Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 14
Leikarinn Tom Hanks hefur tek-ið að sér aðalhlutverkið í nýj- ustu mynd Cohen-bræðra, „The Ladykillers.“ Mynd- in er endurgerð myndar með sama nafni frá árinu 1955 þar sem Alec Guinnes og Peter Sellers fóru með að- alhlutverkin. Mynd- in mun gerast í Suð- urríkjum Banda- ríkjanna og fjallar um aldraða konu sem leigir hópi þjófa her- bergi í húsinu sínu. Þeir reyna síð- an eins og þeir geta að losna við konuna. Hanks er með fleiri járn í eldinum því áður en hann leikur í „The Ladykillers“ ætlar hann að leikar í myndinni „Polar Express“ sem Robert Zemeckis leikstýrir. Sú mynd fjallar um dreng og vini hans sem trúa ekki á jólasveininn. Chris Martin, söngvari hljóm-sveitarinnar Coldplay, hefur tekið upp dúett með kanadíska tón- listarmanninum Ron Sexsmith. Lagið verður notað sem aukalag á fimmtu breiðskífu Sexsmith, „Cobblestone Runway“. Martin hefur lengi verið aðdáandi Sexsmith og var ekki lengi að grípa tækifærið er honum bauðst að syngja með honum. Liam Gallagher, söngvari í Oas-is, kemur fram á nýjustu breið- skífu hljómsveitarinnar Death in Vegas. Lagið heitir „Scorpio Ris- ing“. Í laginu má finna búta úr lag- inu „Pictures of Matchstich Men“ sem Francis Rossi úr hljómsveitinni Status Quo samdi árið 1967. Tónlistariðnað-urinn í Bret- landi bindur mikl- 14 26. september 2002 FIMMTUDAGUR THE SWEETEST THING kl. 8 LITLA LIRFAN - Stuttmynd kl. 4 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5.15, 8, 9 og 10.40 b.i. 14 Sýnd kl. 4.45, 7.30 og 10.10 Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i. 12 kl. 8SIGNS kl. 6 og 8MAÐUR EINS OG ÉG HARRISON´S FLOWERS kl. 8 og 10.30 24 HOUR PARTY P. kl. 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 HAFIÐ kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT433LILO OG STITCH kl. 4 og 6 VIT 430 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 3.45 VIT429 SIGNS kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT427 PLUTO NASH kl. 4, 8 og 10.10 VIT432 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 427 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 436 FRÉTTIR AF FÓLKI KVIKMYNDIR Pizzustaðareigand- inn Longfellow Deeds (Adam Sandler) er vingjarnlegur maður sem lifir fremur einföldu en hamingjusömu lífi í smábænum Mandrake Falls í New Hampshire. Tilveru hans er snú- ið við þegar honum er tilkynnt að hann hafi erft 40 milljarða dollara, nokkrar sjónvarpsstöðv- ar, hafnarboltalið og einkaþyrlu frá frænda sínum sem hann þekkti aldrei. Þrátt fyrir umskiptin breytist Herra Deeds lítið. Hann flytur þó til stórborgarinnar þar sem fjöl- miðlar fylgja hinum nýbakaða auðkýfingi við hvert fótmál. Þar er fremst í flokki hin viðkunna- lega Babe Bennett (Winona Ryder) sem er staðráðin í því að fá einn daginn vinnu í fréttaskýr- ingaþættinum „60 minutes“. Yfir- maður hennar skipar henni að gera allt sem hún getur til þess að grafa upp eitthvað gruggugt úr fortíð herra Deeds. Hún reynir því allt til þess að stela (...æi, ég varð) tíma hans. Einkaþjónn herra Deeds heit- ir Emilio (John Turturro) og ger- ir hann allt til þess að læðast sem lymskulegast aftan að yfir- manni sínum. Það sem herra Deeds gerir sér enga grein fyrir er það að illi viðskiptajöfurinn Chuck Cedar (Peter Gallagher) sem þykist vera vinur hans er staðráðinn í því að gera allt til þess að komast yfir auðæfin. Adam Sandler segir að „Mr. Deeds“ sé ekki endurgerð Ósk- arsverðlaunamyndarinnar „Mr. Deeds goes to town“ frá árinu 1936 heldur sé nýja myndin nú- tímaútgáfa byggð á sömu sögu- hugmynd. Hann fullyrðir að hann og samstarfsfélagar sínir hafi verið afar ófeimnir við breytingar. Nýja útgáfan á því að bera heilmikið stílbragð frá Sandler. Báðar myndirnar fjalla um það hvernig peningar geta breytt öllu en ekki öllum. Það var leikarinn Gary Cooper sem fór með hlutverk hins góðhjart- aða og einfalda Mr. Deeds í upp- haflegu útgáfunni. Leikstjóri þeirrar myndar, Frank Capra, vann Óskarinn árið ‘37 fyrir vinnu sína. biggi@frettabladid.is Peningar breyta öllu en ekki öllum kl. 5.45 OG 10.15 FILMUNDUR BATTLE ROYALE Skoðaðu Þetta! Bæjarlind 14, sími 564 57 00 www.badstofan.is „SANIT“ þýsk gæðavara Upphengt salerni með innbyggðum kassa. Verð kr. 45.900 (allt settið) útsölustaðir kennsludiskarnir Windows Word Excel Outlook 2.990 kr stk. BT Fjarkennsla ehf. Sími: 511 4510 www.fjarkennsla.is Sendum í póstkröfu www.tolvuvirkni.net netverslun TÓNLIST Það er dálítið erfitt að átta sigá fyrstu breiðskífu íslensku hljómsveitarinnar Ske, „Life, Death, Happiness & Stuff.“ Fuglahljómur, japanskur söngur, harmonikku-og mandórínleikur, breskt bítlarokk og sömpl úr bíó- mynd; allt blandast þetta saman í einn hrærigraut sem erfitt er að henda reiður á. Frægasta lag Ske til þessa, sem hefur margoft hljómað í sjónvarpsauglýsingu hér á landi, er lítið og sætt, sung- ið af japanskri söngkonu. Lagið gefur síður en svo rétta mynd af innihaldi skífunnar. Í staðinn fyrir að halda sig við sama létta og þægilega gírinn ákveður hljómsveitin að leita á kunnari slóðir þar sem áhrifavaldarnir leynast víða. Ske á þó marga skemmtilega og ferska spretti í lögum sínum, sér í lagi í hinu Beta Band-lega „Stuff“. Greinilegt er að liðsmenn sveitarinnar hafa haft gaman af því að búa til skífuna því spila- gleðin skín í gegn auk þess sem textarnir eru oft sniðugir. Til að mynda er textinn í laginu „t-rex“ bráðskemmtilegur. Sundurleitni skífunnar og sú staðreynd að lögin eru mörg hver heldur ófrumleg draga heildarútkom- una hins vegar niður. Freyr Bjarnason Harmonikkuleikur og breskt bítlarokk SKE: Life, Deth, Happiness & Stuff Á morgun frumsýna Smárabíó, Laugarásbíó og Regnboginn gaman- myndina Mr. Deeds með Adam Sandler í aðalhlutverki. Myndin er lauslega byggð á Óskarsverðlaunamyndinni „Mr. Deeds goes to town“ frá árinu 1936. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet movie database - 5.7 af 10 Rotten tomatoes - 25% af 100% = Rotten USA today - 2 1/2 stjarna af fjórum KVIKMYNDIR Nýjasta kvikmynd Madonnu, „Swept Away“, sem Guy Ritchie, eiginmaður hennar, leikstýrir, er „bráðfyndin án þess að ætla sér það“. Þetta seg- ir kvikmyndagagnrýnandi blaðs- ins New York Post um myndina, sem er endurgerð ítalskrar myndar frá árinu 1974. Mynd- inni hefur verið illa tekið af gagnrýnendum og hefur því ver- ið haldið fram að hún verði frumsýnd á myndbandi í stað þess að fara fyrst í kvikmynda- hús. Hefur myndinni margoft verið breytt vegna þessara slæmu viðbragða. „Hún er í sama klassa og sígildar myndir eins og „Showgirls“ og „Glitter“, sagði gagnrýnandinn.  Nýjasta mynd Madonnu og Guy Ritchie: Bráðfyndin án þess að ætla sér það MADONNA OG GUY Madonna og Guy Ritchie fá ekki góða dóma fyrir myndina „Swept Away“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.