Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6
6 3. september 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS Er Keikó alfarinn frá Íslandi? Hann er í það minnsta farinn núna en ég hugsa að hann komi aftur. Ef hann gerir það verður svo gaman að sjá hvort hann snúi aftur til Vestmannaeyja. Gerhard Guðnason LÖGREGLUFRÉTTIR FERÐAMENN „Þetta lítur vel út og svo virðist sem við höfum haldið okkar þrátt fyrir hrakspár í kjöl- far atburðanna 11. september,“ segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, en tölur um fjölda ferðamanna í sumar hingað til lands eru í vinnslu og væntanleg- ar á allra næstu dögum. „Ekki skipti minnstu að stjórnvöld brugðust skjótt við með viðbótar- fjármagn til kynningarstarfa og það nýttist vel. Samkvæmt upp- lýsingum sem við höfum frá fyrir- tækjum í ferðaþjónustu þá virðast flestir ánægðir með sumarið,“ segir Erna. Vegna Schengen - samkomu- lagsins er ekki lengur hægt að telja ferðamenn við komuna til landsins. Því hefur verið gripið til þess ráðs að telja þá við brottför úr landi. Er það gert með aðstoð sérgerðar tölvu þar sem starfs- maður situr og skilur Íslendinga frá útlendingum við bókun í flug. Hefur hann einnig möguleika á að skrá ferðamenn eftir fjórtán þjóð- ernum sem hann og gerir. Með því fást upplýsingar um fjölda ferða- manna frá helstu viðskiptalönd- um okkar. Að mati Ernu Hauks- dóttir eru þær upplýsingar mikil- vægar í frekari kynningu og markaðsókn í ferðamennskunni.  Tölur um fjölda ferðamanna á leiðinni: 11. september rústaði ekki túrismanum FERÐAMENN Skiluðu sér vel þrátt fyrir spár um anað. KVÓTI Tæplega 8.500 tonn af út- hafsrækju voru óveidd við lok fiskveiðiársins sem lauk á laugar- dag. Útgefið aflamark síðasta var 35.000 tonn, en leyfilegur heildar- afli á árinu var 39.626 tonn vegna flutnings frá fyrra ári. Við lok fiskveiðiársins var aflinn aðeins orðinn 26.871 tonn og því 12.754 tonn óveidd. Samkvæmt þessu var meðalafli úthafsrækju á mán- uði rúmlega 2.200 tonn en hefði þurft að vera nálægt 3.300 tonn- um á mánuði. Miðin gáfu einfald- lega ekki meira þetta árið burtséð frá kvótaúthlutun. Leyfilegt er að færa 20% út- gefins aflamarks milli ára eða 7.000 tonn. Hitt fellur óveitt niður, samtals 5.754 tonn. Að því gefnu að verð upp úr sjó sé um 100 krónur á kíló, þá lætur nærri að tekjutapið upp úr sjó sé ríflega hálfur milljarður króna. Þessa tölu má að minnsta kosti tvöfalda ef áætla á útflutnings- verðmætið. Þá ber útgerðum sem fengu úthlutað aflaheimildum í úthafsrækju að greiða auðlinda- gjald af úthlutun, burtséð frá því hvort veiðist eða ekki.  Úthafsrækja í lok fiskveiðiárs: 15% kvótans falla niður REYKJAVÍKURHÖFN Íslenski fiskiskipaflotinn náði ekki að veiða allan kvóta í úthafsrækju. Tíu ökumenn voru grunaðirum ölvun við akstur í Reykjavík um helgina. Þá reynd- ust níutíu og þrír aka of hratt þar sem lögreglan var við hraða- mælingar. Fjörtíu og eitt um- ferðaróhapp með eignatjóni var tilkynnt til lögreglunnar. Ölvun var í meðalagi í mið-borginni aðfaranótt sunnu- dags. Einn var handtekinn vegna óspekta og þrír hlutu áverka í átökum. Flutti lögreglan einn mannanna á slysadeild og annar var fluttur með sjúkrabíl. Um nóttina var maður fluttur af Laugaveginum á slysadeild eftir að annar hafði slegið hann í and- litið. Talið er að maðurinn hafi nefbrotnað. Ráðist var á dyravörð á veit-ingahúsi við Laugaveg. Að verki voru tveir bræður og réð- ust þeir á dyravörðinn eftir að hann hafði neitað þeim um inn- göngu. Spörkuðu þeir í höfuð hans og kvið og keyrðu í burtu. Lögreglan leitaði bræðranna án árangurs. Dyravörðurinn var hins vegar fluttur á slysadeild. ENDURVINNSLA Flokkur kvenna af asískum uppruna hefur að undan- förnu farið vítt og breitt um íbúðahverfi í miðborg Reykjavík- ur og leitað grannt í öskutunnum að flöskum og dósum sem bera skilagjald. Eru konurnar vel út- búnar með kerrur og barnavagna sem þær hlaða í því sem finnst. Konurnar ganga til verks af fullri ein- urð eins og sjá má af útbúnaði þeirra og bera þær hvítar grímur fyrir vitum líkt og tannlæknar við störf. Fara þær um eld- snemma morguns þegar íbúar eru yfirleitt enn í fasta svefni: „Hjá okkur eru það skýr fyrir- mæli til starfsmanna að þeir gramsi ekki í sorpinu sem er í tunnunum þegar verið er að losa þær. En við vitum af hinu og það er að sjálfsögðu ekki æskilegt þó ekki væri nema út frá heilbrigðis- sjónarmiði,“ segir Sigríður Ólafs- dóttir, rekstrarstjóri Sorphirð- unnar í Reykjavík. Enn sem komið er hafa engar kvartanir eða kærur borist frá íbúum miðborgarinnar vegna sorpkvennanna enda ganga þær hljóðlega til verks og gæta þess að raska sem minnst ró íbúa. Mið- að við það magn af flöskum og dósum sem þær aka á kerrum sínu út úr hverfunum er ljóst að um verulegar fjárhæðir er að ræða í skilagjaldi og eftir tölu- verðu er að slægjast ef fólk legg- ur sig eftir þeim verðmætum sem í tunnunum liggur, og leitar vel. „Þetta er flókið mál sem ég hef rætt við skrifstofustjórann hér. Það virðast ekki vera neinar regl- ur til um þetta enda vandamálið nýtt. Hins vegar er ljóst að íbúar geta nýtt sér lóðaréttindi sín og kært þá sem inn á þær fara í óley- fi. Þá er einnig ljóst að íbúarnir eru með tunnurnar á leigu og það sem í þeim er tilheyrir þeim svo lengi sem þær eru ekki tæmdar,“ segir Sigríður Ólafsdóttir. Málið er í skoðun og ekki ólíklegt að reglur verði endurskoðaðar fari enn meir að bera á því að sorp- tunnur séu að hluta til tæmdar af einkaaðilum áður en starfsmenn Sorphirðunnar koma til sinna venjubundnu starfa. eir@frettabladid.is Konur á kafi í sorptunnum Með útbúnað og grímur fyrir vitum í leit að dósum og flöskum. Rekstrarstjóri Sorphirðunnar segir að virða verði lóðarrétt og bannar starfsmönnum sínum að gramsa í sorpi. Málið í skoðun. RUSLKONA AÐ VERKI Vinna verk sín eldsnemma morguns þegar íbúar eru flestir enn í fastasvefni. „Hjá okkur eru það skýr fyrir- mæli til starfs- manna að þeir gramsi ekki í sorpinu sem er í tunn- unum þegar verið er að losa þær.“ INGUNN AK Náði að klára sínar veiðiheimildir. Kvóti síðasta fiskveiðiárs: Slyndra ónýtt í síld og loðnu KVÓTI Lítið ef nokkuð fellur niður óveitt af bolfiskkvóta síðasta fisk- veiðiárs. Öðru gegnir með uppjáv- arfisk og úthafsrækju. 15% út- hafsrækjukvótans fellur niður óveitt eins og fram hefur komið. Þá falla 17% síldarkvótans niður eða um 20 þúsund tonn og 4% loðnukvótans, rúm 43 þúsund tonn sömuleiðis. Eftirstöðvar útgefins kvóta í öðrum tegundum er á bil- inu 0,5% til 11%, mest er eftir af skrápflúru en minnst af þorski. Heimilt er að færa 20% útgefins aflamarks milli ára. Frestur út- gerða til að færa aflaheimildir milli ára hefur nú verið lengdur til 15. september.  Hagnaður fyrirtækja: Mikill við- snúningur UPPGJÖR Fyrirtæki í Úrvalsvístölu Kauphallar Íslands hafa öll skilað uppgjöri fyrir fyrri hluta ársins. Í markaðsyfirliti Landsbankans- Landsbréfa kemur fram að mikill viðsnúningur hefur orðið í hagnaði milli ára. Hagnaður fyrirtækjanna hefur vaxið úr 1,8 milljörðum í 13, 6 milljarða. Helsta skýringin á þessum viðsnúningi er viðsnúning- ur í þróun íslensku krónunnar. Flest uppgjörin voru í samræmi við spár fjármálafyrirtækja. Flug- leiðir komu mest á óvart og var af- koma félagsins mun betri en spár höfðu gert ráð fyrir.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88.28 0.51% Sterlingspund 136.75 0.31% Dönsk króna 11.68 0.18% Evra 86.73 0.18% Gengisvístala krónu 130,80 0,31% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 505 Velta 7.846 m ICEX-15 1.272 -0,31% Mestu viðskipti Flugleiðir hf. 389.636.548 Ker hf. 52.731.800 SR-Mjöl hf. 41.400.000 Mesta hækkun Baugur Group hf. 5,88% Olíuverslun Íslands hf. 4,35% Samherji hf. 1,90% Mesta lækkun Eimskipafélag Íslands hf. -4,59% Sjóvá-Almennar hf. -4,09% Marel hf. -2,56% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: engin viðskipti Nasdaq engin viðskipti FTSE: 4180,9 -1,10% DAX: 3625,4 -2,40% Nikkei: 9521,6 -1,00% S&P: engin viðskipti Baugur í athugun: Bréfin hækkuðu VIÐSKIPTI Baugur hefur verið færður á athugunarlista Kaup- hallar Íslands vegna samnings- umleita um sölu á 20% hlut í Arcadia Group og óvissu sökum rannsóknar á hendur forsvars- mönnum félagsins. Gengi hluta- bréfa í Baugi hækkuðu í gær um 5,88% í viðskiptum sem námu 32 m.kr. að markaðsvirði. Verð hlut- ar Baugs er samkvæmt yfir- tökutilboði yfir 20 milljarðar króna, en bókfært verð hlutarins hjá Baugi er um 11 milljarðar. Bréf Arcadia enduðu í 375 pens- um á markaði í gær.  Vísitala neysluverðs munhækka um 0,36% til 0,5% ef marka má spá fjármálafyrir- tækja. Hækkun á bensínverði og hækkun á fötum og skóm vega þyngst. Þá hefur hækkun á liðn- um tómstundir og menning áhrif til hækkunar. Greingardeildir bankanna gera einnig ráð fyrir hækkandi fasteignaverði. VIÐSKIPTI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.