Fréttablaðið - 14.09.2002, Side 4

Fréttablaðið - 14.09.2002, Side 4
4 14. september 2002 LAUGARDAGUR ÁSLANDSSKÓLI „Við komumst ekki langt á meðan stjórnendur Ás- landsskóla mæta ekki á boðaðan fund,“ sagði Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri í Hafnarfirði eftir að ljóst var að Íslensku menntasamtökin mættu ekki á fund með bæjaryfir- völdum og fræðslustjóra í gær- morgun. Íslensku menntasamtök- in höfðu verið boðuð á fund kl. 10.30 en enginn frá þeim lét hvor- ki heyra frá sér né sjá til sín. Boð- um var því komið í annað sinn til þeirra um að mæta á fund klukk- an 13.00 en fulltrúar skólans mættu ekki heldur þá. Í millitíðinni var fundur með foreldraráði Áslandsskóla og eftir hann voru menn á einu máli um að brýnt væri að leysa þann ágrein- ing sem uppi væri í skólanum. „Vilji foreldra er að koma skólastarfinu í skikkanlegt horf og þeir gera þá kröfu til okkar að við tökum á málinu. Eins og mál standa nú sé ég ekki að annað liggi fyrir en breytt rekstrar- form,“ sagði Lúðvík eftir fund með foreldrum. Hann sagði að á fundi með öllum foreldrum í skól- anum síðar um daginn myndu bæjaryfirvöld hlusta eftir vilja þeirra í þessu máli. „Við vitum ekkert hvað Íslensku menntasam- tökin hafa fram að færa og það getur allt eins verið að þau vilji slíta þessu samstarfi,“ sagði Lúð- vík klukkan liðlega 13.00 í gær.  LÚÐVÍK GEIRSSON BÆJARSTJÓRI FUNDAR MEÐ FRÆÐSLUYFIRVÖLDUM Í GÆR Lúðvík sagðist ekki sjá neina lausn í sjónmáli en rætt var hvort samningi við Íslensku menntasamtökin yrði sagt upp. Lúðvík Geirsson um deiluna Í Áslandsskóla: Sýnist að breyta verði rekstrarforminu HLUTI FORELDRARÁÐS ÁSLANDSSKÓLA Eftir fund með bæjarstjóra og fræðsluyfir- völdum sögðust foreldrar hafa lagt að bæj- arstjóra að leysa ágreiningsmálin í skólan- um. Foreldraráð Áslandsskóla Undanfarin vika algjör- lega óásætt- anleg ÁSLANDSSKÓLI „Það er alveg ljóst að þessi undanfarna vika í skóla- starfinu hefur verið óásættan- leg,“ sagði María Gylfadóttir for- maður foreldraráðs Áslandsskóla eftir að foreldraráð hafði fundað með bæjarstjóra og fræðsluyfir- völdum í gærmorgun. Hún sagði bæjaryfirvöld hafa boðað til fund- arins og það væri þeirra að ræða efni hans. Hún sagði að heim með börnunum færu bréf til foreldr- anna þar sem sjónarmið foreldra- ráðs kæmu fram. „Við höfum ver- ið ánægð með margt í þessum skóla en sættum okkur ekki við þetta ástand sem nú ríkir.“  Fræðslustjóri í Hafnarfirði: Þarf ekki að taka lang- an tíma ÁSLANDSSKÓLI Það þarf ekki að taka langan tíma að ganga þannig frá hnútum að skólastarf í Áslands- skóla geti hafist með eðlilegum hætti að nýju þó að samningum verði sagt upp við Íslensku menntasamtökin,“ sagði Magnús Baldursson fræðslustjóri á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar aðspurður um hvað tæki við ef samningum yrði sagt upp. Hann sagði samninga vera uppsegjan- lega með sex mánaða fyrirvara en í alvarlegu tilfelli sem þessu þá yrði að grípa til aðgerað strax. „Það er ekki viðundandi að skóla- starfi sé komið í slíkt uppnám og það er okkar skylda að gera leysa það mál.“  MAGNÚS BALDURSSON Hann sagðist telja að hægt væri að koma skólastarfi á að nýju með skjótum hætti þó að samningum við Íslensku mennta- samtökin verði sagt upp. ÁSLANDSSKÓLI „Síminn hefur ekki stoppað í allan dag og hingað hringja foreldrar sem eru ugg- andi um hag barna sinna og spyr- ja hvað sé á seyði,“ segir Ingi- björg Einarsdóttir rekstrarstjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í gær. Hún segir Skólaskrifstofu hafa beðið eftir gögnum sem stjórnendur Áslandsskóla áttu að skila fyrir síðustu helgi en þau hafi ekki borist enn. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið um daglegan gang mála í skólanum því við rek- um hann ekki eins og aðra skóla.“ Hún segir rekstur Áslandsskóla vera á höndum Íslensku Mennta- samtakanna en á ábyrgð skólayf- irvalda og beri þeim að fylgjast með að skólastarf fari fram í sam- ræmi við lög og reglur.  INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Á SKÓLA- SKRIFSTOFU HAFNARFJARÐAR Foreldrar hafa verið uggandi um hag barna sinna og mikið hringt á Skólaskrifstofu til að spyrjast fyrir. Ágreiningurinn í Áslandsskóla: Síminn stoppaði ekki Formaður Samtaka gegn fátækt: Leigjendur mjög kvíðnir FÉLAGSMÁL Sigrún Ármanns Reyn- isdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt, sagði það mjög slæm tíð- indi ef borgaryfirvöld myndu ákveða að hækka leigu á félagsleg- um íbúðum um 12%. Það yrði til þess að auka mikið á erfiðleika margra. „Það fólk sem þarna leigir er bláfátækt og ég er ansi hrædd um að þetta myndi leiða til meiri van- skila, sem þó eru töluverð fyrir hjá Félagsbústöðum,“ sagði Sigrún Ár- manns. „Sumt af þessu fólki hefur vart ofan í sig að borða allan mán- uðinn og nær engan veginn endun- um saman. Það er ekkert til lengur hjá þessu fátæka fólki. Það er ekki hægt að fara lengra ofan í vasana hjá því, þeir fyrir löngu orðnir gjörsamlega tómir.“ Sigrún Ármanns sagði að fólk sem frétt hefði af þessum áform- um borgaryfirvalda væri mjög kvíðið. Það væri hreinlega á barmi örvæntingar og reyndi að fleyta sér áfram á dýrum yfir- dráttalánum.  FÉLAGSMÁL Stjórn Félagsbústaða hefur óskað eftir því við borgar- yfirvöld að leiga á félagslegu hús- næði verði hækkuð um 12%. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, sagði að ráðið hefði ekki tekið afstöðu til erindis Félagsbústaða. Ekki væri enn ljóst hvenær það yrði gert. Björk sagði að ástæða þess að farið væri fram á hækkun leigunn- ar væri að Íbúða- lánasjóður hefði hækkað vexti á lánum sem veitt væru félögum sem væru að byggja fé- lagslegt leiguhús- næði. Í fyrra hefðu vextirnir verið hækkaðir úr 1% í 3,5%. Hún sagði að það væri alveg ljóst að það yrði að eiga sér stað einhver hækkun á leigunni ef rík- isvaldið myndi ekki lækka þessi vexti. Langstærsti hluti af kostn- aði Félagsbústaða væru vaxta- greiðslur vegna þessara lána. „Við verðum að skoða mjög gaumgæfilega hvaða áhrif þessi hækkun hefur á þá einstaklinga sem leigir hjá Félagsbústöðum áður en við tökum afstöðu til máls- ins,“ sagði Björk. „Það er samt al- veg skýrt að eitthvað verður að gera. Við getum ekki rekið Félags- bústaði áfram með því tapi sem orðið hefur vegna þessarar vaxta- hækkunar.“ Björk sagði að vissulega myndi 12% hækkun geta haft slæm áhrif á kjör þeirra sem byggju í félagslegu leiguhúsnæði. Hún sagði að kjör þeirra sem byggju í nýjasta hús- næðinu myndu þó e. t. v. ekki ver- sna jafnmikið þar sem stefnt væri að því að jafna út leiguverðið. Hing- að til hefði það verið bundið kaup- verði íbúða og því hefði leiga þeirra íbúða sem Félagsbústaðir hefðu keypt allra síðustu ár verið hærri en sambærilegra íbúða sem keypt- ar hefðu verið áður. „Við erum að leita leiða til þess að þetta bitni sem minnst á þeim sem búa við hvað kröppust kjör. Þess vegna er ég ekki tilbúin að segja hvort leigan verði hækkuð eða hvenær ákvörðun verður tek- in.“ trausti@frettabladid.is LEIGUVERÐ Í REYKJAVÍK HÆKKAR Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, sagði að ástæða þess að farið væri fram á hækkun leigunnar væri að Íbúðalánasjóður hefði hækkað vexti á lánum sem veitt væru félögum sem væru að byggja félagslegt leiguhúsnæði. Vilja hækka leigu félags- legra íbúða um 12 prósent Stjórn Félagsbústaða vill hækka leigu á félagslegu húsnæði. Borgaryfirvöld hafa ekki tekið afstöðu til erindisins. Formaður félagsmálaráðs segir að ef ríkisvaldið lækki ekki vexti á lánum til Félagsbústaða megi reikna með að leigan verði hækkuð. Það er samt alveg skýrt að eitthvað verð- ur að gera. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 45,1% Ætlar ekki 35,2% Ætlar þú í leikhús í vetur? Spurning dagsins í dag: Er rétt að einkavæða grunnskólana? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 1 til 3 sinnum 12,7% 3 til 5 sinnum 7,0% Fimm sinnum + LEIKHÚS Meira en þriðjungur lesenda ætlar ekki í leikhús í vetur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.