Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 24
Það er nú meira hvað þjóðin hefurauðgast á undanförnum árum; ungmenni sem á síðustu öld hefðu naumast haft tekjur af öðru en að tína hagalagða kaupa nú banka eða erlendar verslanakeðjur og vita ekki aura sinna tal. Þetta er náttúr- lega alveg dásamlegt. En óneitan- lega verður maður dáldið öfund- sjúkur af því að horfa upp á þessa barnungu milljarðamæringa. ÞAÐ næsta sem ég hef komist því að verða ríkur var þegar ég fékk bréf frá kaupsýslumanni í Nígeríu sem hafði haldið uppi fyrirspurnum um mig og komist að þeirri niður- stöðu að ég væri einn sérdeilis traustur viðskiptaaðili og vildi ólm- ur borga mér rúma milljón dollara fyrir lítilsháttar afnot af banka- reikningi mínum. Með framtaks- leysi tókst mér að klúðra þessu við- skiptatækifæri. En það kemur út á eitt því að ég hefði notað gróðann til að fjárfesta í spútnikfyrirtæki sem þá seldi hlutinn á sextíukall en hef- ur nú hrapað niður í túkall svo ég hefði staðið slyppur og snauður eft- ir með töluvert þungar afborganir af lúxusjeppa, sumarbústað á Þing- völlum, og höll við Laufásveginn. ÞEGAR landbúnaðarþjóðfélagið leið undir lok lagðist af sá siður að tína hagalagða. En fátæktin er söm við sig. Í staðinn fyrir hagalagða tínir fólk flöskur, dósir og önnur verðmæti upp úr ruslatunnum sem þeir sem leiða neyslukapphlaupið fleygja frá sér til að verða léttari á hlaupunum. Eftir því sem hraðinn eykst í kapphlaupinu verður bilið milli fremstu keppenda og þeirra öftustu sífellt meira og æsingurinn er svo mikill að sumir hafa týnt átt- um og hlaupa öfugan hring lengra og lengra frá markinu. REGLURNAR í neyslukapphlaup- inu eru mjög skýrar: Sá, sem á mesta peninga þegar hann deyr, vinnur. Einfaldara getur það ekki verið. Og ef maður hrekkur í kút þegar maður kemur út á morgnana við að rekast á bláókunnuga mann- eskju sem stendur hálf upp úr öskutunnunni manns og kjamsar á matarleifum gærdagsins þá er það aðeins til marks um að einhver sem er aftarlega í hlaupinu hefur stað- næmst til að fá sér morgunhress- ingu og verður kannski orðinn millj- arðamæringur eftir ár - ef hann deyr þá ekki úr matareitrun.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Kapphlaupið Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.