Fréttablaðið - 11.09.2002, Page 9

Fréttablaðið - 11.09.2002, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 11. september 2002 INNBROT Innbrotum fjölgaði í um- dæmi lögreglustjórans í Reykja- vík árið 2001. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans sem nýlega kom út. Þar kemur fram að tilkynnt innbrot voru 1.875 sem er töluverð fjölgun frá árinu á undan þegar þau voru 1.536 talsins. Langflest innbrotanna voru fram- in í miðbænum eða í hverfi 101. Næst á eftir kemur svæðið 108 Bústaða- og Múlahverfi og þá 110 sem er Árbæjarhverfi. Fæst voru innbrotin á Kjalarnesi og í Graf- arholti. Þegar litið er til þess hvers konar innbrot voru algengust kemur í ljós að innbrot í bíla voru algengust eða 41%. Þá koma inn- brot inn á heimili um 20%, innbrot í verslanir 14% og innbrot í fyrir- tæki 8%. Árið 2001 var tilkynnt um 156 innbrot að meðaltali í hverjum mánuði á móti 130 árinu á undan og er það 20% aukning milli ára. Fæstar tilkynningar bárust í febr- úar en flestar í september eða um 10% tilkynntra innbrota. Hlut- fallslega voru flest innbrot til- kynnt á mánudögum og fimmtu- dögum en fæst á sunnudögum. Kemur þessi dreifing ekki á óvart þar sem líklegt er að mörg innbrot í fyrirtæki og bíla uppgötvist ekki fyrr en eftir helgar þegar fólk kemur aftur til vinnu. Hið sama má segja um innbrot í heimahús sem er líklegra að eigi sér stað þegar íbúar eru að heiman og er það oftar en ekki um helgar. Af þeim 1.875 innbrotum sem tilkynnt var um voru 322 einstak- lingar kærðir. Karlar eru í mikl- um meirihluta eða 88%. Hjá kon- um og körlum var um helmingur kærðra 20 ára eða yngri og um fjórðungur var á aldrinum 21-30 ára. Þá vekur athygli að í aldurs- flokknum 31-40 ára eru konur í meirihluta eða 21% á móti 9% karla.  MIÐBÆR REYKJAVÍKUR Algengast er að innbrot séu framin í miðbænum. HLUTFALLSLEG SKIPTING TILKYNNTRA INNBROTA EFTIR VETTVANGI: Árið 2001 voru um 20% innbrota tilkynnt í hverfi 101 en um 11% í hverfum 105, 108, 109 og 112: 101: 19,5 103: 1,3 104: 8,2 105: 10,5 107: 4,8 108: 11,4 109: 10,7 110: 10,1 111: 6,1 112: 11,0 113: 0,3 116: 0,2 170: 1,5 270: 4,3 Tíðni innbrota hæst í hverfi 101 Innbrotum fjölgar í Reykjavík. Innbrot í bíla eru algengust. Innbrotum fjölgar um fimmtung milli áranna 2000 og 2001. Tilkynnt var um flest innbrot í sepember en fæst í febrúar. NOREGUR Annar hver Norðmaður er neikvæðari í garð Bandaríkja- manna nú en fyrir ári. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun Aftenposten. Þátttak- endur voru spurðir hvort viðhorf þeirra í garð Bandaríkjanna hefði breyst undanfarið ár. 48% sögðu að það væri neikvæðara en áður, en 5% jákvæðara. 54% sögðu að viðhorf þeirra í garð stefnu Bandaríkjanna í Samein- uðu þjóðunum væri neikvæð, 9% jákvæð. 32% sögðu að viðhorf þeirra í garð stefnu Bandaríkja- manna innan Atlantshafsbanda- lagið væru neikvæð, 20% já- kvæð. 49,9% eru neikvæð í garð stefnu Bandaríkjamanna í utan- ríkismálum. 74% telja að Banda- ríkjamenn eigi ekki að ráðast inn í Írak. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður skoð- anakannana í öðrum Evrópuríkj- um. Geir Lundestad, prófessor í sögu, segir í samtali við Aften- posten að varasamt sé að fullyrða of mikið í kjölfar skoðanakönn- unarinnar. Stöðugar sveiflur séu á viðhorfi Norðmanna í garð Bandaríkjanna. Rannsóknir hans sýni þó að Bandaríkjamenn og íbúar Vestur-Evrópu hafi fjar- lægst undanfarið.  Viðhorf Norðmanna til Bandaríkjanna: Neikvæðari en fyrr GEORG W. BUSH Ekki ýkja vinsæll í Noregi. KJARAMÁL „Ástæða þess að ekki er búið að ljúka máli sjómanna á ís- rækjuskipum Þormóðs Ramma - Sæbergs á Siglufirði er afar ein- föld. Alþýðusambandið hefur fyr- ir hönd Sjómannasambands Ís- lands höfðað dómsmál vegna laga- setningar á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmana í fyrra. Þeir telja að gerðardómurinn sem kveðinn var upp 30. júní í fyrra og Félagsdómur staðfesti í júlí síð- astliðnum, standist ekki ákvæði stjórnarskrár. ASÍ vill fá gerðar- dómnum hnekkt og það er stutt í að Hæstiréttur kveði upp sinn dóm,“ segir Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Hann segir furðu sæta að Vaka á Siglufirði skuli eitt verkalýðsfé- laga sjá ástæðu til að ganga fram með þessum hætti og það þegar skýring liggur fyrir. „Nú bíðum við eftir lögfræði- áliti frá Samtökum atvinnulífsins. Það á meðal annars að varpa bet- ur ljósi á það hvort greiðslurnar verði greiddar með fyrirvara um niðurstöður ASÍ-málsins eða með öðrum hætti,“ segir Friðrik Arn- grímsson.  Framkvæmdastjóri LÍÚ: Höfum útskýrt drátt á upp- gjöri við rækjusjómenn Kolmunnaveiðin: Kvótinn langt kominn KOLMUNNAVEIÐI Aðeins er rúmlega fimmtungur útgefins kolmunna- kvóta Íslendinga óveiddur. Afli ís- lensku skipanna er kominn í 221 þúsund tonn það sem af er vertíð- inni. Auk þess hafa erlendu skipin landað hátt í 7 þúsund tonnum hér. Nú á eftir að veiða rúmlega 67 þús- und tonn af heildarkvótanum. Sem fyrr hafa bræðslurnar á Austfjörð- um vinninginn hvað magn snertir. Mestu hefur verið landað á Eski- firði, rúmlega 46 þúsund tonnum, 45 þúsund tonnum í Neskaupstað og 44 þúsund tonnum á Seyðisfirði. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.