Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. september 2002 INNLENT debenhams S M Á R A L I N D SPIRIT jakki 12.500 kr. - SPIRIT buxur 6.500 kr. SPIRIT skyrta 5.500 kr. fla› klæ›ir flig Persónulegur stílisti Ókeypis persónuleg þjónusta án nokkurra skuldbindinga. Ráðgjöf um val á brjóstahöldurum Um 70% kvenna nota ranga stærð brjóstahaldara. Fagfólk okkar ráðleggur þér um rétt val, ókeypis og án skuldbindinga. Gjafainnpökkun Gjöfinni þinni pakkað inn í glæsilegar umbúðir. Auk þess eru í boði frábær tilboð í öllum deildum verslunarinnar. Verðið kemur þægilega á óvart! a› vekja athygli. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 88 82 09 /2 00 2 SPIRIT skyrta 5.500 kr. SPIRIT jakkapeysa 6.500 kr. SPIRITKARACHI,PAKISTAN,AP Að minnstakosti sjö manns létust og einn særð-ist alvarlega þegar vígamenn réðustinn í skrifstofubyggingu kristilegra velferðarsamtaka í borginni Karachi í Pakistan í gær. Starfs- menn skrifstofunnar voru bundnir við stóla sína áður en þeir voru skotnir í höfuðið. Mikið hefur verið um ofbeldi gegn kristnum og vest- rænum mönnum í Pakistan eftir að Pervez Musharraf, forseti landsins, ákvað að hefja baráttu gegn ís- lömskum öfgahópum og sameinast Bandaríkjamönnum í stríði þeirra gegn talibönum og liðsmönnum al- Qaida í Afganistan.  Ráðist á kristna menn í Pakistan: Að minnsta kosti sjö skotnir til bana GRÁTUR Ættingi eins þeirra sem lést í árásinni grætur sáran. AP /M YN D Framhaldsskólinn á Húsavíker fimmtán ára á þessu ári og af því tilefni verður haldin hátíðarsamkoma á laugardaginn. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra verður á meðal gesta. vikin.is Verið er að gera Ásgrím Hall-dórsson SF kláran fyrir síld- veiðar. Skipið hefur verið á kolmunnaveiðum síðasta misser- ið og hefur landað 27 þúsund tonnum af kolmunna hjá SR Mjöli síðan í apríl. Ásgrímur byrjar að veiða síld fyrir Skinn- ey-Þinganes eftir mánaðamót. Fyrirtækið á um 20 þúsund tonna síldarkvóta. horn.is Vinnuslys varð í Skipasmíða-stöð Njarðvíkur skömmu fyrir hádegi í fyrradag. Starfs- maður sem var að vinna við hlið- arfærsluvagn fótbrotnaði þegar hann yfirgaf vagninn. vf.is RÆKJUVEIÐAR Ástand rækjustofns- ins á Flæmingjagrunni er almennt gott að mati vísindanefndar Norð- vestur-Atlantshafsfiskveiðistofn- unarinnar, NAFO. Á ársfundi NAFO í síðustu viku var samþykkt óbreytt stjórn á veiðunum fyrir árið 2003 og verður dagafjöldi sá sami og á þessu ári. Ákvörðun um dagafjölda verð- ur þó hugsanlega endurskoðuð í ljósi vísindaráðgjafar sem vænt- anleg er síðar á þessu ári. Ísland hefur frá upphafi mót- mælt sóknarstýringu og lagt til að veiðunum verði stjórnað með afla- marki. Ísland ítrekaði mótmæli sín við sóknarmarkskerfið og mun áfram stjórna veiðunum einhliða með aflamarki, sem ákveðið verð- ur þegar niðurstaða kemur frá vís- indanefnd NAFO. Á fundinum lagði Ísland fram tillögu um tilraunaverkefni til tveggja ára um breytt eftirlit á samningssvæði NAFO. Samkvæmt henni mætti að uppfylltum ströng- um tæknilegum atriðum með gervihnattaeftirliti, draga veru- lega úr fjölda eftirlitsmanna gegn mun nákvæmari upplýsingum um afla og aflabrögð með rafrænum hætti. Tillagan vakti mikil við- brögð og þrátt fyrir að hún fengist ekki samþykkt óbreytt, náðist sam- komulag um að vinna að frekari út- færslu hennar fyrir næsta aðal- fund. Hefst sú vinna þegar á næstu vikum í undirnefnd NAFO.  Rækjuveiðar á Flæmingjagrunni: Óbreytt stjórn en tillaga um rafrænt eftirlit VIÐ BRYGGJU Ísland hefur mótmælt sóknarstýringu á Flæmingjagrunni, en lagt til að veiðum verði stjórnað með aflamarki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.