Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 5
5ÞRIÐJUDAGUR 3. september 2002 SÉRVERSLUN MEÐ INNRÉTTINGAR OG STIGA HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, NETFANG: innval@innval.is Þekking í þína þágu 30% kjarabót Kr. 38.700, og þú greiðir aðeins Kr. 90.300,- Varanleg kjarabót! Fjölbreytt úrval vandaðra Profil eldhúsinnréttinga er valkostur hinna vandlátu og fjárfesting, sem mælir með sér sjálf. Leitið tilboða – gerið verðsamanburð – það borgar sig. Við rýmum fyrir nýjum vörum. Sýningareldhús 40% afsláttur. www.innval.is VEÐUR „Sumarið er búið. Það þýðir ekki að vera að blekkja sig með hugmyndum um eitthvað annað“, segir Þorsteinn Jónsson veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að á móti komi geti haustin á Ísland oft verið ansi góð. „Við erum ekki að sjá neina kulda í nánd. Þó má búast við næturfrost- um þegar líður á vikuna. Eru þetta því síðustu forvöð fyrir berjatínslu- menn.“ Morgunhanar hafa kannski rek- ið augun í grámann í Esjunni í gær- morgun. Þorsteinn segir hitastigið aðfaranótt mánudags hafa lækkað það mikið að él myndaðist. Megi áfram búast við að sjá föl í Esjunni. Þorsteinn segist ekki sjá í kort- unum fyrir þessa viku merki um neinar haustlægðir. Aðspurður um myndun þessara lægða segir hann kólna fljótt norðanlega í Kanada þó að enn sé frekar hlýtt á norður- hvelinu. Þegar þessir köldu vindar mæti síðan hlýindunum sem strey- ma frá Evrópu geti myndast djúpar lægðir.  Síðustu forvöð fyrir berjatínslu: Sumarið er búið FAUK UM KOLL Vitað er um tvö tré sem lögðust á hliðina í storminum á sunnudag. Annars vegar féll tré út á götu á Sléttuvegi og svo þetta tré sem ljósmyndari Fréttablaðsins myndaði við Réttarholtsveg. Brotist var inn í íbúðarhús íausturhluta Eyrarbakka á laugardag. Hafði þjófurinn á brott með sér Playstation 2 leikjatölvu og útvarpsmagn- ara. Þrír ökumenn voru stöðvaðiraf lögreglunni á Selfossi um helgina grunaðir um ölvun- arakstur. Þá voru fjörtíu og átta ökumenn kærðir fyrir hraðakst- ur, tíu fyrir að hafa ekki öku- skírteini meðferðis og tuttugu og fjórir ökumenn voru með ljósabúnað í ólagi. Að sögn lögrelgunnar á Selfossi er full þörf á að hafa öll ljós í lagi nú þegar haustar. HAFNARFJÖRÐUR Nú á haustönn geta Hafnfirðingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins stundað nám í leikskólafræðum og í auðlindadeild Há- skólans á Akureyri. Háskólinn á Akureyri semur við Hafnarfjarðabæ: Bjóða fjarnám á háskólastigi SKÓLAMÁL Háskólinn á Akureyri, Hafnarfjarðarbær og Náms- flokkar Hafnarfjarðar hafa gert með sér samstarfssamning um fjarnám. Með samningnum á að tryggja íbúum höfuðborgarsvæð- isins aðgengi að fjarnámi á há- skólastigi frá Háskólanum á Ak- ureyri. Háskólinn skipuleggur námið og ber á því faglega ábyrgð. Hann leggur til námsefni og ann- ast alla kennslu. Námsflokkar Hafnarfjarðar-Miðstöð símennt- unar leggja til og kosta náms- og starfsaðstöðu fyrir nemendur í Hafnarfirði, miðla upplýsingum og gögnum til þeirra og annast tæknilega umsjón og prófahald. Samningsaðilar standa sam- eiginlega að allri kynningu á námsframboði Háskólans á Ak- ureyri í fjarnámi á höfuðborga- svæðinu. Nú á haustönn mun fara í gang nám í leikskólafræðum til B.Ed. gráðu bæði á 1. og 3. ári og í auð- lindadeild sem er þriggja ára BS- nám. Þá munu samningsaðilar kanna möguleika á frekara fjar- námi frá Háskólanum á Akureyri á höfuðborgarsvæðinu.  Norðausturkjördæmi: Hvetja til órofa samstöðu STJÓRNMÁL Stjórn Kjördæmasam- bands framsóknarmanna í Norð- austurkjördæmi hvetur til órofa samstöðu um að leiða til lykta þau stórverkefni í atvinnumálum sem við blasa í virkjunarmálum, orku- frekum iðnaði, fiskeldi og ferða- þjónustu í kjördæminu. Stjórnin lýsir yfir ánægju með öfluga forystu framsóknarmanna í þeirri hörðu baráttu sem háð hefur verið um verkefnin og segir þau skipta sköpum í framfara- sókn kjördæmisins og þjóðarinn- ar allrar.  LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.