Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 10
10 26. september 2002 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS INNLENT Um ljóðanám í skólum Auðunn Bragi Sveinsson skrifar: Tilefni þessa greinarkorns erað í Fréttablaðinu 19. sept- ember síðastliðinn skrifar Sigur- jón M. Egilsson, fréttastjóri, „Bakþanka“ blaðsins og tekur þar til meðferðar utanbókarnám á ljóðum góðskálda. Hann telur að mörgu ungu fólki sé nær ófært að skilja sum þau kvæði sem nemendur höfðu áhuga á á fyrri tíð. Nú á dögum læra þó margir nær ósjálfrátt ýmsa dægurlagatexta, sem oft heyrast í fjölmiðlum. Ég var lengi kennari í grunn- skóla og setti börnum oft fyrir ljóð til að flytja eftir minni í skólastofunni. Flest börnin fundu ekkert að þessu. Nokkur mölduðu í móinn og spurðu hvaða gagn væri að því að kunna ljóð utan að? Eigi stuðlaði það að bættri afkomu og yfirleitt að betra lífi. Jú, þetta skildi ég að nokkru en benti á að ljóð sem við kynnum utan að yrðu ævilöng eign okkar. Margt sem við lærð- um af staðreyndum í skólanum hyrfi sína leið. En ljóðin sem við lærðum utan að geymdust í huga okkar langa ævi. Ég get vel um þetta borið því að mörg þau ljóð sem ég lærði í barnaskóla kann ég enn, meira að segja Gunnarshólma. Oft hefi ég þulið þetta ljóð fyrir áheyr- endur og með sjálfum mér og sumir furðað sig á minni mínu en þetta þótti ekkert sérstakt í mínu ungdæmi. Þá lærðu börnin ljóð - og þótti ekkert mikið. Fög- ur og vel ort ljóð eru mikill and- ans auður en auðvitað kostar nokkra áreynslu að læra þau utan að. Með því öflum við okkur andlegs forða sem endist fram að gröf og dauða.  Staða bankastjóra Seðla-bankans losnaði um helgina. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist ekki ætla að flýta sér við að skipa í stöðuna. Davíð get- ur, samkvæmt nýjum lög- um, ráðið bankastjóra án þess að auglýsa stöðuna eða ráðfæra sig við banka- ráð Seðlabankans. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarf lokksins , sagði að hann myndi koma að ráðningunni þótt ekki sé kveðið á um slíkt í lögum. Halldór vísaði til hefðar sem er ofar lögum; að skipað skuli í allar helstu stöður ríkisvaldsins út frá pólitískum hagsmunum fremur en svokölluðum faglegum sjónarmiðum. Hver er reynslan af þessari hefð? Er hún svo langlíf og sterk vegna þess að hún hefur reynst samfé- laginu vel? Ég þarf ekki að svara þessari spurningu. Það vita allir svarið: Nei. Ímyndum okkur að bankastjórar Seðlabankans væru sjálfstæðir gæslu- menn þeirra hagsmuna sem seðlabönkum er ætlað að gæta. Að forstjóri Trygg- ingastofnunar væri öflugur talsmaður skjólstæðinga stofnunarinnar. Að spár og álit Þjóðhagsstofnunar væru hlutlaus og óháð hagsmunum sitjandi ríkis- stjórnar. Að útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins liti á það sem hlutverk sitt að reka öflugt og vel rekið fjöl- miðlafyrirtæki. Að bankastjórar ríkisbankanna reyndu fyrst og fremst að ávaxta pund bankanna í stað þess að beita áhrifum bank- anna á viðskiptalífið; fyrst og fremst í pólitískum tilgangi. Ímyndum okkur að forstöðumenn ríkisstofnana og forstjórar ríkis- fyrirtækja litu á okkur, almenning í landinu, sem umbjóðendur sína í stað stjórnmálaflokkanna sem skipuðu þá. Hvað fengjum við þá: Klassískt vestrænt lýðræðisríki. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Hvers vegna Íslendingar misstu áhugann á slíkri samfélagsupp- byggingu. Eða trúna á að þeir gætu komið henni á. Eða átt hana skilið. Sjálfsagt er ástæðan margflókin og eitthvað tengd því að kreppan á fjórða áratugnum kom þegar ís- lenskt stjórnskipulag var enn í mótun. Og stríðið stuttu síðar með tilheyrandi ofstjórn og miðstýrðri hagstjórn. En hver svo sem ástæðan var fyrir getuleysi Íslendinga til að byggja hér upp virkt lýðræðiskerfi á síðustu öld þá á hún ekki við lengur. Það er engin ástæða til ann- ars en taka til hendinni og byrja.  „Ímyndum okkur að for- stöðumenn ríkisstofnana og forstjórar ríkisfyrirtækja litu á okkur, almenning í landinu, sem umbjóðendur sína í stað stjórnmála- flokkanna sem skipuðu þá.“ skrifar um reynsluna af því að láta pólitísk sjónarmið stjórna ráðningum í veigamestu störf hjá ríkinu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON PÚTÍN Pútín hefur sagt eiturlyfjum stríð á hendur í Rússlandi. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti: 200 manna nefnd gegn eiturlyfjum MOSKVA,AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að stofna nýja nefnd sem berjast á gegn eiturlyfjum í landinu. Að sögn hans eru eiturlyf gífurlegt félagslegt vandamál í landinu auk þess sem mikil hætta stafar af þeim vegna tengsla þeirra við al- þjóðlega hryðjuverkastarfsemi og eiturlyfjasala. Um 200 manns munu starfa í nefndinni sem heyr- ir undir innanríkisráðuneyti Rússlands. Rúmlega þrjár millj- ónir eiturlyfjaneytenda eru í Rússlandi, eða tæplega 2,1% þjóð- arinnar.  AP /M YN D Einar Steinsson sjómaður hef-ur þróað nýjan búnað sem er ætlað að bæta árangur nótaveiða. Búnaðurinn á að hindra það að uppsjávarfisktegundir eins og síld, makríll og loðna sleppi út úr hringnót. Með búnaðinum er hægt að dæla lofti niður á allt að 100 faðma dýpi. Hann líkir eftir veiðiaðferð hvala sem nota loft- bólur til þess að fæla og þétta fiskitorfur. mar.is Áfundi í bæjarstjórn Húsavík-urbæjar á dögunum lögðu fulltrúar Þ-listans fram tillögu þess efnis að nú þegar yrði hafin vinna við gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið og stefnt að því að heildstæð fjölskyldustefna verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar eigi síðar en í lok þessa árs. vikin.is FRAMBOÐ Fjórir hafa tilkynnt framboð til kjörnefndar vegna prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ragna Ívarsdóttir sækist eftir einu af sex efstu sætunum. Fjórir sækj- ast eftir fyrsta sætinu, þeirra á meðal Árni Gunnarsson, vara- þingmaður. „Að vel íhuguðu máli og eftir talsverða hvatningu hef ég ákveðið að gefa kost á mér í fyrsta sæti listans. Ákvörðun þessi beinist ekki gegn sitjandi þingmönnum sem kjörnir voru samkvæmt eldri kjördæmaskip- an, enda um að ræða nýjan lista í nýju kjördæmi,“ sagði Árni. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra hafa báðir tilkynnt framboð sitt og sækjast eftir fyrsta sæti. Loks hefur Magnús Stefánsson alþingsmað- ur lýst yfir því að hann vilji leiða listann en formleg tilkynn- ing þar um hefur ekki borist kjörnefnd. Framboðsfrestur rennur út 9. nóvember en prófkjörið fer fram á aukakjördæmisþingi sem verður á Laugum í Sælingsdal 16. nóvember. Kosið verður um sex efstu sætin. Kosið verður um hvert sæti fyrir sig, fyrst um 1. sæti og síðan koll af kolli. Fram- bjóðandi þarf að hljóta meiri- hluta atkvæða í sæti og skal end- urtaka kosningu þar til slíkur meirihluti næst. Kjörnefnd raðar svo fulltrúum í þau sæti listans sem ekki er kosið í.  Prófkjör Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi: Fjórir bítast um fyrsta sætið PÁLL PÉTURSSON Vill fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi. Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF REHALIM, VESTURBAKKANUM, AP Hóp- ur ísraelskra gyðinga stofnaði í gær með pomp og prakt nýja land- nemabygð skammt frá borginni Nablus á Vesturbakkanum. Haldn- ar voru ræður, matur snæddur og börnin gátu leikið sér í leiktækjum. Fyrstu fjölskyldurnar eru þegar fluttar í nýju landnemabyggðina, sem heitir Rehalim. Á næstunni eiga að flytjast þangað um hundrað manns. Alls verða þarna 24 fjöl- skyldur í 14 húsum og nokkrum húsbílum. „Þarna er bara verið að bæta olíu á eldinn,“ sagði Saeb Erekat, helsti samningafulltrúi Palestínu- manna og ráðherra í stjórn Arafats. „Palestínumenn líta á landnemabyggðirnar sem mikla ógn við tilveru sína og markmið sín.“ Síðustu ríkisstjórnir Ísraels, þar á meðal núverandi ríkisstjórn Ariels Sharons, hafa sagt að nýjar landnemabyggðir verði ekki stofn- aðar. Hins vegar megi stækka nú- verandi byggðir eftir því sem íbú- um fjölgar. Varnarmálaráðuneytið, sem ber ábyrgð á landnemabyggðunum, sagðist í gær fyrst ekki vita til þess að ný byggð hefði verið stofnuð. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá ráðuneytinu, þar sem segir að fyrir fjórum árum hafi Rehalim verið skilgreind sem „menntastofnun“ og bygging húsa þar heimiluð á þeirri forsendu. „Rehalim var aldrei skilgreind sem landnema- byggð og engin áform eru uppi um að samþykkja hana sem slíka,“ seg- ir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Landnemabyggðir gyðinga eru á hernumdu svæðunum sem Palestínumenn gera tilkall til og vilja nota til þess að stofna sjálf- stætt ríki. Landnemarnir, sem svo vilja kalla sig, koma sér fyrir á svæðum sem oft eru í einkaeigu, og njóta verndar Ísraelshers. Tilgang- urinn virðist vera sá einn að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái her- numdu svæðin afhend til eigin um- ráða. Nú er svo komið að meira en 400 þúsund ísraelskir landnemar búa á hernumdu svæðunum þremur, það er að segja Vesturbakkanum, Gaza- svæðinu og austurhluta Jerúsalem- borgar. Umsátrið um höfuðstöðvar Jassers Arafats í Ramallah hefur nú staðið yfir í viku. Ísraelsmenn hunsa ályktun Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, sem krefst þess að umsátrinu linni og Ísraelsher hverfi sem skjótast á brott frá byggðum Palestínumanna.  Ný landnemabyggð á Vesturbakkanum „Olía á eldinn,“ segja Palestínumenn um nýja landnemabyggð Ísraels- manna á herteknu svæðunum. Meira en 400 þúsund landnemar hafa komið sér fyrir á herteknu svæðunum. GRJÓT Á MÓTI BRYNDREKUM Níu skólapiltar særðust í átökum við ísra- elska hermenn í gær eftir að hafa efnt til mótmæla við landnemabyggðina Kfar Darom á Gazasvæðinu. Landnemabyggðir gyðinga á herteknu svæðunum eru Palest- ínumönnum mikill þyrnir í augum. AP /A D EL H AN A Má bjóða yður klassískt lýðræði?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.