Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 26. september 2002 SUÐUR-KÓREA Sýningar á suður- kóreskri kvikmynd um ástarsam- band tveggja eldri borgara hefur verið bönnuð í Suður-Kóreu. Kvikmyndin, To young to Die, fjallar um raunverulegt par á átt- ræðisaldri, Park Chi-gyu, 72 ára, og Lee Sun-Ye, 71 árs, sem hittist í félagsmiðstöð eldri borgara, verður ástfangið og giftist. Kvikmyndin komst ekki gegn- um ritskoðun vegna sjö mínútna langrar senu þar sem parið nýtur kynlífs. Framleiðandi myndar- innar, Park Jin Pyo, segir ástir gamals fólk þá fegurstu í heimi. „Þetta sýnir bara að fólk er á lífi þrátt fyrir að aldurinn færist yfir,“ segir hann. Ritskoðendur voru ósveigjan- legir og sögðu senuna slæmt for- dæmi. Kvikmyndin naut mikilla vinsælda þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Kvikmynd í Suður-Kóreu: Kynlífssena eldri borgara ósiðleg SJÓNVARP Tíundi árgangur hinna margverðlaunuðu gamanþátta um fagurkerann og geðlækninn sein- heppna Frasier Crane hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi ný- lega. Byrjunin þykir ekki lofa góðu en fyrsti þátturinn snerist um brúðkaup Daphne og Niles. Það tók turtildúfurnar mörg ár að draga sig saman og óhætt er að segja að þessa brúðkaups hafi verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Vonbrigðin eru að sama skapi mikil og gagnrýnendur segja þreytu og hugmyndaleysi hafa einkennt þáttinn. Þættirnir um Frasier hafa not- ið mikilla vinsælda og engir þætt- ir hafa sankað að sér jafn mörgum Emmy-verðlaunum. Eitthvað byrjaði þó að halla undan fæti á síðasta ári og farsakennt glensið virtist á undanhaldi. Einhverjir vildu tengja þessa breytingu við fráfalll eins framleiðanda þátt- anna, Davids Angell, sem fórst í hryðjuverkunum þann 11. sept- ember 2001.  Geðlæknirinn Frasier: Þreytu- merki á tíunda ári FRASIER CRANE Þykir langt frá sínu besta í nýjustu þátta- röðinni sem hóf göngu sína í Bandaríkjun- um á dögunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.