Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 26. september 2002 21 TÍSKUVIKA Í MÍLANÓ Nú þegar tískuvikunni í New York er lokið beinast augu allra tískuáhugamanna að Mílanó. Tískuvikan þar er ár hvert með þeim vinsælli. Það var tískuhúsið Ines Val- entinitsch sem sýndi þetta bikini, peysu og tösku á sýningu sinni í gær. Þetta er allt hluti af vortískulínu þeirra. KVIKMYNDIR Hannibal Lecter hef- ur verið valinn mest ógnvekj- andi fjöldamorðingi kvikmynd- anna af lesendum tímaritsins Total Film. Lecter sló morðingj- um á borð við Norman Bates í Psycho og Michael Myers úr Halloween-myndunum ref fyrir rass. Í öðru sæti varð John Doe úr hrollvekjunni Seven. Anthony Hopkin mun fara með hlutverk mannætunnar á ný í myndinni Rauða drekanum sem frumsýnd verður í Bret- landi í byrjun næsta mánaðar. Matt Mueller, ritstjóri Total Film, sagði að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Anthony Hopkins hefur skapað frábæra persónu með Hannibal Lecter. Áhorfendur fá samúð með hon- um þó hann sé morðóður.“  Lesendur Total Film: Hrifnir af Hannibal Lecter Frægur rússneskur leikari talinn af: Lenti í snjóflóði FÓLK Frægur rússneskur kvik- myndaleikari, Sergei Bodrov, er talinn af eftir að hafa lent í snjó- flóði við tökur í fjöllunum í Norð- ur-Kákasus. Það virðist því hálf kaldhæðnislegt að hinn 31 árs gamli leikari skaust upp á stjörnu- himininn fyrir leik sinn í myndinni „Prisoner of the Caucasus“ eða „Fangarnir í Kákasus“. Sú mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið ‘97 sem „besta erlenda mynd- in“. Bodrov og nokkrir tökumenn voru að skjóta atriði fyrir kvik- mynd þegar brot úr jökli fyrir ofan þá skall á þá. Tala látinna er há. Faðir leikarans er þekktur leik- stjóri í Rússlandi og hefur hann gefið upp alla von um að sonur hans finnist á lífi. Vísindamenn telja að ekki verði hægt að finna lík þeirra sem létust fyrr en eftir 12 ár þar sem það taki íshelluna sem féll þann tíma að bráðna. Bodrov hafði síðustu ár verið að feta í fótspor föður síns sem leik- stjóri. Myndin sem hann var að vinna að þegar slysið varð hefði verið annað leikstjórnarverk hans. Mikil sorg ríkir í landinu yfir miss- inum og hefur Bodrov verið lýst í rússneskum fjölmiðlum sem „hetju nútímans“ síðustu daga.  Söngleikurinn Sound of Music: Aftur á fjalirnar í London eftir 20 ára hlé MENNING Söngleikurinn „The Sound Of Music“ verður bráðlega settur aftur á fjalirnar í leikhúshverfi Lundúna eftir 20 ára fjarveru. Söngleikjakonungurinn Andrew Ll- oyd-Webber hefur tilkynnt að hann ætli sér að setja nýja útgáfu hans á svið í Victoria Palace-leik- húsinu næsta vor. Viðræður um að setja söngleikinn aftur upp hafa verið í gangi lengi en fram að þessu hefur ekki tekist að semja við ekkju Richards Rod- gers sem á hans hluta af höfunda- réttinum. Rodgers samdi söngleik- inn ásamt Oscar Hammerstein á sjötta áratugnum. Nú stendur yfir mikil leit að konu í hlutverk Maríu, konunnar sem yfirgefur klaustur og tekur að sér að gerast húsfrú hjá þýskum greifa. Eins og margir muna fór leik- og söngkonan Julie Andrews með hlutverk hennar í kvikmynda- útgáfu söngleiksins frá árinu 1965. Talað er um að leikkonurnar Denise Van Outen og Martine McCutcheon séu á meðal þeirra sem eru að kepp- ast um hlutverkið eftirsótta.  THE SOUND OF MUSIC „Theeee hiiiiiiii- ils are aliiiive.... with the sound of muuuuusiiiiii- ic!“ HANNIBAL LECTER Er ógnvænlegasti fjöldamorðingi kvik- myndanna. 1. Hannibal Lecter/Anthony Hopkins Silence Of The Lambs, Hannibal og Red Dragon 2. John Doe/Kevin Spacey Seven 3. Michael Myers Halloween-myndirnar 4. Norman Bates/Anthony Perkins Psycho-myndirnar 5. Leatherface/Gunnar Hansen The Texas Chain Saw Massacre 6. John Ryder/Michale Rooker Henry:Portrait Of A Serial Killer 7. John Ryder/Ruger Hauer The Hitcher 8. Benoit/Benoit Poelvoorde Man Bites Dog 9. Jason Voorhees/Kane Hooder Friday The 13th 10. Billy Loomis/Skeet Ulrich og Stuart Macher/Matthew Lillard Scream

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.