Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 16
5. október 2002 LAUGARDAGUR SUNNUDAGURINN 6. OKTÓBER MYNDLIST Myndlistardeild Listahá- skóla Íslands er elsta deild skól- ans þó hún sé ekki nema þriggja ára. Hún stendur hins vegar á gömlum grunni þar sem LHÍ varð til árið 1999 þegar hann yf- irtók nemendur Myndlistar- og handíðarskólans. Kristján Stein- grímur Jónsson, deildarforseti, segir að frá stofnun hennar hafi nýtt kennsluskipulag verið byggt upp í breyttu umhverfi. Námið í myndlistardeildinni er þriggja ára nám til B.A. gráðu og er um 30% fræðilegt og 70% list- sköpun. „ Fræðileg kennsla hef- ur verið efld til muna frá því sem áður var þó enn sé lögð áhersla á tækni og aðferðir enda eru verkstæði skólans mun öfl- ugri en þau voru í Myndlistar- og handíðarskólanum.“ Breytingarnar má rekja til þess að námið er komið á há- skólastig. „Inntökuskilyrði eru einnig orðin strangari og við ætl- umst til að nemendur hafi lokið ákveðnu grunnámi. Þetta er nám sem áður var veitt í Myndlistar- og handíðarskólanum en fólk sækir það nú á listabrautir ákveðinna framhaldsskóla eða í aðra myndlistarskóla.“ Nemendur við deildina eru 90 eins og er en verða 72 í framtíð- inni. Kennarar eru um 40 þar af 10 erlendir. Kristján segir það framtíðarmarkmiðið er að bæta við tveggja ára mastersnámi sem verður þá væntanlega al- þjóðlegt og í samvinnu við er- lenda skóla. „Þetta myndi laða fleiri erlenda nemendur að skól- anum en það er þróun sem við viljum sjá enda hagnast allir á því að fjölbreytnin hérna sé sem mest.“ Námið við deildina er ekki deildarskipt heldur leggur hver nemandi áherslu á þann miðil sem hann telur henta sér best. Verkstæði skólans eru fjögur og þar njóta nemendur aðstoðar fagmanna við lausnir verkefna. Kristján segir val nemenda bein- ast mjög að nýmiðlum; netinu, hljóð- og myndbandavinnslu. „Málverkið heldur þó alltaf sínu og er langt því frá dautt. Við- fangsefni nemenda skipta þó auðvitað mestu máli og áherslan er lögð á að miðillinn þjóni inn- takinu en ekki öfugt.“ Elísabet Ó. Guðmundsdóttir og Halldór H. Guðmundsson eru á öðru ári í myndlistardeild og hafa lagt málverkið fyrir sig. Þau taka undir það að það sé mikið málað í skólanum. „Við köllum okkur Leónörda þar sem við erum sprottin upp úr minimalisma og tökumst á við póst-módernísk gildi og ruglið sem er allsráðandi“, segir Hall- dór. „Við reynum svo auðvitað að koma einhverri reglu á óreiðuna með verkum okkar.“ thorarinn@frettabladid.is Myndlistarnemar í sláturhúsi Myndlistardeild LHÍ er til húsa í SS byggingunni við Lauganesveg. Þar vinna 90 nemendur að list sinni og beina sjónum sínum í auknum mæli að miðlun á Internetinu. Málverkið lifir engu að síður góðu lífi og krakkarnir sem skreyta strigann ætla sér stóra hluti. ELÍSABET Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR Leónördarnir segjast vera framtíðarvon myndlistarinnar á Íslandi. Þeir sinna myndlist- inni af ástríðufullum metnaði og ætla sér að verða kynslóðabetrungar. FUNDIR 15.00 Í Listasafni Íslands verður heim- ildarmynd um ævi Edwards Steichen, eins fremsta ljósmynd- ara 20. aldarinnar sýnd. UPPÁKOMUR 14.00 Íslandsmeistaramótið í Svarta- Pétri fer fram á Sólheimum í Grímsnesi. Mótið er haldið í þrett- ánda sinn. Stjórnandi mótsins er Edda Björgvinsdóttir leikkona en það er öllum opið. LEIKHÚS 14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eru sýndir á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. 14.00 Honk! Ljóti Andarunginn er sýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins. 20.00 And Björk of course er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. 21.00 Beyglur með öllum er sýnt í Iðnó. 21.00 Sellófon er sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. MESSUR 11.00 Drengjakór Neskirkju syngur við messu í kirkjunni undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Nýr org- anisti safnaðarins, Steingrímur Þórhallsson verður boðinn vel- kominn til starfa. Þetta er fyrsta messa kórsins að þessu hausti en hann mun syngja fyrsta sunnudag í hverjum mánuði í vetur. 20.00 Fyrsta kvöldmessa haustsins verður í Neskirkju. Þorvaldur Halldórsson, syngur og leiðir lof- gjörð. 20.00 Fyrsta Léttmessa vetrarins verður í Árbæjarkirkju. Hreimur söngvari úr hljómsveitinni Landi og sonum leiðir sönginn ásamt söngkonun- um Erlu Björgu og Rannveigu Káradætrum en þeim til halds og trausts verður gítarleikarinn Ómar Guðjónsson. 20.30 Dægurlagamessa verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju. Hljómsveit, skipuð þeim Andreu Gylfadóttur, Eysteini Eysteinssyni, Magnúsi Ein- arssyni og Jens Hanssyni leikur tón- list. Tónlistin byggir á hefðbundn- um sálmum sem hafa verið færðir í búning þekktra dægurlaga sam- tímans, laga sem allir kannast við. TÓNLEIKAR 15.00 Eistneska söngkonan Margot Kiis spilar ásamt hljómsveit á Kaffi Reykjavík. 17.00 Kammerkórinn Schola cantorum syngur í Digraneskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins á Ís- landi síðan hann hreppti silfur- verðlaun í alþjóðlegri kórakeppni í Gorizia á Ítalíu í sumar. Á efnis- skránni eru verk sem kórinn söng í keppninni og spannar tónlistin um 300 ár. 20.00 Píanótónleikar Jaromír Klepá verða í Salnum Kópavogi. Miða- verð er krónur 1500. 20.30 Lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur verða á Broadway. 23.00 Gummi P Bluesband leikur á Vídalín í Aðalstræti. Hljómsveitina leiðir Guðmundur Pétursson sem leikur á gítar og syngur, Jakob Smári Magnússon leikur á bassa og Arnar Geir Ómarsson leikur á trommur. Bubbi Morthens og Hera spila í Höll- inni Vestmannaeyjum. SÝNINGAR Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift sýningarinnar er, Hugmyndir um Frelsi / Theories of Freedom. Sýningin stendur yfir til 20 október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Í Listasafni Sig- urjóns Ólafsson- ar hefur verið opnuð vetrarsýn- ing sem ber heit- ið Andlitsmyndir og afstraksjónir. Á sýningunni eru mörg helstu lykil- verk Sigurjóns allt frá 1934 fram til síðustu æviára listamannsins. Sýningin sem stendur til 30. mars 2003 er opin um helgar milli kl. 14 og 17. HALLDÓR H. GUÐMUNDSSON Kann vel við sig í gamla SS húsinu. „Skólar eru ekki hús heldur fólk og þetta gæti vel verið framtíðarhúsnæði LHÍ. Það myndi örugglega gleðja grænmetisætur þar sem við hefðum þá breytt kjötvinnslu SS í allsherjar listahús.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Útsölu- marka›ur Topshop í fullum gangi Ótrúlegt ver› LÆKJARGATA TOPSHOP Dæmi: Dömu bolir 500 kr. Peysur 1.000 kr. Herra skyrtur 1.200 kr. Buxur 1.200 kr. Dömujakkar 1.800 kr. Herrajakkar 3.500 kr. Opi› kl. 13.00-18.00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O P 18 64 1 VERÐHRUN Rýmum verslunina fyrir nýjum vörum 50% AF ÖLLU Í BÚÐINNI. Tilvalið tækifæri til að kaupa jólagjafir. Ekta pelsar og leður. Handunnin sófasett, innskotsborð, speglar, barir, stakir stólar. Handunnin rúmteppi, dúkar, púðaver. Handmálaðar styttur og lampar. Samkvæmiskjólar, og margt fleira. Útsalan hófst 1. okt. Opið virka daga 11 - 18. Laugardaga 11 -15. Sunnudaginn 6. okt 13 - 16. Hvergi betri kaup. Verið velkomin. Sigurstjarna (Bláu húsin Fákafeni) Sími 5884545

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.