Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 1
bls. 8 SKEMMTANALÍF Rokkið tekur við af nektarstöðum bls. 14 LAUGARDAGUR bls. 22 193. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 5. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Gengið til góðs SÖFNUN Rauði kross Íslands stendur fyrir landssöfnun til stuðnings hjálparstarfs í Afríku í dag. Söfn- unin er tileinkuð sunnanverðri Afr- íku en þar ógnar hungurvofan um 14 milljónum manna. Sjálfboðalið- ar munu ganga í hús og safna fram- lögum. Rætt um rjúpur RÁÐSTEFNA Alþjóðleg rjúpnaráð- stefna verður sett í Reykjavík klukkan 14. Skotfélag Reykjavíkur stendur fyrir ráðstefnunni. Fjallað verður um ástand íslenska rjúpna- stofnsins og aðgerðir honum til verndar. Erlendir fyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni. Leikið í handboltanum HANDBOLTI Stjarnan mætir ÍBV og Þór tekur á móti Aftureldingu klukkan 16.30 í Esso deild karla. Fjórir leikir verða Esso-deild kven- na. ÍBV mætir Fram klukkan 14. Stjarnan mætir Fylkir/ÍR klukkan 14.30. FH sækir KA/Þór heim klukkan 16 og Víkingur tekur á móti Val klukkan 16.30. HEILBRIGÐISMÁL Kúvending í gjaldtöku ekki á borðinu FÓLK Bubbi þakkar fyrir sig VIÐSKIPTI Gróska í atvinnulífi mun aukast í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins á næstu árum samkvæmt niðurstöðum lokaverkefnis Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur í hagfræði við Há- skóla Íslands. Margt bendir til þess að framleiðslufyrirtæki muni í auknum mæli flytjast frá höfuðborgarsvæðinu til jaðar- svæða þar sem atvinnuhúsnæði er ódýrara og launakostnaður lægri. Í verkefninu eru sveitarfélög eins og Akranes, Reykjanesbær, Árborg, Borgarbyggð og Hvera- gerði nefnd sem dæmi vegna þess að fyrirtæki njóti meira rýmis þar, en hafi samt góðan markaðsaðgang að höfuðborgar- svæðinu. Svonefndir „fráhrindi- kraftar“ borgarsamfélagsins séu farnir að gera vart við sig á höf- uðborgarsvæðinu. Þeir komi til að mynda fram í háu fasteigna- verði, háum launakostnaði og miklum umferðarþunga. Að mati höfundar eru því ýmis teikn á lofti um að ný vaxtasvæði framleiðslufyrirtækja verði í um 30 til 60 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Enn- fremur geti aðskilnaður höfuð- stöðva fyrirtækja og framleiðslu- sviðs verið hagkvæmur vegna mikilla framfara í fjarskipta- tækni og samgöngubótum. María Sigrún vann verkefnið, sem var lokaritgerð til BA-prófs í hagfræði, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins og Nýsköpunar- sjóðs.  Fyrirtæki flytja til jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins: Ódýrara húsnæði og lægri laun REYKJAVÍK Suðlæg átt, 7-12 m/s og úrkomulítið. Hiti 8-14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Súld 9 Akureyri 5-10 Skýjað 11 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 11 Vestmannaeyjar 7-12 Skýjað 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST LEIKIÐ Á FÍLABEINSSTRÖNDINNI Strákar leika sér í grennd franskra skriðdreka í þorpinu Bomizanbo, 40 km norður af borginni Yamoussoukro í gær. Fyrir milligöngu nágrannaríkja hafði verið gengið frá því að friðarsamkomulag yrði undirritað í borginni síðdegis í gær. Undirritun var hins vegar frestað vegna þess að deiluaðilar efuðust um efndir samkomulagsins. LEYNIÞJÓNUSTA „Ég hef aldrei viljað nota þetta orðfæri og tel heldur ekki þörf á leyniþjónustu ríkisins,“ segir Haraldur Jo- hannessen ríkis- lögreglustjóri um opinbera umræðu um nauðsyn þess að sett verði á stofn leyniþjón- usta ríkisins í ljósi þróunar í alþjóða- málum og barátt- unnar gegn hryðjuverkastarfsemi á vesturhveli. „Þau verkefni sem leyniþjónustur er- lendra ríkja sinna hefur íslenska lög- reglan séð um hingað til. Lögreglan hefur sinnt öryggi ríkisins, borgaranna, æðstu stjórnenda ríkisins og erlendra þjóðhöfð- ingja svo eitthvað sé nefnt. Í tengslum við það hefur ákveðin starfsemi farið fram til að láta málin ganga upp,“ segir Haraldur og á þar við leyniþjónustustarf- semi eins og almenn- ingur þekkir úr bók- um og erlendum kvikmyndum. Hann dregur mjög í efa að Íslendingar eigi nokkru sinni eftir að eignast sinn James Bond. Þörfin sé ekki fyrir hendi. Haraldur Johann- essen sér ekki fyrir sér að sett verði á laggirnar sérstök stofnun með mannafla sem sinni leyniþjónustu- störfum. Sú starfsemi sé þegar í gangi í nafni lögreglunnar: „Hins vegar tel ég að lagaramm- inn sem lögreglan vinnur eftir verði að vera skýr og það er hann. Þó mætti treysta hann betur og gera öruggari og að því eigum við að stefna,“ segir Haraldur og aftekur með öllu að hann sækist eftir aukn- um heimildum til að hafa eftirlit með borgurunum: „Ég hef aldrei farið fram á það og mun ekki gera,“ segir hann. eir@frettabladid.is Engin þörf á leyni- þjónustu ríkisins Mánud.- fimmtud. kl. 14.00-18.30 Föstud. kl. 14.00-19.00 Laugard. kl. 11.00-18.00 Sunnud. kl. 13.00-17.00 Ath. ekki er hægt að skrá börnin þegar minna en hálftími er í lokun. Opið er í Ævintýralandi: Þau verkefni sem leyniþjón- ustur erlendra ríkja sinna hefur íslenska lögregl- an séð um hingað til. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 27% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 57% 72% Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri vill ekki nota orðið. Segir lögregluna þegar sinna verkefnum leyniþjónustu. Óskar ekki eftir frekari heimildum til eftirlits með borgurunum. HARALDUR JOHANNESSEN Leyniþjónustustarfsemi þegar í höndum lögreglu. Halldór Ásgrímsson býður sigfram í Reykjavíkurkjördæmi norður í vor. Hann segir áherslur sínar í stjórnmálum ekki breytast við flutning í nýtt kjördæmi. bls. 2 Evrópusambandið vill sam-ræma grunnverð nýrra bíla á evrópska efnahagssvæðinu. Nýj- ar reglur gætu haft þær afleið- ingar að verð á nýjum bílum hækkaði. bls. 2 Skýrsla Ríkisendurskoðunarkann að leiða til þess að sölu- ferli Búnaðarbankans verði end- urskoðað. bls. 4 Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf-ari í knattspyrnu, segir ekki útilokað að Eyjólfur Sverrisson, leikmaður Herthu Berlín, leiki aftur með landsliðinu. bls. 12 AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.