Fréttablaðið - 14.09.2002, Side 10
Fátækt er viðvarandi vandamálí samfélaginu og henni verður
aldrei útrýmt. Ekkert samfélag í
veröldinni er laust við fátækt. Og
ekkert samfélag í
sögunni hefur
sloppið við fátækt.
Við skulum því ekki
gæla við þá hug-
mynd að okkur tak-
ist að útrýma fá-
tækt. Enn síður að
fátækt sé ekki til í
samfélaginu; að
þeir sem tali um fátækt séu í raun
að tala um eitthvað annað –
óreglu, leti, skort á sjálfsbjargar-
viðleitni.
Það sem við eigum að velta fyr-
ir okkur er hvernig við ætlum að
taka á fátæktinni. Algengasta við-
horfið er að ríkisvaldið og sveitar-
félögin eigi að sjá um málið.
Stjórnmálamenn hafa plantað
þessari hugmynd í okkur. Þeir
koma fyrir kosningar og segjast
ætla að bæta kjör fólks og útrýma
fátækt. En þeir standa ekki við
þessi fyrirheit. Ekki frekar en
önnur loforð.
Helsta einkenni ríkisvalds í
höndum stjórnmálamanna er að
það skilar ekki þeirri vöru sem
það selur. Ríkisvaldið selur okkur
öryggi borgaranna en samt eru
þeir barðir á götum úti. Ríkisvald-
ið selur okkur heilbrigðisþjónustu
en rekur samt fárveika og ósjálf-
bjarga sjúklinga úr rúmum sínum
og út á götu. Ríkisvaldið selur
okkur réttlæti en beitir lögreglu
og dómsstólum til að hygla sum-
um en ofsækja aðra. Ríkisvaldið
selur okkur velferð en samt býr
fjöldi fólks við sára fátækt; á ekki
fyrir mat.
Við eigum því ekki að horfa til
ríkisvaldsins eða sveitarfélaga ef
fátækt í allsnægtarsamfélagi of-
býður okkur. Við verðum sjálf að
svara þeim tilfinningum sem fá-
tæktin vekur með okkur. Það er
gott kerfi: Okkur er misboðið og
við gerum eitthvað í því. Það er að
minnsta kosti betra kerfi en það
sem flestir styðja sig við: Okkur
ofbýður og við kvörtum yfir því
að aðrir geri ekkert í því.
Ef okkur er misboðið að búa
við allsnægtir meðan meðbræður
okkar eiga vart málungi matar
getum við gefið af allsnægtum
okkar til hjálparstofnana sem
þekkja vel hvar neyðin er stærst.
Með því að kvarta yfir duglausum
stjórnmálamönnum og aumu rík-
isvaldi gerum við þeim sem eru
hjálparþurfi engan greiða. Þeir
mettast ekki á tuði. Stjórnmála-
menn græða hins vegar á tuðinu.
Það viðheldur þeirri trú að þeir
geti leyst málið. Sem þeir hafa
fyrir löngu sannað að þeir geta
ekki.
10 14. september 2002 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
ERELENT
Reykvík-
ingar hafa
átthagatil-
finningu
BJÖRG INGVARSDÓTTIR SKRIFAR
Ég var að lesa það sem Ingi-björg Sólrún sagði í fyrirlestri
sínum um borgina. Hún hóf erindi
sitt á því að
ræða afstöðu
Íslendinga til
borgarinnar og
sagði hana alla
tíð hafa verið
sérkennilega
Fáir Reyk-
víkingar sem
hefðu alist upp
í borginni virt-
ust hafa rótró-
na átthagatil-
finngu á sama
hátt og lands-
b y g g ð a f ó l k
hefði gagnvart
sínum heima-
högum, „né
finndu þeir til
stolts yfir borginni sinni líkt og
íbúar gamalla stórborga erlendis
hefðu gjarnan.“
Ég er fædd og uppalin í
Reykjavík og mótmæli þessu al-
gjörlega. Eftir að hafa búið er-
lendis í 40 ár fannst mér ekki
koma annað til greina en að setj-
ast að í Reykjavík. Borginni, sem
vissulega hefur breyst frá mínum
sokkabandsárum og sannarlega
til batnaðar. Allur þessi gróður
sem gleður augað allstaðar. Borg-
in sem hefur átt hug minn allan,
borgin við hafið, með útsýni til
Esjunnar og Snæfellsjökuls.
Er hægt annað en að vera stolt-
ur? Ég er auðvitað fædd og uppal-
in í Austurbænum. Ég fékk alltaf
heimþrá í desember og var þá
alltaf með hugann við Laugaveg-
inn.
En Ingibjörg ætti að spyrja
fólk úr Vesturbænum hvort það
hafi ekki átthagatilfinningu.
Með bestu kveðjum.
HUGEFLI
Þriðjudaginn
17. sept. kl. 19:00
• Eflt eigin getu og hæfileika og fjölgað
tækifærum í þínu lífi.
• Aukið persónulega auðlegð og
velgengni í leik og starfi.
• Losnað við takmarkandi hömlur og
hindranir.
• Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og
viljastyrk.
• Losnað við fíknir og slæma ávana.
• Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur.
Með Hugefli getur þú m.a.:
“Ég er öruggari með sjálfa mig og
rólegri við vissar kringumstæður.
Hugurinn hefur opnast fyrir möguleikum
til að ná langþráðu markmiði.” --María.
“Í fyrsta skipti í mörg ár er eitthvað að
ganga hjá mér.” --Íris Arthúrsdóttir.
Námskeiðið verður haldið á hverju
þriðjudagskvöldi í 3 vikur og byggist á
fyrirlestrum, könnunum, æfingum og
raunhæfum verkefnum. Ítarleg námsgögn
og geisladiskur fylgja. Leiðbeinandi
er Garðar Garðarsson PNLP.
í síma 898 3199
( 899 7716 á kvöldin )
www.gardar.com
Skráðu þig núna
A U Ð V E L D A Ð U Þ É R L Í F I Ð
Hafnarstjóri
gagnrýnir Sturlu
Kominn tími til að samgönguráðherra hætti afskiptum af fjármálum
Reykjavíkurhafnar segir hafnarstjóri. Ráðherra segist vera að boða hið
gagnstæða. Reykjavíkurhöfn sé hægt og bítandi að draga viðskipti til
sín frá fiskihöfnunum. Hafnarstjóri vísar því á bug .
HAFNARMÁL Hannes Valdimars-
son, hafnarstjóri Reykjavíkur-
hafnar, gagnrýnir Sturlu Böðv-
arsson samgönguráðherra harð-
lega. Hannes segir að kominn sé
tími til þess að samgönguráð-
herra hætti afskiptum af gjald-
skrá og þar með fjármálum
Reykjavíkurhafnar.
„Slík miðstýring samræmist
ekki nútíma viðskiptaháttum og
er óþekkt í nágrannalöndum okk-
ar í Evrópu,“ segir Hannes í
Fréttablaði Reykjavíkurhafnar.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segist ekki alveg vita
hvernig skilja beri þessi ummæli
Hannesar. Sturla segist alveg
sammála því að samgönguráð-
herra eigi að hætta afskiptum af
gjaldskránni. Í nýjum hafnalög-
um, sem lögð hafi verið fyrir Al-
þingi í vor, sé ákvæði um að
gjaldskráin verði gefin frjáls.
Sturla segir að tekjur flestra
fiskihafna standi ekki undir rek-
stri þeirra, en Reykjavíkurhöfn
hafi þar sérstöðu. Sú sérstaða sé
m. a. fólgin í því að höfnin njóti
tekna af stórum hluta útflutnings
og nær öllum sérvöruinnflutn-
ingi til landsins og geti því nýtt
styrk sinn til þess að keppa við
fiskihafnir sem hafi enga mögu-
leika í þeirri ójöfnu samkeppni.
Ráðherra segir að nýju hafnalög-
unum sé ætlað að skakka þennan
ójafna leik, sem að öllu óbreyttu
dragi viðskipti hægt og bítandi
frá fiskihöfnunum til stóru hafn-
anna á höfuðborgarsvæðinu.
Sturla segist vilja að fiskihafn-
irnar fái meira svigrúm til að
auka tekjur sínar af sjávarútveg-
inum. Það muni taka einhvern
tíma en Reykjavíkurhöfn verði
að taka tillit til þessa vandamáls
og lækka vörugjöldin. Þannig sé
hægt að hækka aflagjöld til fiski-
hafna og þar með tekjur þeirra.
Hannes vísar því á bug að
Reykjavíkurhöfn sé ógn við aðr-
ar hafnir landsins og segir að
málið snúist fyrst og fremst um
hagkvæmni inn- og útflytjenda. Í
Fréttablaði Reykjavíkurhafnar
segist Hannes vera ósáttur við að
með nýjum hafnalögum eigi að
skekkja samkeppnisstöðu
Reykjavíkurhafnar, enn frekar
en nú þegar sé gert. Hannes telur
það alvarlegt mál að ætla að
hrófla við hagkvæmninni með
lagasetningu eða öðrum aðgerð-
um.
trausti@frettabladid.is
REYKJAVÍKURHÖFN
Hannes Valdimarsson hafnarstjóri segir eðlilegt að umsvif Reykjavíkurhafnar hafi aukist, þar sem hún sé við þéttbýlasta stað landsins.
Hann vísar því á bug að Reykjavíkurhöfn sé ógn við aðrar hafnir landsins
Vill breyttan rekstur
RÚV:
RÚV verði
fjármagnað
af fjárlögum
ÚTVARPIÐ „Ég endurflyt tillögu
mína um Ríkisútvarpið þegar þing
kemur saman. Skoðanakönnun
RÚV sýnir að þar hef ég haft alveg
rétt fyrir mér,“
segir Sverrir Her-
mannsson, for-
maður Frjálslynda
flokksins.
Síðasta vetur
flutti Sverrir
þingsályktunartil-
lögu þess efnis að
Alþingi skipaði
nefnd með fulltrú-
um allra þing-
flokka um til að
semja frumvarp
um breyttan rekst-
ur RÚV. Sverrir vill að frumvarpið
verði innan þess ramma að rekstur
RÚV verði fjármagnaður af fjár-
lögum. Enn fremur verði 15 manna
útvarpsráð skipað fulltrúum
menningar-, lista,- og fræðslu-
stofnana og samtaka.
SVERRIR HER-
MANNSSON
Vill að starfsfólk
og útvarpsráð
velji útvarpsstjóra
í sameiningu.
Áfrýjunarréttur í Pakistankomst í gær að þeirri niður-
stöðu að Benazir Bhutto, fyrrver-
andi forsætisráðherra landsins, fái
ekki að bjóða fram í þingkosning-
unum í næsta mánuði. Bhutto hyg-
gst áfrýja málinu til hæstaréttar.
Sendiráð Bandaríkjanna í Suð-austur-Asíu voru lokuð í gær,
fjórða daginn í röð, af ótta við
hryðjuverk í tengslum við 11. sept-
ember. Engin ákvörðun hefur verið
tekin um það, hvenær sendiráðin
verði opnuð á ný.
Nærri 450 Suður-Kóreubúarhéldu norður yfir landamærin
til Norður-Kóreu í gær til þess að
heimsækja ættingja sína, sem þeir
hafa ekki séð í hálfa öld. Margir
Suður-Kóreubúanna eru komnir
yfir sextugt, sumir í hjólastólum.
Þetta er í fimmta sinn sem ætt-
ingjar hittast frá því söguleg sam-
þykkt var gerð um það árið 2000.
Vinnumálastofnun:
Um 3.400
atvinnu-
lausir
ATVINNA Alls voru 74.765 atvinnu-
leysisdagar skráðir á landinu öllu í
ágúst. Þetta jafngildir því að 3.404
manns hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá í mánuðinum.
Þessar tölur jafngilda 2,2% af áætl-
un Þjóðhagsstofnunar um mannafla
á vinnumarkaði í ágúst 2002.
Í júlí voru skráðir 81.118 at-
vinnuleysisdagar á landinu öllu
sem jafngilda því að 3.530 manns
hafi að meðaltali verið á atvinnu-
leysisskrá í mánuðinum.
Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
LESENDABRÉF
Fátæktin er á okkar ábyrgð
„Ríkisvaldið
selur okkur
velferð en
samt býr fjöldi
fólks við sára
fátækt; á ekki
fyrir mat.“
skrifar um fátækt í allsnægtarsamfélag-
inu okkar og getuleysi ríkisvaldsins til
að fást við hana.
Mín skoðun
Gunnar Smári Egilsson