Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 26. september 2002 FÓLK Í FRÉTTUM Vegna yfirtöku Árna Samúelssonar á Háskólabíói skal tekið fram að Háskól- inn fylgir ekki með í kaupunum. Leiðrétting TÍSKA Í MÍLANÓ Hér sést ítalski skemmtikrafturinn Luisa Corna í rauð- og hvítröndóttum baðfötum. Þau eru hugarsmíð hönnuðarins Alviero Martini sem sýndi föt sín í gær. Corna er ekki vön sýningarstúlka en þótti standa sig með prýði. Tvennum sögum fer af þvíhvort Eiríkur Bergmann Ein- arsson sé á leiðinni í framboð eða ekki. Sam- starfsmenn hans þykjast sjá merki þess að fólk í kringum Össur Skarp- héðinsson reyni að bregða fæti fyrir Eirík með því að fullyrða við mann og annan að Eiríkur sé hættur við framboð og minna á meinta óánægju borgarstjóra með framgöngu hans og annarra Kremlverja. Óánægjan með Kremlverja sé sýnu meiri í for- ystusveit Samfylkingarinnar en í ráðhúsinu. Flugleiðir hafa lent upp ákannt við hina varasömu Sópranó-fjölskyldu eftir að fyr- irtækið harmaði opinberlega að ís- lenskar flugfreyj- ur skyldu skella sér í heljarmikið sukkteiti með mafíósunum í fyrsta þætti fjórða árgangs The Sopranos. Flugfélagið hefur fengið á sig gagnrýni úr öllum áttum um að það hafi hingað til ekki sýnt mik- inn tepruskap í auglýsingum sín- um og markaðssetningu og hafi gert út á meint lauslæti íslensks kvenfólks. Bent hefur verið á að þessi tilhneiging sé komin í vana hjá félaginu sem geri sér þess vegna ekki grein fyrir stöðunni en í nýlegum tölvupósti til við- skiptavina er þeim bent á að þeir hafi nú „tvær í takinu“. Þarna er þó að vísu ekki átt við flugfreyj- ur heldur borgirnar Osló og New York en frasinn hefur engu að síður hingað til tengst öðru en ferðalögum milli heimsborga. eru líka í bílaþvottastöðinni við IKEA Opið alla daga til klukkan 21 Smáauglýsingadeild Fréttablaðsins Þverholti 9, 105 Reykjavík. Sími 515 7500 Netfang: smaar@frettabladid.is Veffang: frett.is smáauglýsingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.