Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 17 TÍMAMÓT Ætlaði að verða dýralæknir bls. 22 FIMMTUDAGUR bls. 12 185. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 26. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Nýr höfundur kveður sér hljóðs BÆKUR Íslensku barnabókaverð- launin verða afhent í dag. Sá sem verðlaunin hlýtur hefur ekki látið að sér kveða áður á ritvellinum. Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri, formaður stjórnar Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka, tilkynnir úr- slit samkeppninnar og færir hinum nýja verðlaunahöfundi skrautritað verðlaunaskjal og fyrsta eintak bókarinnar, auk þess sem honum verður afhent verðlaunaféð, 300.000 krónur. Jón um SPRON FYRIRLESTUR Jón Steinar Gunnlaugs- son ræðir deiluna um SPRON á fyrsta fyrirlestri vetrarins í röð fyrirlestra Hádegisháskóla, Stjórn- endaskóla HR. Hádegisháskólinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík og hefst fyrirlesturinn klukkan 12.00. Bubbi í Sjallanum TÓNLEIKAR Bubbi Morthens og Hera spila í Sjallanum, Akureyri. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.00. ASÍ og Evrópusamvinnan RÁÐSTEFNA Alþýðusamband Íslands gengst fyrir ráðstefnu undir yfir- skriftinni Evrópusamvinnan og hagsmunir launafólks á Grand Hót- el. Ráðstefnan er öllum opin. SJÁLFSHJÁLP Fallegar á eigin forsendum HANDBOLTI Framtíðin er björt Opi› alla daga frá 10.00 til 17.00 BYGGINGAR Unnið er að veigamikl- um lagfæringum á einu glæsileg- asta einbýlishúsi höfuðborgarinn- ar sem stendur við Fjólugötu 1. Fyrir breytingunum standa hjónin Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra og Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. Faðir Kristins, Björn Hall- grímsson Benediktssonar, hefur lengst af búið í húsinu ásamt fjöl- skyldu sinni en nú ætla Kristinn og Sólveig að flytja inn. Verið er að skipta um allt lagnakerfi í hús- inu auk frárennslis og þaks en húsið mun hafa verið verr farið en ytra byrði benti til. Húsið á Fjólugötu 1 var teikn- að af Sigurði Guðmundssyni arki- tekt og byggt 1926. Sigurður á einnig heiðurinn af Austurbæjar- skóla.  CLINTON Í AFRÍKU Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heilsar upp á íbúa í heilsugæslustöð í Kigali, höfuðborgar Rúanda. Clinton er að ferð um Afríku ásamt leikunum Kevin Spacey og Chris Tucker til að vekja athygli á baráttunni gegn alnæmi og bágum efnahag álfunnar. Sögufrægt hús endurnýjað: Ráðherra flytur á Fjólugötu EFNAHAGSMÁL Rekstur ríkissjóðs varð 25 milljörðum krónum lakari en að var stefnt á síðasta ári. Stefnt var að 33,9 milljarða af- gangi þegar fjárlög voru afgreidd en hann varð 8,6 milljarðar króna. Þetta er þriðja árið í röð sem munar meira en 20 milljörðum frá fjárlögum. Árið 1999 var afgangur af rekstri ríkissjóðs 25 millj- örðum meiri en stefnt hafði verið að og ári síðar var niðurstaðan 23 milljörðum lakari en sagði í fjárlögum. Mestu munar nú að tekjur af einkavæðingu voru fjarri væntingum. Lagt var upp með að þær yrðu 15,5 milljarðar króna. Á endanum urðu þær að- eins 1,1 milljarður króna. Á fjár- aukalögum, sem Alþingi sam- þykkti síðla árs 2001, voru vænt- anlegar tekjur af eignasölu hækk- aðar um sex milljarða. Tekjur ríkissjóðs á árinu námu 237,4 milljörðum króna. Voru sex prósentum lægri en stefnt hafði verið að. Gjöldin námu 228,7 millj- örðum, fjórum prósentum meira en stefnt hafði verið að. „Það er augljóst að áætlanagerð er ekki nægjanlega traust. Það er mjög alvarlegt. Eigi að stýra ríkisfjármálum sem best verður að leggja upp með að áætlanagerð sé sem allra best,“ segir Einar Már Sig- urðarson, sem situr í fjár- laganefnd fyrir Samfylking- una. Hann segir að menn muni aldrei sjá allt fyrir. „En svona mikill munur ár eftir ár segir manni fyrst og fremst það að áætlanagerð sé ekki nógu góð og ekki sé nógu góð stjórn á ríkisfjármálum.“ „Mér finnst þetta mjög góðar tölur. Bæði í ljósi þess að eignasal- an náði ekki fram að ganga og því engar tekjur að heita má af því. Eins þar sem ákveðin lægð var í efnahagslífinu, sérstaklega tekj- um ríkissjóðs,“ segir Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. „Á að afnema stöðumælagjöld í miðbæn- um? „Ef maður sleppir því er af- gangur upp á 16,6 milljarða sem mér finnst mjög ánægjuleg niður- staða.“ Hann segir að frávik frá fjárlögum megi rekja til óreglu- legra þátta. Eignasala hafi verið meiri 1999 en gert hafði verið ráð fyrir en minni undanfarin ár. brynjolfur@frettabladid.is Afkoma ríkissjóðs langt frá áætlun Fjármálaráðherra er ánægður með niðurstöðuna. Ekki nógu traustar áætlanir, segir Einar Már Sigurðarson. Þriðja árið í röð munar meira en 20 milljörðum á fjárlögum og endanlegri niðurstöðu. REYKJAVÍK Suðvestanátt 8-13 m/s og skúrir. Hiti 6 til 12 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 9 Akureyri 3-8 Skúrir 5 Egilsstaðir 3-8 Skúrir 7 Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 7 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ AP M YN D lífsstíl hönnun tísku 19.–29. sept. í Kringlunni BARNAFÖT DÝR Barnaföt bera engan virðisaukaskatt í ná- grannalöndunum. Þau bera fullan skatt hér. Neytendur sjá við verðmuninum og kaupa barnaföt í útlöndum. Kauphegðun: Mikið keypt af barnafatn- aði erlendis VERSLUN Í fataskáp venjulegs barns á Íslandi má gera ráð fyrir að rúmur þriðjungur fatnaðarins sé keyptur í útlöndum. Jón Björnsson framkvæmdastjóri Baugs á Íslandi telur að rúm 30% barnafata sé keyptur í útlöndum. „Miðað við þær neyslukannanir sem við gerum og viðmiðun við barnafatamarkað í öðrum löndum er ljóst að stór hluti barna- fatnaðar er keyptur annars staðar en hér.“ Jón segir að barnaföt eigi und- ir högg að sækja hér vegna verð- lagningar. „Barnaföt bera 24,5% virðisaukaskatt hér á landi, en engan til að mynda í Bretlandi og fleiri löndum.“ Jón segir að ís- lenskir neytendur séu meðvitaðir og afli sér upplýsinga. „Neytandinn leitar ódýrustu kostanna þegar hann kaupir vöru. Ef neytandinn kemst að því að hann er ekki að gera góð kaup í barnafötum hér á landi, þá spyr hann sig hvar hann sé að gera góð kaup.“ Baugur fylgist vel með hreyfingu vöruflokka í sölu sinni og samkvæmt því hefur neytand- inn svarað sér sjálfur og kaupir stóran hluta fatnaðar fyrir börn í útlöndum.  FJÓLUGATA 1 Miklar endurbætur á einu glæsilegasta einbýlishúsi höfuðborgarinnar. Ef maður sleppir því er afgangur upp á 16,6 millj- arða sem mér finnst mjög ánægjuleg niðurstaða. Ríkisreikningur Fjáraukalög Fjárlög 9 20 34 0 5 10 15 20 25 30 35 Allar tölur í milljörðum króna MARKMIÐ OG NIÐURSTAÐA NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,6% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuðborgarsvæðinu á fimmtu- dögum? 48,0% 55,7%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.