Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 6
6 5. október 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS ERLENT Ertu óvinsæll? Það þýðir ekki að spyrja mig að því. Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því. Hins vegar er niðurstaða þingflokksins skýr. Ég fæ meirihlusta stuðning í starfið. Aðrir hafa hann ekki. Kristinn H. Gunnarsson fékk sjö atkvæði af tólf í kjöri til formanns þingflokks Framsóknarflokksins. FJÁRAUKALAGAFRUMVARP SVEITARSTJÓRNARMÁL Mikil ólga hef- ur verið í bæjarstjórn Mosfells- bæjar eftir að sjálfstæðismenn kynntu úttekt endurskoðunarfyr- irtækisins KPMG á fjármálum bæjarins. Á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn urðu heitar um- ræður um málið. Meiri- og minnihluti eru á önd- verðum meiði um það hvernig túlka beri niðurstöðu skýrslunnar og þá sérstaklega tölur um rekstr- arkostnað bæjarsjóðs sem hluta af skatttekjum bæjarins. G og B listi segja rekstrar- kostnaðinn hafa verið 78 til 86% af skatttekjunum á síðustu árum en sjálfstæðismenn 83 til 90%. Mismunurinn er fólginn í því að fylkingarnar leggja mismunandi tölur til grundvallar. Þær eru með mismunandi gjöld inni í rekstrar- kostnaðinum. Garðar Jónsson, starfsmaður eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sagði að samkvæmt nýjum reikningsskilareglum, sem tóku gildi um síðustu áramót, væru ákveðnar lykiltölur fastsett- ar. Eftir það myndu menn ekki getað skorist undan því að vera með samræmdar lykiltölur.  Ólga í bæjarstjórn Mosfellsbæjar: Deilt um rekstrarkostnað MOSFELLBÆR Meiri- og minnihluti í bæjarstjórn eru á öndverðu meiði um það hvernig túlka beri niður- stöðu skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG á fjármálum bæjarins. 40 MILLJÓNA HEIMSÓKN Sótt er um heimild fyrir kostnaði við heimsókn Jiang Zemin . Heildar- kostnaður nemur 38,8 milljónum króna. Þar af eru 22,7 milljónir vegna öryggisgæslu. RÁÐHERRABÍLAR ENDURNÝJAÐIR Tvö ráðuneyti sækja um pening til endurnýjunar á bílum. Forsæt- isráðuneytið og landbúnaðarráðu- neytið. Þau sækja um 5,5 milljón- ir samanlagt. REKSTRARHALLA EYTT 205 millj- ónir króna eru lagðar í að gera upp uppsafnaðan rekstrarhalla Tækniskóla Íslands. Tæknihá- skóli Íslands tók við hlutverki hans um mitt þetta ár. FJÁRAUKALAGAFRUMVARP Útgjöld ríkisins á árinu vegna atvinnu- leysis og glataðra launa í gjald- þrotum fyrirtækja stefna í að verða hátt í þriðjungi hærri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt undir lok síðasta árs. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er óskað eftir fjárheimild upp á 300 milljónir króna til viðbótar þeim 223 millj- ónum króna sem var áætlað að ábyrgðarsjóður launa yrði að greiða vegna gjaldþrota fyrir- tækja. Sjóðurinn greiðir laun starfsmanna sem þeir fá ekki greidd hjá gjaldþrota fyrirtækj- um. Fjárheimild ársins var uppur- in þegar árið var hálfnað. Óskað er eftir hálfum milljarði króna til að greiða atvinnuleysis- bætur sem hafa orðið mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Í fjárlögum ársins var gert ráð fyr- ir að kostnaður við greiðslu at- vinnuleysisbóta næmi 1.600 millj- ónum króna.  Aukin útgjöld vegna atvinnuleysis og gjaldþrota: Þriðjungi hærri en gert var ráð fyrir AUKIN ÚTGJÖLD Útgjöld til Atvinnuleysistryggingasjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa voru áætluð rúmlega 1,8 milljarðar króna. Nú stefnir í að þau verði 2,6 milljarðar. HRYÐJUVERK Bandaríkjamaðurinn John Walker Lindh, sem barðist með talibönum í Afganistan, sagði í yfirheyrslum að árásirnar á Bandaríkin ellefta september hafi einungis átt að vera fyrsta hrinan af þremur. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá þessu í gær. Hún hefur undir höndum úrdrátt úr yf- irheyrslum Bandaríkjamanna yfir Lindh dagana fyrsta, áttunda og níunda desember árið 2001. Þetta var skömmu eftir að hann var handtekinn í borginni Mazar-e- Sharif. Lindh var í þjálfunarbúðum Al Kaída í sjö vikur sumarið 2001. Í yfirheyrslunum sagði Lindh að skömmu eftir 11. september hafi einn fyrrverandi kennara hans sagt sér að Osama bin Laden hafi sagt að þetta væri fyrsta árásin. Næsta árásin yrði um miðjan nóv- ember. Hún yrði þess eðlis að Bandaríkjamenn „myndu gleyma fyrstu árásinni.“ Hann talaði ein- nig um að þriðja árásin yrði gerð snemma árs 2002. Lindh segir félaga sína hafa getið sér þess til að næsta árás- arhrina myndi beinast að kjarn- orkubúnaði, olíuleiðslum eða yrði einhvers konar eiturefna- árás. Lindh segir að Osama bin Laden hafi komið nokkrum sinn- um í þjálfunarbúðirnar. Hann hafi flutt fyrirlestra um stjórn- mál og sagt frá gömlum orrust- um úr stríðinu við Sovétríkin. Í eitt skipti ræddi hann við Lindh og fjóra aðra í einrúmi og þakk- aði þeim fyrir að taka þátt í bar- áttu múslima fyrir trú sinni. Lindh segir að bin Laden hafi verið ljúfur í skapi og jafnan tal- að hljóðlega. Hann hafi setið mik- ið, drukkið mikið af vatni og ver- ið fljótur að þreytast. Stundum hafi hann skyndilega hætt að tala og beðið nærstadda afsökunar. Lindh sagðist í yfirheyrslun- um fyrst hafa fengið áhuga á ís- lamskri trú þegar hann sá kvik- myndina Malcolm X. Þá var hann tólf ára. Fjórtán ára var hann orðinn sannfærður í trúnni og gerðist formlega múslimi í sept- ember árið 1997, þá sextán ára. Í júlí árið 1998 fór hann til Jemen til að læra arabísku. Snemma ársins 2001 fór hann svo til Pakistans þar sem hann gekk til liðs við Al Kaída. Hann hafi þá þegar gert sér grein fyr- ir að samtökin litu á Bandaríkin sem höfuðandstæðing sinn. Lindh hefur játað sig sekan um að hafa „starfað í þjónustu tali- bana“ og að hafa verið „með sprengiefni á sér meðan afbrot var framið“. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.  Ellefti september átti aðeins að vera byrjunin „Bandaríski talibaninn“ John Walker Lindh segir að árásirnar ellefta september hafi átt að vera fyrsta hrinan af þremur. Hann segir að Osama bin Laden hafi verið ljúfur í skapi og fljótur að þreytast. Bíómyndin um Malcolm X kveikti trúna. ÞEIR ERU ENN AÐ LEITA. Á sunnudaginn var sýndu þessir bandarísku hermenn þorpsbúum í suðurhluta Afganistans mynd af Osama bin Laden. „Hafið þið séð þennan mann?“ spurðu þeir. JOHN WALKER LINDH „Bandaríski talibaninn“ á yfir höfði sér tutt- ugu ára fangelsi. AP /W AL LY S AN TA N A ÓVINSÆLASTUR ALLRA Iain Duncan Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, mældist óvin- sælastur leiðtoga þriggja stóru stjórnmálaflokkanna á Bretlandi í skoðanakönnun sem birt var í gær. Einungis ellefu prósent töldu að hann yrði besti forsætis- ráðherrann. HÆTT VIÐ FÓSTUREYÐINGU For- eldrar fimmtán ára stúlku á Spáni hættu við að krefjast þess að hún láti eyða fóstri sínu eftir að foreldrar kærasta hennar, sem er átján ára, kærðu þau fyrir að hvetja til fóstureyðingar, sem telst afbrot samkvæmt spænsk- um lögum. MYNDARLEGUR STYRKUR Evr- ópusambandið ætlar að veita Tyrklandi myndarlega styrki næstu árin í staðinn fyrir að ákveða hvenær aðildarviðræður geti hafist. Tyrkland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu, en þarf að bíða um óákveðinn tíma vegna ástandsins í efna- hags- og mannréttindamálum. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.4 0.35% Sterlingspund 135.52 0.24% Dönsk króna 11.47 0.10% Evra 85.22 0.09% Gengisvístala krónu 128,51 0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 233 Velta 7.975 m ICEX-15 1.301 0,55% Mestu viðskipti Síldarvinnslan hf. 1.078.298.821 Íslandsbanki hf. 1.071.699.251 SÍF hf. 129.370.915 Mesta hækkun Síldarvinnslan hf. 13,73% Sæplast hf. 4,17% Nýherji hf. 3,70% Mesta lækkun Íslenska járnblendifélagið hf. -28,57% Kögun hf. -3,41% Grandi hf. -2,95% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7612,1 -1,40% Nsdaq*: 1151,2 -1,20% FTSE: 3813,8 -1,70% DAX: 2728,6 -3,00% Nikkei: 9027,5 1,00% S&P*: 805,8 -1,60% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Hlutabréfasjóður Íslands: Sameinast Kaldbak SAMRUNI Stjórnir Kaldbaks fjár- festingarfélags hf. og Hlutabréfa- sjóðs Íslands hf. hafa samþykkt samruna félaganna með fyrirvara um samþykki hluthafafunda. Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og munu hluthafar í Hlutabréfa- sjóði Íslands hf. fá afhent hluta- bréf í Kaldbaki fjárfestingarfé- lagi hf. að nafnverði 0,475 krónur fyrir hverja 1,00 krónu sem þeir eiga að nafnverði í Hlutabréfa- sjóði Íslands hf. Afnám skattaaf- sláttar af hlutabréfakaupum og rekstrarumhverfi hlutabréfa- sjóða eru ein helsta ástæða sam- einingarinnar. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.