Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. september 2002 STUTT STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Bin Laden, leiðtogi al-Qaida-hryðju- verkasamtakanna, er á lífi og er farinn að stjórna samtökunum á nýjan leik. Þetta segir Abdel Bari Atwan, ritstjóri arabísks dagsblaðs sem er með bæki- stöðvar sínar í Lundúnum. Ekki getur hann þó lagt fram sannan- ir fyrir fullyrðingu sinni. Hefur hann þessar nýjustu fregnir eft- ir heimildarmönnum sínum. Í júlí sagði Atwan í viðtali við CNN að bin Laden hefði særst í sprengjuárás á Tora Bora-fjalla- garðinn og að sprengjubrot hefði verið fjarlægt úr vinstri öxl hans.  Bin Laden er á lífi: Stjórnar al-Qaida á nýjan leik BIN LADEN Að sögn Atwan er bin Laden heill heilsu. ÍSRAEL Ísraelar minntust þess í gær að 30 ár voru liðin frá því Palestínskir hryðjuverkamenn hnepptu ellefu ísraelska íþrótta- menn og þjálfara þeirra í gísl- ingu á ólympíuleikunum í Munchen. Hófust þá nokkurra daga tilraunir til að fá hryðju- verkamennina til að láta gíslanna lausa. Gíslatökunni lauk 5. sept- ember með því að gíslarnir létu allir lífið í skotbardaga milli vestur-þýskra lögreglumanna og hryðjuverkamannanna. Atburð- urinn er talinn myrkasta stundin í sögu ólympíuleikanna.  ATBURÐANNA MINNST Þessi drengur virti fyrir sér minnismerki sem sett var upp í gær þegar Ísraelar minntust þess að 30 ár voru liðin síðan íþróttamenn voru hnepptir í gíslingu á ólympíuleikunum í Munchen. 30 ár frá gíslatökunni í Munchen: Fórnarlamb- anna minnst Sjónvarvottur varð að því að-faranótt mánudags að par væri að reyna að komast inn í bíla í Þingholtunum. Lögreglan í Reykjavík kom á vettvang og handtóku parið en þau höfðu þá komist inn í eina bifreiðina. Pilt- urinn viðurkenndi að hafa stolið æfingaakstursskilti af bíl. Þá fundust á parinu áhöld til fíkni- efnaneyslu. Fann lögreglan í sex öðrum tilfellum um helgina fíkniefni á mönnum. Brotist var inn í rútu í Norður-mýri í fyrrinótt. Þar hafði hurð verið spennt upp og förðun- artöskum og kvenfötum stolið. Um 600 manns um borð íbreskri farþegaferju voru í hættu í gær eftir að eldur braust út í vélarrúmi ferjunnar. Fljót- lega tókst að slökkva eldinn. Ferjan var á Norðursjó á leið frá Hull í Englandi til Belgíu þegar óhappið átti sér stað. Engan sak- aði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.