Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 24
Við búum í samfélagi þar sem til erfólk sem langar ekki að lifa. Þetta er hrikaleg staðreynd. Og hrikalegast er þegar um kornungt fólk er að ræða, fólk sem ætti að líða eins og það eigi heiminn - að framtíðin blasi við, björt og fögur. Hvers konar samfélag er það sem leiðir til þessa? Hvað er það sem gerir að verkum að ungt fólk kýs að binda enda á líf sitt þegar það stendur á mörkum unglings- og fullorðinsára? ÞEIM sem ekki vilja lifa líður illa, mjög illa. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þunglyndi og neysla fíkni- efna eru stærstu áhættuþættirnir. Efnt hefur verið til átaks Landlæknis- embættisins til þess að fækka sjálfs- vígum. Það er gott og gilt en ekki nóg. Stofnanir geta ekki einar lagað það sem aflaga fer. Við verðum hvert og eitt að taka þátt. Taka þátt með því að gera það sem við getum til að bæta heiminn - stuðla að því að ungu fólki langi að taka þátt í honum. EIN MIKILVÆGASTA forsenda þess að líða vel og vera sáttur er sjálfsmyndin. Síðustu áratugi hafa samfélagsbreytingar verið gríðarlega örar. Þannig hafa til dæmis hefðir um kynhlutverk rofnað algerlega. Þetta þýðir að sjálfsmyndin er ekki jafn sjálfgefin og hún var meðan hlutverk karla og kvenna voru skilgreind ná- kvæmlega og enginn setti spurninga- merki við þá skilgreiningu. Bæði kon- ur og karlar eru enn að fóta sig í þess- um nýja heimi. ÝMISLEGT bendir til að drengjum og karlmönnum gangi verr að fóta sig í breyttum heimi en stúlkum og kon- um. Algengara er að drengjum líði illa í skóla en stúlkum og tölur um sjálfs- víg sýna að tvisvar sinnum fleiri ung- ir menn falla fyrir eigin hendi en ung- ar konur. Augljóst er því að beina þarf sjónum sérstaklega að drengjum án þess að gleyma stúlkunum. Nú held ég að fáir kjósi að snúa aftur til hins gamla samfélags með gömlu kynhlut- verkunum. VIÐ GETUM bætt heiminn hvert og eitt með því að sýna hvert öðru um- burðarlyndi og viðurkenna að fólk er mismunandi. Börnin okkar og systk- ini, nemendur okkar, vinir okkar og foreldrar eru stundum öðruvísi en við vildum helst. Þetta fólk er engu að síð- ur einstaklingar með sama rétt og við sjálf, rétt til að gera mistök og læra af þeim og rétt til reisnar og virðingar.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Steinunnar Stefánsdóttur lífsstíl hönnun tísku 19.–29. sept. í Kringlunni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 1 86 78 09 /2 00 2 Á Upplifun í Kringlunni færð þú tækifæri til að upplifa hönnun, lífstíl og tísku á margvíslegan hátt. Haust og vetrartískan verður í hnotskurn á um 100 gínum í göngugötunum. Skúlptúrar verða til sýnis við innganga Kringlunnar. Útstillingar á húsbúnaði og gjafavöru. Sýning á húsgögnum frá Epal. Djasskvöld á fimmtudegi • Gunnar Hrafnsson og Björn Thoroddsen spila kl. 18.00 - 20.00. • Djasssveitin Desmin spilar kl. 18.30 – 20.30. • Djassdúettinn Augnablik spilar kl. 19.00 – 21.00. • Spákona ræður í framtíðina, frítt fyrir þá sem þora kl. 18.00 – 21.00. • Pétur Gautur sýnir verk sín á annari hæð við Hagkaup. Upplifðu einstakt tækifæri Fylltu út þátttökuseðil og þú átt möguleika á að vinna: • Fartölvu frá BT að andvirði 169.999 kr. • Gjafabréf frá Kringlunni að andvirði 15.000 kr. • Gallabuxur að eigin vali frá versluninni OASIS. • Hreinsun frá Kjól og Hvítt að andvirði 7.500 kr. Opið til kl. 21.00 á fimmtudögum Bætum heiminn Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.