Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 4
4 5. október 2002 LAUGARDAGUR INNLENT LÖGREGLUFRÉTTIR FRAMKVÆMDIR Byggingarfyrirtæk- in Björgun og BYGG, fengu í vik- unni framkvæmdaleyfi vegna landfyllingar í Arnarnesvogi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Björgun verður líklega byrjað á landfyll- ingunni, með því að dæla sandi upp úr sjónum, strax eftir helgi. Gert er ráð fyrir 560 almennum íbúðum og 200 íbúðum fyrir eldri borgara á svæðinu. Flestar bygg- ingarnar verða tveggja til þriggja hæða og á hæð þeirra að trufla sem minnst útsýni frá núverandi íbúðahverfum. Upphaflega var sótt um leyfi fyrir 7,5 hektara landfyllingu og fékkst heimild fyrir henni hjá Skipulagsstofnun. Áformin mættu hins vegar andstöðu íbúa. Vegna breyttra byggingaráforma óskuðu byggingarfyrirtækin eftir því að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í stað 7,5 hektara landfyllingar er nú gert ráð fyrir 2,5 hektara land- fyllingu, en samkvæmt lögum þarf ekki að fara fram mat á um- hverfisáhrifum nema vegna land- fyllinga sem eru 5 hektarar eða stærri.  Landfylling í Arnarnesvogi: Framkvæmdir að hefjast ARNARNESVOGUR Byggingarfyrirtækin Björgun og BYGG, fengu í vikunni framkvæmdaleyfi vegna landfyllingar í Arnarnesvogi. REKIN FRÁ VÍDALÍN Á annan tug manna var vísað frá skemmti- staðnum Vídalín um ellefuleytið í fyrrakvöld. Svokallað bjór- kvöld var haldið þar að tilstuðl- an framhaldsskóla. Vísaði lög- reglan þeim frá sem voru yngri en tvítugt við litla hrifningu. Þá var veski stolið á veitingastaðn- um Celtic Cross í fyrrinótt. SLÓGUST Á GLAUMBAR Karl- maður var fluttur á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss eftir átök við annan mann á veit- ingastaðnum Glaumbar um tvöleytið í fyrrinótt. Ekki er talið að meiðsl hans hafi verið alvarleg. SILVER SPRING, MARYLAND, AP Fimm manns voru skotnir til bana í út- hverfi Washington-borgar í Bandaríkjunum í gær. Morðin, sem áttu sér stað með nokkru millibili, voru framin á innan við 16 klukkustundum. Yfirvöld í Maryland-úthverfinu leituðu í gær að „mjög hæfri skyttu,“ en talið er að hvert fórnarlambanna hafi verið myrt með einni byssu- kúlu. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, sérstak- lega vegna þess að morðin virðast hafa verið framin af handahófi án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Einn maður var skotinn til bana er hann var að slá grasblett- inn heima hjá sér. Annar var skot- inn er hann var að setja bensín á bíl sinn og sá þriðji var skotinn fyrir utan matvörubúð. Tvær konur voru á meðal hinna myrtu. Önnur þeirra var skotin í höfuðið við pósthús og hin var skotinn er hún var á gangi við bensínstöð. Fórnarlömbin voru á bilinu 25 til 55 ára gömul og virðast ekkert hafa tengst innbyrðis í lifanda lífi. Hátt í 150 lögreglumenn, þar á meðal fulltrúar frá bandarísku al- ríkislögreglunni, FBI, tóku þátt í leit að morðingjanum eða morð- ingjunum. Einn sjónarvottur sá tvo aðila inni í hvítum sendiferðabíl aka hratt á brott frá þeim stað þar sem eitt morðanna var framið.  Fimm manns myrtir í Bandaríkjunum: Leitað að mjög hæfri skyttu BENSÍNSTÖÐ Leigubílstjóri var skotinn á bensínstöð í Aspen Hill í úthverfi Washington-borgar. Lögreglan telur að sterkar líkur séu á því að morðin tengist innbyrðis. AP /M YN D SALA BANKANNA Söluferli Búnaðar- bankans er í uppnámi og mörgum þykir hægt ganga við sölu Lands- bankans. Heimildir blaðsins herma að Ríkisendurskoðun geri athugasemdir við flesta þætti söluferlisins. Meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu Ríkisendur- skoðunar sem væntanleg er í næstu viku, er skortur á upplýs- ingagjöf til fjárfesta. Þá eru markmið talin illa skilgreind. Fram kom í Fréttablaðinu um það leyti sem ákvörðun um við- ræður við Samson, eignarhaldsfé- lag að Kaldbakur hefði boðið hæsta verðið í bankann. Illa gekk hins vegar hjá Kaldbaksmönnum að fá upplýsingar um hversu stór hlutur í bankanum væri til sölu. Kaldbakur hafði sænskan banka á bak við sig sem samkvæmt heim- ildum blaðsins var Skandinaviska Enskilda Banken. Sá banki þekkir vel til Landsbankans og hafði áður átt í þreifingum um kaup á bank- anum. Bankinn taldi ekki ómaks- ins virði að koma inn nema hlutur- inn sem til sölu væri næði þriðj- ungi af heildarhlutafé bankans. Gilding tekur af skarið Þórður Magnússon, forsvars- maður Gildingar fjárfestingarfé- lags, fór fyrir hópi fjárfesta sem höfðu áhuga á báðum bönkunum. Einkavæðingarnefnt þótti nokkuð skorta á að Þórður gæti sýnt fram á hvernig hann ætlaði að fjár- magna kaupin. Hann var því úr leik í fyrstu atrennu. Eigendur Gildingar eignuðust drjúgan hlut í bankanum þegar félagið var sam- einað Búnaðarbankanum. Bank- inn gerði góð kaup í þeim við- skiptum. Gilding var stofnuð þeg- ar allt var í blóma á mörkuðum. Fall krónunnar og hlutabréfa- markaðar voru nánast búin að ríða félaginu að fullu. Sameining- in við Búnaðarbankann varð þeg- ar allt var í lágpunkti. Síðan þá hefur úr ræst og safn Gildingar ávaxtast vel innan bankans. Síðustu daga september fór að bera á miklum viðskiptum með bréf Búnaðarbankans. 26. septem- ber skiptu bréf að markaðsvirði 2,5 milljarðar um hendur og þann 30. september voru viðskipti fyrir 1,8 milljarð. Bankinn keypti sjálf- ur tæp 10% bréfa í sjálfum sér og seldi áfram til hóps tengdum Gild- ingu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fjárfestingarhópurinn sé kominn með milli 25 og 30% í bankanum. Það þýðir að kjölfest- an er komin í bankann. Eigi að selja bankann öðrum þarf sá sem kaupir að fá stærri hlut af bank- anum en hópurinn sem fyrir er. Helst verulega stærri. Bankinn vanur sjálfstæði Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins telur þessi tíðindi ekki breyta neinu um söluferli bankanna. „Söluferli ríkisbank- anna heldur áfram eins og upp- haflega var til stofnað. Við hljót- um að selja þau hlutabréf á þeim grundvelli sem stofnað var til og án tillits til annarra hreyfinga á markaði,“ segir Halldór. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að atburðarrásin í Bún- aðarbankanum sé stjórnendum bankans að skapi. Árni Tómasson neitar því að kaupin séu að frum- kvæði bankans. Pólitísk afskipti af Búnaðarbankanum hafa alltaf verið minni en af Landsbankan- um. Bankinn vill halda sjálfstæði sínu. Dreifð eignaraðild með kjöl- festufjárfesti sem vill hámarka arðsemi af fjárfestingu sinni er því stjórnendum og starfsmönn- um bankans að skapi. Sérfræðingar á fjármálamark- aði telja að ein þeirra leiða sem nú sé fýsisleg sé að selja bréf ríkis- ins í gegnum Kauphöll Íslands með tilboðsfyrirkomulagi. Þannig fengi ríkið gott verð fyrir bréfin og kjölfestan myndaðist af sjálfu sér. Skýrsla Ríkisendurskoðunar kann að kalla á að sala Búnaðar- bankans verði sett í annað ferli en hún er í nú. haflidi@frettabladid.is Kjölfestan er komin í Búnaðarbankann FRÉTTASKÝRING Skýrsla Ríkisendurskoðunar kann að leiða til þess að söluferli Búnaðarbankans verði endurskoð- að. Kjölfestufjárfestir hefur þegar myndast í bankanum. Sérfræðingar telja að skynsamlegt sé að selja bréf ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi. Halldór Ásgrímsson segir myndun kjölfestu í bank- anum engu breyta um það ferli sem sala bankans sé í. BREYTT STAÐA Viðskipti að undanförnu með bréf í Búnaðarbankanum hafa leitt til þess að kjölfestufjár- festir hefur þegar myndast í bankanum. Ekki er pólitískur vilji til að breyta því ferli sem sala bankans er í. NEYSLUVATN Í GEISLUNARHÚS Búið er að koma upp geislunar- húsi sem allt neysluvatn Patreks- firðinga fer í gegnum áður en það fer í vatnskerfið. Útfjólubláir geislar drepa allar örverur í vatn- inu og þannig næst að tryggja að vatnið verði tandurhreint. Pat- reksfirðingar hafa mátt eiga það á hættu í gegnum tíðina að neyta mengaðs neysluvatns, sérstaklega á vorin og í leysingum. Tíð.is ENDURBÆTUR FRAM ÚR ÁÆTLUN Kostnaður við endurbætur á nýju skrifstofuhúsnæði Verkalýðsfé- lags Akraness að Sunnubraut 13 er kominn langt framúr þeirri kostnaðaráætlun sem gerð var við upphaf framkvæmda. Upp- hafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt rúmar þrjár milljónir en er nú komin í tæplega sjö milljónir. skessuhorn.is STÆRSTA SKIP AÐ BRYGGJU Um miðnættið í gær lagðist olíuskipið Ophelia að Óslandsbryggjunni. Þetta er mikið skip, 4.270 tonn og 115,7 metra langt eða helmingi lengra en bryggjukanturinn. Þetta er stærsta skip sem komið hefur til Hornafjarðar. horn.is Nýtt nafn í flota Samskipa: Gullnes heit- ir nú Ísfell SAMGÖNGUR Ísfell, sem er nýtt nafn í flota Samskipa, hóf sigling- ar undir merkjum félagsins við vesturströnd Noregs um síðustu mánaðamót. Skipið mun sigla reglulega frá Múrmansk með vesturströndinni og alla leið til Hollands. Ísfell er frystiskip sem tekur 1.100 palla. Það sigldi áður á veg- um Samskipa undir nafninu Gull- nes en var endurbyggt í skipa- smíðastöð í Póllandi á fyrri hluta ársins. Samskip leigja skipið til langs tíma frá norsku skipafélagi. Auk reglubundinna ferða um Vestur-Noreg verður Ísfell notað til Íslandssiglinga, siglinga um Eystrasalt og til Portúgals.  Formaður Landverndar: Varaþing- maður hafn- ar Framsókn STJÓRNMÁL Ólöf Guðný Valdimars- dóttir, varaþingmaður Framsókn- arflokksins á Vestfjörðum, segir að sér sé ómögulegt að gefa kost á sér í framboð fyrir flokkinn fyrir næstu kosningar vegna stefnu forystu hans í stóriðju- og virkj- anamálum. Hún geti ekki stutt það að náttúru landsins verði fórnað fyrir vafasaman efnahags- legan ávinning. „Ég tel að áherslur forystu Framsóknarflokksins í þessum málum séu komnar langt frá hug- myndafræði Framsóknarflokks- ins og hugsjónum mínum.“  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Er spilling almenn í íslenskum stjórnmálum? Spurning dagsins í dag: Hvernig lýst þér á framboð Halldórs Ásgrímssonar í Reykjavík? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is GERSPILLTIR Kjósendur á frett.is telja mikla spillingu vera í íslenskum stjórnmálum. 14,4% Veit ekki 4,4% Nei 81,1%Já

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.