Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 22
22 5. október 2002 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Fréttablaðið og Skjár einn.Engin áskrift. Engin útgjöld. Ánægjan ein. Og fróðleikur. Morgunblaðið kostar 2.100 krón- ur á mánuði, DV 2.200 krónur og Stöð 2 4.290 krónur. Samtals 8.590 krónur. Skylduáskriftin að Ríkisútvarpinu er svo 2.250 krónur á mánuði. Með því að not- ast eingöngu við Skjá einn og Fréttablaðið í fjölmiðlaneysl- unni má spara 103.080 krónur á ári. Það er góð Spánarferð fyrir tvo. Ef lesefnið í Fréttablaðinu dugar ekki má grípa til auglýs- ingabæklinga frá Rúmfatala- gernum, Hagkaupum og Elco sem einnig er dreift ókeypis. Þar er ýmislegt fróðlegt að finna og ljósmyndir í lit. Og ef þarf að bæta við Skjá einn þá er Ríkis- sjónvarpið til staðar. Þú kemst ekki hjá því að hafa það frekar en rafmagn og hita. Að öllu sam- anlögðu: Valið er einfalt.  Bubbi hefur átt heima á Sel-tjarnarnesi síðastliðinn 12 ár, er með útsýni yfir Bessastaði, og líður hvergi betur. „Það hafa eng- ir titlar raunverulega þýðingu,“ svarar Bubbi aðspurður um gildi nýja titilsins. „Hins vegar er þetta ákveðin viðurkenning á því sem ég hef verið að gera. Fyrir það er ég þakklátur. Það er alltaf gaman af því að fólk skuli bera virðingu fyrir því sem maður gerir.“ Upphafslag nýju plötunnar hans Bubba „Sól að morgni“, sem kemur út á mánudag, heitir „Við Gróttu“. Það er þegar farið að óma á ljósvakanum. Lagið fjallar um göngutúr um Gróttusvæðið sem Bubbi segir flottasta úti- vistasvæði höfuðborgarsvæðis- ins. „Að labba þangað um sumar eða vetur er frábær skemmtun. Ég uppgötvaði Gróttu fyrsta sumarið sem ég var hér. Þá var ég kominn heim. Í laginu er ég að mæra ástina í lífi mínu. Ég er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn, og alveg örugglega ekki sá síðasti, til að gera það.“ Bubbi stjórnaði upptökum á nýju plötunni sjálfur en það hef- ur hann ekki gert áður. Hann hef- ur heldur aldrei verið jafn snögg- ur í hljóðverinu. Gekk frá öllu á innan við 74 klukkustundum, sem þykir býsna stutt stopp. Bubbi lýsir tónunum á nýju plötunni sem þjóðlagarokki. Hluta tók hann upp ásamt hljómsveit sinni Stríð & Frið en í nokkrum lag- anna er hann einn með kassagít- arinn. Textalega virðist Bubbi leita meira til heimsins innan dyrastafsins en þjóðfélagsins fyrir utan. Bubbi hljómar afar þakklátur fyrir tilveru sína. Hamingjan leynir sér ekki. „Það ríkja mjög jákvæðir straumar á þessari plötu. Ég er til dæmis að skrifa um þá gleði að eiga börn og að vera giftur. Þetta eru mjög klassísk umfjöll- unarefni. Ég er að syngja um ást- ina, dauðann og það sem liggur upp á yfirborðinu í kringum líf mitt.“ Bubbi stígur þó fæti úr sinni persónulegri paradís alla leið til heljar í laginu „Þar sem gems- arnir aldrei þagna“. Annað lag fjallar um fánýti neysluþjóðfé- lagsins. „Útgefendur eru alltaf að benda mér á að þetta gæti ver- ið söluvænna en pönkrokkið í fyrra,“ segir Bubbi og hlær kóngahlátri. biggi@frettabladid.is SAGA DAGSINS 5. OKTÓBER FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN Ég verð heima að taka til fyrirafmælið og hlusta á hljóm- sveitina mína, Heimilistóna á meðan,“ segir Vigdís Gunnars- dóttir, leikkona, sem er 37 ára í dag. „Þetta er leikkonuhljómsveit sem kemur saman og spilar þegar göt gefast í heimilislífinu. Við erum fjórar, Ólafía Hrönn, Elva Ósk Ólafs, Halldóra Björns og ég. Við höfum spilað heilmikið, höld- um til dæmis alltaf bolludags- skemmtanir m.a. í Hlaðvarparn- um. Við spilum aðallega lögin sem mæður okkar sungu þegar þær stóðu við uppvaskið forðum, en snörum öllum enskum textum beint yfir á íslensku. Þeir verða svolítið skondnir við það.“ Vigdís segir bandið hafa þróast úr því að vera band á vergangi í að vera bílskúrsband. „Ég veit ekki hvert þetta stefnir, í heims- frægð kannski,“ segir hún hugs- andi. Þar sem hljómsveitin kemur alltaf fram í sixtees-búningum verður það fyrsta verk Vigdísar að þvo framan úr sér sixtees-lúkk- ið þegar tökum lýkur í dag. „Ég reyni örugglega að setja upp eitt- hvert nútímalegra lúkk, og svo verður partý á tveimur hæðum. Ég er tvíburi og við systurnar búum í sama húsi, hvor á sinni hæðinni. Þetta verður nú ekkert villt, vinir okkar eru svo dag- farsprúðir.“ Vigdís er nýkomin úr námi frá London þar sem hún lagði stund á handritagerð og leikstjórn fyrir sjónvarp. „Það verður að teljast aðaláhugamálið að koma saman handriti fyrir sjónvarpsmynd. Svo veit ég ekki nema ég leggi fyrir mig hestamennsku í framtíðinni. Ég skipti fyrir nokkru við Hilmi Snæ á jeppa og hesti, en hesturinn er enn á fjöllum og við höfum aldrei hist. En ég hef grun um að þar liggi dulið áhugamál.“  Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona og handrits- höfundur, á afmæli í dag. Afmæli Dagfarsprúðir gestir á tveimur hæðum JARÐARFARIR 11.00 Jón Bjarnason, Bakka í Vatnsdal, verður jarðsunginn frá Blönduós- kirkju. 14.00 Hólmsteinn Sigurðsson frá Ytri Hofdölum verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. AFMÆLI Tvíburasysturnar Vigdís og Þóra Rósa Gunnarsdætur eru 37 ára í dag. ANDLÁT Eiður Jóhannesson, fv. skipstjóri, Gull- smára 11, Kópavogi, lést 20. september. Útförin hefur farið fram. Jón Höjgaard, Löngubrekku 22, lést 20. september. Útförin hefur farið fram. Martína Erna Sigfridsdóttir, Hamrabergi 24, lést 3. október. Guðný Magnúsdóttir, Bergstaðastræti 65, lést 2. október. Hrönn Albertsdóttir, Seiðakvísl 13, Reykjavík, lést 2. október Hallfríður K. H. Stefánsdóttir, ökukenn- ari, Sogavegi 180, lést 1. október. Jóhanna Elíasdóttir frá Melkoti, Staf- holtstungum, lést 1. október Æskan, barnablað með mynd-um, var gefið út í fyrsta sinn árið 1897 af Stórstúku Íslands. Hljómar léku í fyrsta skiptiopinberlega í Krossinum í Njarðvík árið 1963. Blönduvirkjun var formlegatekin í notkun árið 1991. Framleiðslugeta henna er 150 megawött. Stofnkostnaður virkj- unarinnar var meira en 12 millj- arðar króna. Lech Walesa fékk friðaverðlaunNóbels árið 1983. TÍMAMÓT BUBBI Fyrsta lagið til að hljóta útvarpsspilun á nýju plötunni heitir „Við Gróttu“. Þó er annað lag sem Bubbi er hrifnari af. „Lagið „Guð er kona“ er kannski það lag sem mér þykir vænst um að einhverju leyti.“ Vonandi fær það að svífa milli viðtækja bráðlega. Miklar deilur hafa verið í bæj-arstjórn Mosfellsbæjar um fjármál bæjarins. Mikið var rætt um fjármálin fyrir kosningarnar síðastliðið vor, en deilurnar náðu hámarki fyrir skömmu þegar meirihluti sjálfstæðismanna kynnti skýrslu KPMG, sem þeir sögðu staðfesta algjöra óstjórn fyrrver- andi meirihluta í fjármálum. Bæj- arbúar hafa þurft að fylgjast með fylkingunum tveimur túlka niður- stöður skýrslunnar eftir hentisemi. Meirihlutinn segir eitt, en minni- hlutinn annað. Aðferðin við að reikna rekstrar-kostnað sem hlutfall af skatt- tekjum í Mosfellsbæ virðist fara eftir því í hvaða flokki menn eru. Svona rétt til að friða bæjarbúa, sem eflaust eru orðnir mjög þreytt- ir á karpi bæjarfulltrúa um rekstr- arkostnað og fjármagnsgjöld, hafa bæjaryfirvöld reynt að koma þeim í gott skap með því að spila jólalög í símsvara bæjarskrifstofunnar. Er það nú ekki aðeins of snemmt? Stórstjarnan Björk Guðmunds-dóttir eignaðist dóttur í fyrra- dag. Heilsast móður og barni vel. Þegar hefir verið ákveðið hvað barn- ið skal heita og leitar Björk þá ekki í frændgarð sinn hér heima. Nafnið mun vera Ísadóra. Fyrir á Björk soninn Sindra. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Sækjandinn: Hún átti þrjú börn,ekki satt? Vitnið: Já. Sækjandinn: Hvað voru strákarn- ir margir? Vitnið: Það var enginn strákur. Sækjandinn: Voru þá einhverjar stúlkur? VIGDÍS GUNNARSDÓTTIR Heldur afmælispartý ásamt tvíburasystur sinni. Hljómsveitin Heimilistónar verður að sjálfsögðu í partýinu svo og aðrir dag- farsprúðir vinir þeirra systra. Bubbi þakkar fyrir sig Þjóðlagarokkarinn Bubbi Morthens var í gær valinn bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar. Á mánudag gefur hann út breiðskífuna „Sól að morgni“ þar sem hann syngur meðal annars um Gróttu. Fréttamaðurinn og verðbréfa-spekúlantinn Eggert Skúla- son fór mikinn á morgunsjón- varpi Stöðvar 2 á dögunum. Gerði hann þar mótmælendur á Austurvelli að umtalsefni en við Alþingishúsið hefur fólk gjarnan safnast saman til að mótmæla virkjunaráformum yfirvalda. Kallaði Eggert þetta fólk “lista- mannapakk úr 101“ sem bersýni- lega hefði ekkert betra við tím- ann að gera en hanga á Austur- velli sér og öðrum til ama. Þótti Eggert hér skjóta yfir markið svo um munaði ef marka skal mótmæli áhorfenda Stöðvar 2 sem margir kunnu lítt að meta samfélagskrítík Eggerts. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Halldóri Ásgrímssyni var ekki Hafn- að í Hornafirði. Leiðrétting RÝMINGAR- SALA!!! HÚSGÖGN OG GJAFAVARA RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR!!!!! Bæjarlind 12 • 201 Kópavogur • s: 544 44 20 Opið um helgina: • Lau: 10.00-17.00 • Sun: 13.00-16.00 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.