Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 6
6 26. september 2002 FIMMTUDAGURSPURNING DAGSINS Átt þú hlutabréf í deCODE? Nei. sem betur fer ekki. Sigvaldi Sigvaldason. 63 ára. LEIÐRÉTTING KAUPMANNAHÖFN, AP „Tíbet er hluti af Kína og við erum á móti aðskiln- aðarstarfsemi Dalaí Lama,“ sagði Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, í Kaupmannahöfn í gær. „Við erum á móti því að nokkur ríkis- stjórn veiti Dalaí Lama stuðning af hvaða tagi sem er.“ Zhu er í opinberri heimsókn til Danmerkur í beinu framhaldi af leiðtogafundi Evrópusambands- ins og Asíuríkja. Eftir að hann hafði rætt við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt Zhu blaðamanna- fund þar sem hann hvatti öll ríki til þess að láta af stuðningi við Dalaí Lama, leiðtoga Tíbeta, sem verið hefur í útlegð frá því 1959. Fyrr í vikunni hvöttu mann- réttindasamtökin Amnesty International Evrópusambandið til þess að sýna Kínverjum fulla hörku og gagnrýna mannréttinda- brot á minnihlutahópum. Samtökin segja að ástand mannréttindamála í Kína hafi versnað undanfarið, aðallega vegna þess að Kínverjar hafa gengið fram af aukinni hörku gegn glæpum og hryðjuverkum. Þeir hafi notað stríðið gegn hryðjuverkum sem „fyrirslátt til þess að herða kúgun“.  Forsætisráðherra Kína í Kaupmannahöfn: „Hættið að styðja Dalaí Lama“ GÓÐAR MÓTTÖKUR Í KAUPMANNAHÖFN Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, fékk góðar móttökur frá Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sem er vinstra megin við Zhu á myndinni, og Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Danmörk fer nú með forsæti í Evrópu- sambandinu. www.hagkaup.is Kringlan - Skeifan - Smáralind Loksins á Íslandi NEYTENDUR Þing Neytenda- samtakanna verður hald- ið í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni um næstu helgi. Forseti Íslands og h e i l b r i g ð i s r á ð h e r r a munu ávarpa þingið en meðal verkefna þess er kosning 20 manna stjórn- ar. Jóhannes Gunnarsson er sjálfkjörinn formaður Neytendasamtakanna þar sem ekkert mótframboð kom fram. „Á þinginu munum við leggja áherslu á umræðu um fákeppni og sam- þjöppun valds í verslun og viðskiptum,“ segir Jóhannes Gunnarsson. „Þá munum við einnig ítreka þá kröfu okkar að neytendur hér á landi fái að njóta Evrópuverðs á matvælum og þjónustu. Við erum jú hluti af innri markaði Evrópusambands- ins,“ segir hann. Í Neytendasamtökunum eru 14 þúsund félagar sem hver fyrir sig greiðir 3.200 krónur í félags- gjöld. Íslensku Neytendasamtök- in eru þau fjölmennustu í heimi miðað við höfðatölu. Aðeins Hol- lendingar komast með tærnar þar sem Íslendingar hafa hælana í þeim efnum.  Þing Neytendasamtakanna um næstu helgi - formaðurinn sjálfkjörinn: Krefjast Evrópu- verðs á matvælum NEYTENDUR Vilja vera hluti af Evrópu - líka í verði matvæla. Ranglega var eftir haft í blað-inu þriðjudag að viðskipti með hlutabréf væru ekki orðin jafn mikil og í fyrra. Hið rétta er að metvelta er með hlutabréf í Kauphöll Íslands á árinu. Hins vegar er veltuaukning milli ára ekki jafn mikil nú og þegar mest var. Vestfirðir: Þjóðhátíð fyrir nýbúa MENNING Þjóðhátíð Vestfirðinga verður haldin á Tálknafirði helg- ina 4.-5. október. Verður það í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Það eru Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vest- fjörðum, sem stendur fyrir hátíð- inni og í tilkynningu er það orðað sem svo: „Tilefnið er sem fyrr, það er að fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Vestfjörðum undanfarin ár. Óhjákvæmilega er hætta á því að þegar fólk, sem er lítt eða ekki talandi á íslenska tungu, kemur inn í samfélagið að það einangrist. Við Vestfirðingar viljum bjóða innflytjendur vel- komna til að auðga menningu okk- ar og vonandi auðga þeirra menn- ingu sömuleiðis.“  EFNAHAGSLÍF Búnaðarbankinn tel- ur að enginn hagvöxtur verði á þessu ári. Samkvæmt spá bank- ans verður hagvöxtur næsta árs 2% sem er undir jafnvægishag- vexti. Það þýðir að slaki verður áfram einhver í hagkerfinu. Bankinn spáir lægri verðbólgu en Seðlabankinn. Samkvæmt spánni verður verðbólga 1,6% í ár og 1,5% á næsta ári. Þá er við- skiptahallinn á hröðu undan- haldi. Spá bankans var kynnt á fundi undir yfirskriftinni Kreppan sem aldrei kom. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur, kynnti spá Búnaðarbankans. Í máli Björns Rúnars kom fram að heppni átti þátt í því að niður- sveiflan varð ekki að kreppu. Helstu þættir sem réðu því að ekki fór illa var hagstætt árferði í sjávarútvegi, tímasetning ný- fjárfestinga í stóriðju, lækkandi vextir erlendis og minnkandi fjárflæði frá landinu vegna al- þjóðlegrar hlutabréfakreppu. Bankinn gerir ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman á þessu ári, en fari að vaxa lítillega á því næsta. Fari fram sem horf- ir samkvæmt spánni mun fjár- festing hafa dregist saman um 30% að raungildi síðustu tvö ár. Reiknað er með að fjárfesting glæðist lítillega á ný næsta ár. Hins vegar hefur fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist undanfar- in misseri. Í máli Árna Tómas- sonar, bankastjóra Búnaðarbank- ans, kom fram að ekki er búist við mikilli aukningu fjárfesting- ar. Ennþá sé töluvert svigrúm til að nýta betur þá fjárfestingu sem fyrir er í hagkerfinu. Kaupmáttur rýrnaði á þessu ári vegna verðbólgu, en í spánni er gert ráð fyrir að kaupmáttur fólks vaxi á ný á næsta ári. Laun eru í sögulegu samhengi hátt hlutfall af tekjum fyrirtækja. Í ljósi þessa telur bankinn hættu á því að atvinnuleysi aukist á næsta ári. Bankinn gerir ráð fyr- ir 2,8% atvinnuleysi. Verði það meira má búast við að hagvöxtur yrði minni. Annar óvissuþáttur í þróun efnahagsmála er ákvörðun um álver. Bankinn gerir þó ekki ráð fyrir að álver muni hafa mik- il áhrif á hagvöxt á næsta ári. Þriðji óvissuþátturinn er aðhald í ríkisfjármálum. Kosningar eru framundan og þekkt úr sögunni að ekki er haldið eins fast um ríkisbudduna á kosningaári og önnur ár. haflidi@frettabladid.is Hægur bati framundan eftir væg veikindi Ytri aðstæður og heppni komu í veg fyrir kreppu í efnahagslífinu. Búnaðarbankinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði enginn á þessu ári og 2% á því næsta. Kaupmáttur mun styrkjast á næsta ári og einkaneysla aukast. Fjárfesting verður lítil ef ekki kemur til stóriðjuframkvæmda. AFTUR AÐ LIFNA Búnaðarbankinn kynnti fyrstu heildstæðu hagspá fjármálastofnunar á fundi með yfir- skriftinni Kreppan sem aldrei kom. Sam- kvæmt spá bankans stefnir í að efnahags- lífið fari hægt og bítandi uppávið. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.86 -0.38% Sterlingspund 135.56 0.04% Dönsk króna 11.46 -0.13% Evra 85.11 -0.16% Gengisvístala krónu 129,16 0,54% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 257 Velta 2.911 m ICEX-15 1.296 0,31% Mestu viðskipti Bakkavör Group hf. 162.126.082 Baugur Group hf. 143.843.467 Samherji hf. 118.588.600 Mesta hækkun Kögun hf. 9,00% Hampiðjan hf. 7,50% Vinnslustöðin hf. 5,26% Mesta lækkun Þorbjörn Fiskanes hf. -6,54% Þormóður rammi-Sæberg hf. -2,97% Marel hf. -1,59% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7779,5 1,30% Nsdaq*: 1203,1 1,80% FTSE: 3696,2 0,70% DAX: 2908,5 1,20% Nikkei: 9165,4 -1,70% S&P*: 828,2 1,10% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Grandi hf. hefur seldi í gær Aflifjárfestingarfélagi hf. allan eignarhlut sinn í Islu ehf. Isla ehf. er eignarhaldsfélag um hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum í Mexíkó. Uppgjöri Granda þann 30. júní sl. var hagað á þann veg að salan mun hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins seinni hluta árs- ins. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7keyptu í gær hlutabréf í Sam- herja hf. að nafnverði kr. 5.000.000. Eignarhlutur Lífeyrissjóða Banka- stræti 7 er nú 5,22% eða kr. 86.652.618 að nafnverði en var áður 4,92% eða kr. 81.652.618. VIÐSKIPTI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.