Fréttablaðið - 24.10.2002, Side 2

Fréttablaðið - 24.10.2002, Side 2
2 24. október 2002 FIMMTUDAGUR ERLENT Hvert er þitt kjördæmi? Mitt kjördæmi undanfarin þrjátíu ár hefur verið svæði 101 og ég á erfitt með að brey- ta því. Prófkjör Samfylkingarinnar verður eitt kjördæmi og þegar því lýkur deilum við á milli. Ég geri ráð fyrir að svipað verði upp á teningnum í kosningunum. Reykvíkingar eru ekki vanir því að láta deila sér upp. Guðrún Ögmundsdóttir er 14. þingmaður Reykvík- inga. Kjördæmisvika er á Alþingi. Þingmenn Reykjavíkur eru margir hverjir ekki vissir um í hvaða kjördæmi þeir verða í framboði. SPURNING DAGSINS Íbúar ESB-ríkjanna: Sáttir við stækkun BRUSSEL, AP Rúmlega tveir af hverjum þremur íbúum Evrópu- sambandsríkjanna segjast í nýrri skoðanakönnun sáttir við að aðild- arríkjunum fjölgi verulega á næstu árum. Þeir eru þó fæstir með það á hreinu hvaða ríki ætla að slást í hópinn. Flestir nefndu Pólland, Tékkland og Ungverja- land. Álíka margir telja að Tyrk- land fái aðild fljótlega. Og fjórð- ungur íbúanna heldur að Noregur og Sviss ætli að ganga í ESB. Ein- ungis örfáir vissu hvaða önnur ríki hafa sótt um aðild.  Þingsályktunartillaga: Dýrtíð banka verði skoðuð STJÓRNMÁL Stjórnvöldum verður falið að kanna tekjur bankanna af vaxtamun og þjónustutekjum á undanförnum árum og bera þær saman við tekjur norrænna og evr- ópskra banka á sama tímabili, verði þingsályktunartillaga níu þing- manna Samfylkingar samþykkt. „Tilgangurinn er að brjóta til mergjar út af hverju íslenska bankakerfið er jafn dýrt og raun ber vitni,“ segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingflokksformaður Sam- fylkingar. Hún segir vaxtamun mun meiri hér en í löndum sem við berum okkur saman við og þjón- ustugjöldin sömuleiðis há. Kanna verði hvaða ástæður liggi að baki þessu.  DAGBLAÐ GERT UPPTÆKT Stjórn- völd í Sádi-Arabíu gerðu í gær upptækt vinsælt arabískt dag- blað, Al Hayyat, eftir að blaðið birti bréf frá bandarískum rithöf- undum og menntamönnum sem fjallaði um hlutdeild Sádi-Arabíu í hryðjuverkunum 11. september. LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Lalla Johns, síbrotamanni sem lögregla handtók vegna rann- sóknar á brunanum við Laugaveg um helgina. Héraðsdómur hafði komist að því að rökstuddur grun- ur væri fyrir því að Lalli væri við- riðinn eldsvoðann og úrskurðaði hann í gæsluvarðhald til föstu- dags. Vitni báru að þau hefðu séð Lalla á vettvangi skömmu áður en eldsins varð vart. Hann sagðist hafa verið á ferðinni milli veit- ingahúsa við Laugaveg og farið inn í port til að kasta af sér vatni, en horfið frá því þegar hann sá dyrabjöllur og útidyrahurð þar. Lalli neitaði með öllu sakargiftum um að hafa orðið valdur að brun- anum. Hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem úrskurðaði að Lalli skyldi látinn laus þar sem ekki væri fullnægt skilyrðum gæsluvarðhalds. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Reykjavík segir að rannsókn verði haldið áfram en það sem fram hafi komið við rannsókn á vettvangi undanfarna daga styrki þann grun lögreglu að kveikt hafi verið í. Heimildir Fréttablaðsins herma að eldur hafi verið laus á fleiri en einum stað þegar fyrstu menn komu á brunastað.  Rannsókn brunans á Laugavegi: Síbrotamanni sleppt AÐ HÚSABAKI Húsin sem eldurinn náði til eru meira eða minna ónýt. Grunur lögreglu um íkveikju hefur að sögn styrkst undanfarna daga. Eldur var laus á fleiri en einum stað þegar að var komið. RANNSÓKNARNEFND FLUGSLYSA Hvert var erindi Ísleifs Ottesen til flugslysa- nefndar sem hefur sagt sig frá Skerjafjarð- armálinu, spyrja ættingjar fórnarlambanna. Samgönguráðuneyti: Flugslysa- nefnd má hitta Ísleif SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir ráðu- neytið ekki munu óska skýringa frá Rannsóknarnefnd flugslysa um erindi Ísleifs Ottesen við nefndina á mánudag. Jakob Falur segir ráðuneytið heldur ekki munu senda nefnd- inni fyrirmæli um að taka ekki á móti fólki á skrifstofur sínar. Nefndin sé sjálfstæður aðili. Rannsóknarnefndin krafðist þess 3. október síðastliðinn að nefndin viki sæti í frekari með- ferð málsins varðandi flugslysið í Skerjafirði. Jón Ólafur Skarphéðinsson, faðir drengs sem lést af völdum Skerjafjarðarslyssins, sendi Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra bréf í gær og óskaði skýringar á erindi Ísleifs til nefndarinnar. Einnig að ráðherr- ann benti nefndinni á að slíkar heimsóknir væru óeðlilegar, þar sem nefndin hefði sagt sig frá málinu. Ráðherrann hefur ekki svar- að skilaboðum.  ÞJÓFNAÐUR Sextán starfsmönnum á aldrinum sextán til tuttugu og þriggja ára hefur verið sagt upp í þremur verslunum Nóatúns vegna þjófnaðar á vörum að and- virði hundruða þúsunda króna. Allir starfsmenn hafa viður- kennt brot sín. Að sögn Ingimars Jónssonar, forstjóra Kaupáss, tóku ungmennin vörur framhjá skanna og stálu peningum úr kassa. Þjófnaðurinn komst upp eftir að Nóatún endurbætti eftirlits- kerfi sitt. Einn maður sem ekki starfaði hjá Nóatúni hefur verið kærður til lögreglu vegna málsins. Segja ungmennin manninn hafa hvatt þau til að brjóta af sér. Tók hann við stolnum varningi frá þeim og seldi. Í sumum tilfellum greiddi maðurinn fyrir vörur með áfengi. Forstjóri Kaupáss segir að þjófnaðurinn hafi viðgengist um nokkurra mánaða tímabil, þó ekki sé ljóst nákvæmlega í hversu lang- an tíma hann viðgekkst. Hann seg- ir tjónið skipta hundruðum þús- unda króna. Ingimar segir aðallega hafa verið stolið úr verslunum í Smáralind og Austurveri.  VERSLUN NÓATÚNS Í AUSTURVERI Í kjölfar uppsetningar endurbætts eftirlitskerfis komst þjófnaður ungmennanna upp. Starfsmenn Nóatúns stálu vörum fyrir hundruð þúsunda: Sextán sagt upp vegna þjófnaðar SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Formaður Rannsóknarnefndar flugslysa er sagður hafa reynt að draga athygli frá nýjum upplýsingum um hreyfil vélarinnar sem fórst í Skerjafirði. Það á formaðurinn, Þormóður Þor- móðsson, að hafa gert með því að upplýsa frétta- mann Ríkisút- varpsins um máls- höfðun ættingja fórnarlambanna í Bandaríkjunum. Á vefsíðu ætt- ingjanna, flug- slys.is, segir að stefna þeirra á hendur Ísleifi Ottesen, eiganda flugvélarinnar sem fórst (TF-GTI), og Þorleifi Júlíussyni, eiganda verkstæðisins í Bandaríkjunum sem vottaði flug- hæfi vélarinnar, hafi ekki verið höfð í hámælum enda málið rekið sem einkamál. „Sama dag og heyrinkunnugt varð að við höfðum haft uppi á kaupanda mótorsins úr TF-GTI og fram kom að hann gaf það upp að hreyfillinn hafi verið úrbræddur og ekki getað snúist, upplýsti Þor- móður Þormóðsson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, fréttamann um þessa málssókn. Fréttamaðurinn fékk síðan stað- festingu hjá okkur,“ segir á flug- slys.is. Aðstandendurnir segja stefnu vegna málshöfðunarinnar í Banda- ríkjunum hafa verið setta fram rétt áður en málið fyrntist 7. ágúst í sumar, tveimur árum eftir slysið. Bandarískir lögmenn taki málið að sér upp á hlut í hugsanlegum skaðabótum sem ákvarðist af kvið- dómi. Aðstandendurnir beri engan kostnað. „Tilgangurinn hjá Þormóði virðist augljós,“ segir á heimasíðu aðstandendanna, „að draga athygl- ina frá því að enn og aftur höfðu komið fram upplýsingar sem stangast á við skýrslu flugslysa- nefndar um slysið. Þá er ekki síður athyglisvert að skömmu eftir að RÚV greindi frá því í hádegisfrétt- um þennan dag að umræddar upp- lýsingar höfðu komið fram í Bandaríkjunum, átti Ísleifur Ottesen fund með fulltrúum flug- slysanefndar á skrifstofu hennar við Flugvallarveg. Fróðlegt hefði verið að vera þar fluga á vegg.“ Þormóður Þormóðsson er staddur erlendis á vegum flug- slysanefndar. Hann svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins. gar@frettabladid.is REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR „Þá er ekki síður athyglisvert að skömmu eftir að RÚV greindi frá því í hádegisfréttum þennan dag að umræddar upplýsingar höfðu komið fram í Bandaríkjunum, átti Ísleifur Ottesen fund með fulltrúum flugslysanefndar á skrifstofu hennar við Flugvallarveg. Fróð- legt hefði verið að vera þar fluga á vegg,“ segja aðstandendur úr Skerjafjarðarslysinu. Flugslysanefndin sögð afvegaleiða Formaður flugslysanefndar er sagður hafa reynt að draga athygli frá óhagstæðum upplýsingum um hreyfil flugvélarinnar sem fórst í Skerja- firði með því að beina sjónum fréttamanns að málshöfðun aðstandenda í Bandaríkjunum. Bandarískir lögmenn taka málið að sér upp á hlut í hugsanlegum skaðabótum sem ákvarðist af kviðdómi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.