnum al- mættisins og þeir skulu hætta að jarma um að fá að tjalda á kirkjulóð- inni eða draga þangað hjólhýsi. Klerkar sem telja sig eiga erindi í Þingvallakirkju geta leigt sér hótel- herbergi ef þeir vilja gista eða komið í dagsferðir í sóknina. Það er skoll- ans nóg. Prestahjólhýsi á helga blett- inum eða prestakofi er subbuskapur, enda bannað að byggja í sveitinni, að minnsta kosti kemst séra Jón ekki upp með það. Til allrar guðs lukku er búið að koma klerki út úr húsi í sjálf- um Þingvallabænum. Þar er alltaf fullt út úr dyrum af ofurmennum og fyrirfólki og skelfilegt fyrir gesti og gangandi ef hempuskarfur er að læðupokast þar um stofur og ganga. HEILABILAÐIR verða ekki út- skrifaðir af Landakoti í bili. Það hefði verið spennandi tilraun og merkilegt að sjá hvernig því fólki reiddi af. Eftir stendur að sjúkra- rúmum fyrir aldraða þarf að fækka og loka að minnsta kosti einni deild. Óheppilegt að öldruðum skuli að sama skapi fjölga í samfélaginu. Næsta skref verður hugsanlega að semja við sjúklinga um að tvímenna í hin dýrmætu rúm. Kostuleg kveðja frá yfirvaldinu til okkar hinna sem gerum lítið annað en að eldast. ÁLBJÖRGUNARSVEITIN fer á kostum og reynir nú að koma á kostulegu samstarfi við góðvini okk- ar Kínverja um að reisa álver við Eyjafjörð á heimaslóðum Álgerðar. Mikið verður það notalegt. Við get- um kannski fengið ókeypis kínverskt vinnuafl til að reisa herlegheitin. Til allrar hamingju eru Rússar líka með. Vonandi verða þeir ráðgefandi í mengunarvörnum - heimsmeistarar í huggulegri stóriðju. Þá fyrst verður borgið okkar alþjóðlega orðstír sem hin náttúruvæna og lýðræðiselskandi paradís í norðri. MÖRLANDINN klórar sér. Kostu- legur kosningavetur fram undan. Hoppaðu upp og lokaðu augunum, bentu í austur og vestur og svo á þann sem þér þykir bestur. En hvert á að benda? Einhverjir frambjóðend- ur rangla um áttavilltir og vita ekki hvar er best að vera. Hvar er mesti sénsinn? Hvar eru bestu sætin? Í hvaða kjördæmi er maður vinsælast- ur? Skítt og lago með gömul átthaga- bönd, hagsmuni sveitunga og velferð trygglyndra kjósenda. Hvar er hæsta þúfan að hreykja sér á?  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 7 1 7 3 *Mi›a› vi› 500 MB frá útlöndum. Mána›argjald ADSL-fljónustunnar er ekki innifali›. innifali›: 2 mána›a internet- áskrift* Stórlækka› ver› á ADSL-pökkum – L é t t a r i l e i › a › N e t i n u m e › S í m a n u m I n t e r n e t SÍMINN INTERNET • Ekkert stofngjald • Engin skuldbinding • Aukinn hra›i • Sítenging • 2 mána›a internetáskrift innifalin • Vírusvarinn tölvupóstur • Frí uppsetning í verslun Símans í kringlunni • Pakkar sérsni›nir a› flínum flörfum Ód‡rasti búna›arpakkinn og hentar vel fleim sem vilja tengja eina tölvu me› ADSL-mótaldi vi› Neti›. ADSL Pro – innbyggt ADSL-kort og smásía. Léttkaupsú tbor gun 1.980 kr.1.500 kr. færast á reikning næstu 6 mánu›i. Sta›grei›sluver› 10.980 kr. Tilb o› til 2 0. se ptem ber Dæmi um pakka – sjá nánar á simnet.is p a k k i 1 Mána›argjald internetfljónustu um ADSL hjá Símanum Internet er frá 3.820 kr. Núna er hægt a› fá ADSL á eftirtöldum stö›um: öllu höfu›borgarsvæ›inu, Akureyri, Keflavík, Njar›vík, Akranesi, Borgarnesi, Ísafir›i, Sau›árkróki, Húsavík, Egilsstö›um, Höfn, Selfossi, Vestmannaeyjum, Siglufir›i, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grindavík og Eskifir›i. Takið hinni kostulegu kveðju Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Flotefni • Málning Múrviðgerðarefni Verkfæri og fl. Súðarvogur 14 www.golflagnir.is S: 5641740

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.