Fréttablaðið - 11.09.2002, Side 7

Fréttablaðið - 11.09.2002, Side 7
7MIÐVIKUDAGUR 11. september 2002 Framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins lagði til í gær að neytendur í Evrópusambands- ríkjunum fái tveggja vikna frest til þess að hætta við lánaskuld- bindingar eftir að samningur er undirritaður. Þetta á að gilda um lán til kaupa á neysluvörum, en tekur þó ekki til lána þar sem hús eru sett að veði. Fyrsta hluta réttarhaldannayfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, lauk í gær. Í fyrsta hlutanum var fjallað um ákærur á hann vegna stríðsins í Kosovo. Næst verður fjallað um stríðið í Bosn- íu og þar á eftir um stríðið í Króatíu. ERLENT PÓSTÞJÓNUSTA „Ég skil ekki svona fólk. Þetta var gjöf handa litlu barni,“ segir Jón Elías Jónsson á Akranesi sem á dögunum fékk sendingu frá tengdaforeldrum sínum í Portúgal. Í pakkanum var ýmislegt ætlað eiginkonu Jóns en að auki gjafir til tveggja ungra sona þeirra hjóna; silfurhálsmen frá ömmu og afa í Portúgal: „Þegar við opnuðum pakk- ann sáum við að búið var að stela öðru silfurhálsmeninu. Barnið varð mjög dapurt yfir þessu,“ seg- ir Jón sem þegar sneri sér til Toll- póststofunnar og kvartaði en sendingin kom með hraðpósti frá EMS. Límband hraðsendingarfyr- irtækisins hafði verið rifið af og límband frá tollinum komið í staðinn. „Það var búið að rífa pakk- ann upp þegar hann kom hingað í innsigluðum poka eins og allur annar póstur,“ segir Einar Halldórsson hjá Tollpóststofunni. „Það er al- veg ljóst að hálsmeninu var stolið erlendis. Við gengum úr skugga um það og bentum Jóni á að snúa sér beint til Ís- landspósts sem ber alla ábyrgð á þessu og tryggður fyrir,“ segir Einar. „Því miður er alltaf verið að stela úr sendingum. Það er alþjóðlegt vandamál póstþjón- ustunnar,“ segir hann.  Sorg á Akranesi: Silfurhálsmeni stolið úr pósti HÁLSMENIÐ VAR GJÖF Því var stolið erlendis segir Tollpóststofa. Gengið hagstætt: Orkuveitan hagnast mikið UPPGJÖR Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um rúma tvo milljarða á fyrri hluta ársins. Tekjur fyrirtæk- isins voru 5,5 milljarðar, en gjöldin voru 3,7 milljarðar. Handbært fé frá rekstri voru 2,3 milljarðar. Á síðasta ári var tap af rekstri fyrir- tækisins sem skýrðist af gengis- þróun. Á sama hátt skrifast mikill hagnaður nú á styrkingu gengis krónunnar. Árið í ár er fyrsta upp- gjörsárið eftir að veiturnar á Akra- nesi og í Borgarbyggð sameinuð- ust fyrirtækinu.  RAMALLAH, AP Fatah, stjórnmála- hreyfing Jassers Arafats, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem árásir á óbreytta ísraelska borg- ara eru fordæmdar og komið verði í veg fyrir þær. Í yfirlýsing- unni var þó gefið í skyn að þetta ætti eingöngu við um árásir á óbreytta borgara innan lan- damæra Ísraels en ekki á Vestur- bakkanum og Gazaströnd. Í yfir- lýsingunni segir að árásir á óbreyt- ta borgara í Ísrael brjóti í bága við þjóðarhagsmuni Palestínumanna. Jafnframt voru í fyrsta sinn nefnd- ar siðferðilegar ástæður fyrir því að snúast gegn ofbeldi.  Fatah, hreyfing Arafats: Fordæmir árásir á óbreytta borgara AP /M YN D JASSER ARAFAT Hreyfing Arafats, Fatah, hefur oft verið sökuð um að styðja hryðjuverk. Könnun á ríkisábyrgð til deCODE: Enn hefur ekkert breyst RÍKISÁBYRGÐ „Markaðsverð fyrir- tækisins og mannahald er ekki til meðferðar í þessum hluta ferlis- ins,“ segir Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra, um hvaða áhrif verðfall hlutabréfa í deCODE og fréttir af uppsögnum starfs- manna Íslenskrar erfðagreining- ar hafi á könnun á því hvort fyrir- tækinu verði veitt ríkisábyrgð vegna uppbyggingar lyfjaþróun- arfyrirtækis. „Ríkisábyrgðarmálið er í sjálf- stæðum farvegi,“ segir Geir. „Það er núna til skoðunar hjá eftirlits- stofnun EFTA á grundvelli þeirra reglna sem þar gilda. Þeir hafa sent eftir ýtarlegum gögnum. Síð- an munu þeir taka sér tvo mánuði til að komast að niðurstöðu um hvort þetta samrýmist reglum EES um opinbera aðstoð við rann- sóknir og þróun.“ Geir segir að enn hafi ekkert breyst frá því hafist var handa við að kanna hvort veita beri deCODE ríkisá- byrgð. Ekki verði tekin ákvörðun um hvort ábyrgðin verði veitt fyrr en fengist hafi staðfesting á því að hún standist reglur sem um slíka aðstoð gildir. Þá verði aðrir þættir málsins teknir til skoðunar. Niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA liggur væntanlega ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta nóvembermánaðar. Það get- ur þó tafist þar sem stofnunin hefur tveggja mánaða frest frá því hún telur sjálf að hún hafi fengið nægar upplýsingar. Frá því ríkisstjórnin lagði fram frumvarp sitt um að veita fjármálaráðherra leyfi til að veita deCODE ríkisábyrgð hefur verð- mæti hlutabréfa í félaginu fallið um nær 60%. Úr 26 milljörðum í 10,7 milljarða. Eignir eru þó tals- vert meiri. Þá hefur Íslensk erfðagreining gripið til uppsagna um tvenn síðustu mánaðamót hið minnsta.  GEIR H. HAARDE Enn hefur ekkert gerst sem breytir athug- un stjórnvalda á því hvort deCODE verði veitt ríkisábyrgð vegna uppbyggingar lyfja- þróunarfyrirtækis hér á landi. FJÖLMIÐLAR Breska stórblaðið Gu- ardian hefur sýnt gagnrýni sem fram hefur komið með viðskipti með hlutabréf deCODE áhuga og hyggst fjalla um málið á næstu dögum. Hefur blaðamaðurinn James Moore, sem sérhæfir sig í fréttum af vísindum, fengið send- ar fréttir Fréttablaðsins af fjár- hagsörðugleikum einstaklinga sem keyptu í félaginu á háu gengi og sitja nú uppi með nær því verð- laus bréf. Þá hefur Guardian ein- nig áhuga á að fjalla um ríkisá- byrgðina sem heimilt er að veita deCODE. James Moore hefur ver- ið í sambandi við ýmsa aðila hér á landi og viðað að sér miklu magni upplýsinga sem eiga að verða uppistaðan í fréttum blaðsins um málefni deCODE og umdeild við- skipti með hlutabréf í félaginu.  Hlutabréfaviðskipti og deCODE: Guardian sýnir áhuga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.